Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2025 12:15 KR-ingurinn Guðjón Örn, Eyjamaðurinn Elías Árni og Víkingurinn Kári eru meðal fitness þjálfara Bestu deildar karla í fótbolta. Nú styttist í að Besta deild karla í knattspyrnu fari af stað með pompi og prakt. Tímabilið er alltaf að verða lengra og að því tilefni ræddi Vísir við þrjá fitness þjálfara um stöðu þeirra og þróunina sem hefur orðið á þessum hluta fótboltans á gríðarlega stuttum tíma. Rætt var við þrjá menn sem eiga margt sameiginlegt. Einn var að fara í gegnum fordæmalaust undirbúningstímabil þökk sé árangri Víkinga í Evrópu á meðan hinir tveir hafa þurft að glíma við aðstöðuvandamál af ýmsum toga. Mennirnir sem um er ræðir eru: Elías Árni Jónsson (ÍBV) Alinn upp á Höfn í Hornafirði en kom til Eyja árið 1997 og er í raun eins mikill Eyjamaður og hugsast getur. Hefur verið í núverandi stöðu síðan 2022 en er einnig með meistaraflokk kvenna í knattspyrnu sem og meistaraflokka ÍBV í handbolta. Er hins vegar einungis í „afreksstöðu“ hjá meistaraflokki karla. Guðjón Örn Ingólfsson (KR) Er KR-ingur í grunninn þó hann hafi fyrst hafið störf innan knattspyrnugeirans hjá FH fyrir tæpum áratug. Arnar Gunnlaugsson sótti hann svo til Víkings því honum vantaði aðstoðarþjálfara sem gæti tekið líkamlegt atgervi leikmanna liðsins í gegn. Guðjón Örn sneri svo aftur í Vesturbæinn fyrir síðasta tímabil. Kári Sveinsson (Víkingur) Gekk til liðs við Víkinga eftir að tímabilinu í Bestu deild karla lauk á síðasta ári. Er uppalinn Víkingur, menntaður sjúkra- og fitness þjálfari sem starfaði fyrir sænska stórliðið BK Häcken áður en hann mætti heim í Hamingjuna. Gríðarlegar breytingar á stuttum tíma Allir þrír eru sammála um að staða fitness þjálfara hafi breyst mikið á stuttum tíma. Í raun hafi þetta aðallega verið lyftingar-þjálfari hér á árum áður en það hafi nú breyst. Tækniframfarir spila einnig stóran þátt. „Það var hreinlega enginn að sinna þessu. Var til dæmis enginn að stýra upphitun, menn voru bara að skokka á hliðarlínunni og komu svo ískaldir inn í leik sem var spilaður af það hárri ákefð að þeir komust aldrei í takt við leikinn. Gjörsamlega galið,“ segir Guðjón Örn um stöðu mála. „Við fengum GPS í FH þegar ég var á mínu síðasta ári þar. Lið hafa þurft að læra á hvaða tölfræði er þess virði að lesa í, það eru allskyns próf þarna úti sem er ekkert mál að svindla á. Augljóst að GPS-mælar hjálpa að setja upp æfingar sem endurspegla það sem þarf að gerast í leik. Maður er með þetta allt í gögnunum. Nú sér maður hvort einstaklingur er fljótur eða virðist eingöngu fljótur,“ bætti Guðjón við. „Maður er orðinn hluti af hverju einustu æfingu. Sömuleiðis er maður í miklum samskiptum við þjálfarana um uppsetningu æfingar og æfingavikunnar i heild. Almenn umgjörð í kringum leikmenn er orðin svo miklu meiri. Þetta er orðið einstaklingsmiðaðra en hér áður fyrr. Maður hugsar um hvar má ýta mönnum áfram og hvar þarf að bakka, hvar mörkin eru hjá hverjum og einum. Fyrir nokkrum árum var bara æft og æft, svo var vonað það besta,“ segir Elías Árni. „Vandamálið hjá okkur er að við erum með hálfa höll og GPS-tækin virka ekki inn í henni. Þeir virka bara úti. Get fylgst með álaginu en fæ engar aðrar tölur út úr mælunum. Það er því öðruvísi áskorun,“ bætti Elías Árni við. Það er vissulega til lausn á vandamálum ÍBV en hún er mjög svo dýr. „Það er dýrt að vera með GPS. Þetta er samt algjör leikbreytir og við byggjum mikið af okkar starfi mælingunum. Sérstaklega þegar kemur að álagsstýringu. Að vera án GPS er eins og að vera með bíl sem er ekki með snúningshraðamæli.“ Eflaust fá lið sem toppa ræktina sem ÍBV býður upp á.ÍBV „Það er ekki langt síðan þetta var þannig að það mætti gæi og setti upp rosalega hnébeygjuæfingu inn í lyftingarsal, svo var hann bara farinn. Nú erum við að pæla í GPS-tölunum, uppsetningu æfinga með þjálfarateyminu og hvernig við fáum líkamlega þáttinn til að dansa í takt við taktíska- og tæknilega þáttinn. Ég er til dæmis með nánast fyrsta þriðjung hverrar æfingar í Víkinni,“ segir Kári. „Þetta er allt skref í rétta átt og gerir umhverfið hér heima enn líkara atvinnumannaumhverfi sem þekkist erlendis,“ bætti Kári við. Kári hefur starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands.Úr einkasafni Tímabil sem er í eilífri þróun Undirbúningstímabilið hér á landi er þekkt sem það lengsta í heimi, það var allavega þannig. Með lengra tímabili kemur styttra undirbúningstímabil. Víkingar fengu þó enn styttri tíma en önnur lið. „Það sem ég gerði var að hafa samband við mann sem er í dag aðstoðarþjálfari Rosenborg í Noregi en hann var fitness þjálfari með mér í Häcken á fyrsta ári. Hann sagði mér að brjóta þetta svolítið niður og reyna að horfa á þetta sem tvö undirbúningstímabil,“ sagði Kári um undirbúning Víkinga og hélt áfram. Kári á fleygiferð í Evrópu með Víkingum.Úr einkasafni „Fyrra tímabilið var sem sagt fyrir leikina gegn Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu og svo kæmi í raun annað tímabil eftir það. Leikirnir gegn Panathinaikos voru þá ákveðinn toppur þar sem menn þurftu að vera í toppstandi. Í kjölfarið fær maður svo fimm vikur áður en Besta fer af stað og það væri hægt að horfa á það sem ákveðna uppbyggingu nema þá að við byrjum aðeins hærra upp í pýramídanum heldur en vanalega.“ „Það eru náttúrulega komnir miklu fleiri gervigrasvellir og miklu betri æfingaaðstæður en voru áður. Það að „toppa“ á réttum tíma er dautt hugtak,“ segir Guðjón Örn um breytingarnar sem hafa átt sér stað. Það verður seint sagt að aðstaða KR sé með þeim bestu í Bestu deildinni og það hefur haft áhrif á starf Guðjóns síðan hann gekk til liðs við félagið á nýjan leik. Framtíðin er hins vegar björt. Nýtt gervigras á æfingavöllinn og svo er verið að leggja gervigras á aðalvöll félagsins. Það verður ekki klárt í upphafi móts en þegar það kemst í notkun verður aðstaða KR líkari því sem þekkist í Bestu deildinni. „Við vorum í brasi með aðstöðuna. Toppaði sig líklega þegar við neyddumst til að æfa á Starhaga, grassvæði við flugvöll Reykjavíkur. Þar lentum við í því að tveir leikmenn fóru í náranum og einn í bakinu.“ „Með nýju aðstöðunni erum við að taka skref fram á við. Breytir miklu fyrir okkur varðandi ákefð og tempó á æfingum, þá minnkar það meiðslahættu leikmanna að æfa alltaf á sama undirlagi. Er augljóslega skref í rétta átt fyrir klúbbinn. Á síðustu leiktíð hafði aðstöðuleysið neikvæð áhrif á líkamlegt atgervi þegar leið á sumarið. Lélegar vallaraðstæður höfðu áhrif á ákefð æfinga og hlaupatölur studdu við þetta. Þetta var mikill lærdómur.“ Að vera með lið í Eyjum þýðir að hópurinn æfir ekki saman allan ársins hring. Oft eru menn sem eru í námi í Reykjavík eða annars staðar en koma til Eyja yfir sumartímann. Skiljanlega vilja Eyjamenn eyða tíma hér.ÍBV „Þetta er mikil áskorun. Við erum með stráka í bænum sem fá að æfa með öðrum liðum. Við reynum svo að halda æfingahelgar með reglulegu millibili. Annars er þetta bara púsluspil. Í ár voru reyndar erlendu leikmennirnir okkar komnir fyrr en vanalega. Það er jákvætt þar sem við höfum stundum verið að púsla þessu endanlega saman í æfingaferðinni rétt fyrir mót. Aðeins fyrr í þessu þetta árið. Höfum undanfarin ár fundið fyrir því að það tekur fyrstu umferðirnar að slípa þetta allt saman,“ sagði Elías Árni. „Síðasta haust fundum við fyrir því að leikmennirnir vildu keyra þetta snemma aftur í gang og vinna sína vinnu. Við tókum smá frí og svo var í raun byrjað strax aftur í ræktinni. Erum með virkilega góða rækt hér í Eyjum og svo er verið að leggja gervigras á Hásteinsvöll, það verður umbylting fyrir okkur. Þá getum við allavega alltaf farið einhverja daga í viku út á völl. Veðrið gæti komið í veg fyrir að við komumst alla daga út á völl en það væri alltaf 2-3 í viku.“ Áskoranir Bestu deildarinnar „Það er auðvitað mismunandi eftir hópum hverjar áskoranirnar eru. Á síðasta ári stóð ég í miðjum storminum þegar ég sá liðið mitt detta úr formi. Aðstaðan var jafnframt nægilega ekki góð. Maður ræður ekki smið sem á engin verkfæri. Ég átti fullt af tækjum og tólum sem ég ákvað að flytja niður í KR til að ná sem mesta úr leikmönnum sem ég get. Það er mikilvægt að finna fyrir trausti í þessu starfi og það geri ég,“ sagði Guðjón jafnframt um síðasta tímabil í Vesturbænum. Guðjón lyfti nóg af titlum með Víkingum. Er nú komið að KR?Úr einkasafni „Þegar maður er með eldri leikmenn þá er mikilvægast að vera í góðum samskiptum við þá. Maður verður að treysta því að þeir þekki líkama sinn og segi satt frá. Þannig er best að vinna með leikmönnum sem geta ekki æft daginn inn og daginn út.“ Að endingu sagðist Guðjón ekkert himinlifandi með uppsetningu deildarinnar þar sem eilíf landsleikjahlé gera liðum erfitt fyrir. Sumar vikur sé spilað nánast þrisvar í viku og svo sé allt í einu spilað einu sinni á tveggja vikna tímabili. „Það er ekki vænlegt til árangurs.“ Elías Árni tekur áskorunum fagnandi en er sammála Guðjóni með margt. „Getur verið skemmtilegt. maður reynir að einstaklingsmiða þetta eins og maður getur. Svona eins langt og það nær allavega, maður hefur ekki endalausan tíma. Maður hefur hins vegar tækifæri til að vinna með hverjum og einum, það er það góða við þetta.“ „Maður vill reyna halda sama álagi hverja viku fyrir sig, það er draumurinn. Að byggja æfingavikuna út frá uppsetningu deildarinnar hverju sinni er áskorun þar sem maður vill halda vikunum eins líkum og hægt er. Það hentar öllum, leikmönnum og þjálfurum, betur að hafa almennilegt flæði. Að viðhalda álaginu ef það eru engir leikir, það verður alltaf meiri áskorun í kringum það.“ Eins gott og það er að fá fleiri leiki þá væri Elías Árni til að spilað væri örlítið þéttar svo hægt væri að klára mótið fyrr. Nefnir hann dæmi að ÍBV hafi spilað lokaleik tímabilsins 2023 þann 29. október á Hásteinsvelli þar sem hálfur völlurinn var frosinn í gegn. „Það sem er jákvætt í Víkinni er að þó við séum með bæði gamla og unga leikmenn þá er æfingarhugarfarið rosalegt. Með því betra sem ég hef kynnst á ferli mínum. Það er mjög jákvætt,“ segir Kári en nokkrir af lykilmönnum Víkinga eru að nálgast fertugt. „Við reynum eftir bestu getu að fylgjast með einstaklingnum eins vel og hægt er. Til þess notum við allskyns forrit. Það er svo allt unnið í sambandi við sjúkraþjálfara og nuddara félagsins. Við reynum eftir bestu getu að halda öllum okkar leikmönnum í einhvern hluta æfingar en svo fer það eftir dagsformi ásamt meiðslasögu hversu langt er hægt að ýta mönnum hvert sinn. Það hefur gengið vonum framar á þessu undirbúningstímabili að halda sem flestum í æfingu. Ég er virkilega sáttur með það.“ Varðandi landsleikjahléin var Kári ef til vil jákvæðari en kollegar sínir. „Það góða er að stundum er ákveðin hvíld í þessu þar sem maður nær sjálfur að pústa og endurskipuleggja sig. Eins getur maður pínu prófað sig áfram með æfingar án þess að fara í einhverja vitleysu. Aftur á móti er frekar leiðinlegt þegar lið detta úr rytma. Lið eru í ákveðnu spilformi en fara svo í tveggja vikna pásu og þurfa í raun að byrja frá byrjun.“ „Ég sé bæði plúsa og mínusa í þessu. Finnst plúsarnir fleiri, þetta er allt hluti af því að spila á sumrin. Þetta gengur fínt og það er allt í lagi að skipta þessu upp. Maður þarf bara að nýta tækifærin sem koma með þessum pásum sömuleiðis.“ Besta deild karla hefst á laugardaginn kemur með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og nýliða Aftureldingar. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR ÍBV Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Sjá meira
Rætt var við þrjá menn sem eiga margt sameiginlegt. Einn var að fara í gegnum fordæmalaust undirbúningstímabil þökk sé árangri Víkinga í Evrópu á meðan hinir tveir hafa þurft að glíma við aðstöðuvandamál af ýmsum toga. Mennirnir sem um er ræðir eru: Elías Árni Jónsson (ÍBV) Alinn upp á Höfn í Hornafirði en kom til Eyja árið 1997 og er í raun eins mikill Eyjamaður og hugsast getur. Hefur verið í núverandi stöðu síðan 2022 en er einnig með meistaraflokk kvenna í knattspyrnu sem og meistaraflokka ÍBV í handbolta. Er hins vegar einungis í „afreksstöðu“ hjá meistaraflokki karla. Guðjón Örn Ingólfsson (KR) Er KR-ingur í grunninn þó hann hafi fyrst hafið störf innan knattspyrnugeirans hjá FH fyrir tæpum áratug. Arnar Gunnlaugsson sótti hann svo til Víkings því honum vantaði aðstoðarþjálfara sem gæti tekið líkamlegt atgervi leikmanna liðsins í gegn. Guðjón Örn sneri svo aftur í Vesturbæinn fyrir síðasta tímabil. Kári Sveinsson (Víkingur) Gekk til liðs við Víkinga eftir að tímabilinu í Bestu deild karla lauk á síðasta ári. Er uppalinn Víkingur, menntaður sjúkra- og fitness þjálfari sem starfaði fyrir sænska stórliðið BK Häcken áður en hann mætti heim í Hamingjuna. Gríðarlegar breytingar á stuttum tíma Allir þrír eru sammála um að staða fitness þjálfara hafi breyst mikið á stuttum tíma. Í raun hafi þetta aðallega verið lyftingar-þjálfari hér á árum áður en það hafi nú breyst. Tækniframfarir spila einnig stóran þátt. „Það var hreinlega enginn að sinna þessu. Var til dæmis enginn að stýra upphitun, menn voru bara að skokka á hliðarlínunni og komu svo ískaldir inn í leik sem var spilaður af það hárri ákefð að þeir komust aldrei í takt við leikinn. Gjörsamlega galið,“ segir Guðjón Örn um stöðu mála. „Við fengum GPS í FH þegar ég var á mínu síðasta ári þar. Lið hafa þurft að læra á hvaða tölfræði er þess virði að lesa í, það eru allskyns próf þarna úti sem er ekkert mál að svindla á. Augljóst að GPS-mælar hjálpa að setja upp æfingar sem endurspegla það sem þarf að gerast í leik. Maður er með þetta allt í gögnunum. Nú sér maður hvort einstaklingur er fljótur eða virðist eingöngu fljótur,“ bætti Guðjón við. „Maður er orðinn hluti af hverju einustu æfingu. Sömuleiðis er maður í miklum samskiptum við þjálfarana um uppsetningu æfingar og æfingavikunnar i heild. Almenn umgjörð í kringum leikmenn er orðin svo miklu meiri. Þetta er orðið einstaklingsmiðaðra en hér áður fyrr. Maður hugsar um hvar má ýta mönnum áfram og hvar þarf að bakka, hvar mörkin eru hjá hverjum og einum. Fyrir nokkrum árum var bara æft og æft, svo var vonað það besta,“ segir Elías Árni. „Vandamálið hjá okkur er að við erum með hálfa höll og GPS-tækin virka ekki inn í henni. Þeir virka bara úti. Get fylgst með álaginu en fæ engar aðrar tölur út úr mælunum. Það er því öðruvísi áskorun,“ bætti Elías Árni við. Það er vissulega til lausn á vandamálum ÍBV en hún er mjög svo dýr. „Það er dýrt að vera með GPS. Þetta er samt algjör leikbreytir og við byggjum mikið af okkar starfi mælingunum. Sérstaklega þegar kemur að álagsstýringu. Að vera án GPS er eins og að vera með bíl sem er ekki með snúningshraðamæli.“ Eflaust fá lið sem toppa ræktina sem ÍBV býður upp á.ÍBV „Það er ekki langt síðan þetta var þannig að það mætti gæi og setti upp rosalega hnébeygjuæfingu inn í lyftingarsal, svo var hann bara farinn. Nú erum við að pæla í GPS-tölunum, uppsetningu æfinga með þjálfarateyminu og hvernig við fáum líkamlega þáttinn til að dansa í takt við taktíska- og tæknilega þáttinn. Ég er til dæmis með nánast fyrsta þriðjung hverrar æfingar í Víkinni,“ segir Kári. „Þetta er allt skref í rétta átt og gerir umhverfið hér heima enn líkara atvinnumannaumhverfi sem þekkist erlendis,“ bætti Kári við. Kári hefur starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands.Úr einkasafni Tímabil sem er í eilífri þróun Undirbúningstímabilið hér á landi er þekkt sem það lengsta í heimi, það var allavega þannig. Með lengra tímabili kemur styttra undirbúningstímabil. Víkingar fengu þó enn styttri tíma en önnur lið. „Það sem ég gerði var að hafa samband við mann sem er í dag aðstoðarþjálfari Rosenborg í Noregi en hann var fitness þjálfari með mér í Häcken á fyrsta ári. Hann sagði mér að brjóta þetta svolítið niður og reyna að horfa á þetta sem tvö undirbúningstímabil,“ sagði Kári um undirbúning Víkinga og hélt áfram. Kári á fleygiferð í Evrópu með Víkingum.Úr einkasafni „Fyrra tímabilið var sem sagt fyrir leikina gegn Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu og svo kæmi í raun annað tímabil eftir það. Leikirnir gegn Panathinaikos voru þá ákveðinn toppur þar sem menn þurftu að vera í toppstandi. Í kjölfarið fær maður svo fimm vikur áður en Besta fer af stað og það væri hægt að horfa á það sem ákveðna uppbyggingu nema þá að við byrjum aðeins hærra upp í pýramídanum heldur en vanalega.“ „Það eru náttúrulega komnir miklu fleiri gervigrasvellir og miklu betri æfingaaðstæður en voru áður. Það að „toppa“ á réttum tíma er dautt hugtak,“ segir Guðjón Örn um breytingarnar sem hafa átt sér stað. Það verður seint sagt að aðstaða KR sé með þeim bestu í Bestu deildinni og það hefur haft áhrif á starf Guðjóns síðan hann gekk til liðs við félagið á nýjan leik. Framtíðin er hins vegar björt. Nýtt gervigras á æfingavöllinn og svo er verið að leggja gervigras á aðalvöll félagsins. Það verður ekki klárt í upphafi móts en þegar það kemst í notkun verður aðstaða KR líkari því sem þekkist í Bestu deildinni. „Við vorum í brasi með aðstöðuna. Toppaði sig líklega þegar við neyddumst til að æfa á Starhaga, grassvæði við flugvöll Reykjavíkur. Þar lentum við í því að tveir leikmenn fóru í náranum og einn í bakinu.“ „Með nýju aðstöðunni erum við að taka skref fram á við. Breytir miklu fyrir okkur varðandi ákefð og tempó á æfingum, þá minnkar það meiðslahættu leikmanna að æfa alltaf á sama undirlagi. Er augljóslega skref í rétta átt fyrir klúbbinn. Á síðustu leiktíð hafði aðstöðuleysið neikvæð áhrif á líkamlegt atgervi þegar leið á sumarið. Lélegar vallaraðstæður höfðu áhrif á ákefð æfinga og hlaupatölur studdu við þetta. Þetta var mikill lærdómur.“ Að vera með lið í Eyjum þýðir að hópurinn æfir ekki saman allan ársins hring. Oft eru menn sem eru í námi í Reykjavík eða annars staðar en koma til Eyja yfir sumartímann. Skiljanlega vilja Eyjamenn eyða tíma hér.ÍBV „Þetta er mikil áskorun. Við erum með stráka í bænum sem fá að æfa með öðrum liðum. Við reynum svo að halda æfingahelgar með reglulegu millibili. Annars er þetta bara púsluspil. Í ár voru reyndar erlendu leikmennirnir okkar komnir fyrr en vanalega. Það er jákvætt þar sem við höfum stundum verið að púsla þessu endanlega saman í æfingaferðinni rétt fyrir mót. Aðeins fyrr í þessu þetta árið. Höfum undanfarin ár fundið fyrir því að það tekur fyrstu umferðirnar að slípa þetta allt saman,“ sagði Elías Árni. „Síðasta haust fundum við fyrir því að leikmennirnir vildu keyra þetta snemma aftur í gang og vinna sína vinnu. Við tókum smá frí og svo var í raun byrjað strax aftur í ræktinni. Erum með virkilega góða rækt hér í Eyjum og svo er verið að leggja gervigras á Hásteinsvöll, það verður umbylting fyrir okkur. Þá getum við allavega alltaf farið einhverja daga í viku út á völl. Veðrið gæti komið í veg fyrir að við komumst alla daga út á völl en það væri alltaf 2-3 í viku.“ Áskoranir Bestu deildarinnar „Það er auðvitað mismunandi eftir hópum hverjar áskoranirnar eru. Á síðasta ári stóð ég í miðjum storminum þegar ég sá liðið mitt detta úr formi. Aðstaðan var jafnframt nægilega ekki góð. Maður ræður ekki smið sem á engin verkfæri. Ég átti fullt af tækjum og tólum sem ég ákvað að flytja niður í KR til að ná sem mesta úr leikmönnum sem ég get. Það er mikilvægt að finna fyrir trausti í þessu starfi og það geri ég,“ sagði Guðjón jafnframt um síðasta tímabil í Vesturbænum. Guðjón lyfti nóg af titlum með Víkingum. Er nú komið að KR?Úr einkasafni „Þegar maður er með eldri leikmenn þá er mikilvægast að vera í góðum samskiptum við þá. Maður verður að treysta því að þeir þekki líkama sinn og segi satt frá. Þannig er best að vinna með leikmönnum sem geta ekki æft daginn inn og daginn út.“ Að endingu sagðist Guðjón ekkert himinlifandi með uppsetningu deildarinnar þar sem eilíf landsleikjahlé gera liðum erfitt fyrir. Sumar vikur sé spilað nánast þrisvar í viku og svo sé allt í einu spilað einu sinni á tveggja vikna tímabili. „Það er ekki vænlegt til árangurs.“ Elías Árni tekur áskorunum fagnandi en er sammála Guðjóni með margt. „Getur verið skemmtilegt. maður reynir að einstaklingsmiða þetta eins og maður getur. Svona eins langt og það nær allavega, maður hefur ekki endalausan tíma. Maður hefur hins vegar tækifæri til að vinna með hverjum og einum, það er það góða við þetta.“ „Maður vill reyna halda sama álagi hverja viku fyrir sig, það er draumurinn. Að byggja æfingavikuna út frá uppsetningu deildarinnar hverju sinni er áskorun þar sem maður vill halda vikunum eins líkum og hægt er. Það hentar öllum, leikmönnum og þjálfurum, betur að hafa almennilegt flæði. Að viðhalda álaginu ef það eru engir leikir, það verður alltaf meiri áskorun í kringum það.“ Eins gott og það er að fá fleiri leiki þá væri Elías Árni til að spilað væri örlítið þéttar svo hægt væri að klára mótið fyrr. Nefnir hann dæmi að ÍBV hafi spilað lokaleik tímabilsins 2023 þann 29. október á Hásteinsvelli þar sem hálfur völlurinn var frosinn í gegn. „Það sem er jákvætt í Víkinni er að þó við séum með bæði gamla og unga leikmenn þá er æfingarhugarfarið rosalegt. Með því betra sem ég hef kynnst á ferli mínum. Það er mjög jákvætt,“ segir Kári en nokkrir af lykilmönnum Víkinga eru að nálgast fertugt. „Við reynum eftir bestu getu að fylgjast með einstaklingnum eins vel og hægt er. Til þess notum við allskyns forrit. Það er svo allt unnið í sambandi við sjúkraþjálfara og nuddara félagsins. Við reynum eftir bestu getu að halda öllum okkar leikmönnum í einhvern hluta æfingar en svo fer það eftir dagsformi ásamt meiðslasögu hversu langt er hægt að ýta mönnum hvert sinn. Það hefur gengið vonum framar á þessu undirbúningstímabili að halda sem flestum í æfingu. Ég er virkilega sáttur með það.“ Varðandi landsleikjahléin var Kári ef til vil jákvæðari en kollegar sínir. „Það góða er að stundum er ákveðin hvíld í þessu þar sem maður nær sjálfur að pústa og endurskipuleggja sig. Eins getur maður pínu prófað sig áfram með æfingar án þess að fara í einhverja vitleysu. Aftur á móti er frekar leiðinlegt þegar lið detta úr rytma. Lið eru í ákveðnu spilformi en fara svo í tveggja vikna pásu og þurfa í raun að byrja frá byrjun.“ „Ég sé bæði plúsa og mínusa í þessu. Finnst plúsarnir fleiri, þetta er allt hluti af því að spila á sumrin. Þetta gengur fínt og það er allt í lagi að skipta þessu upp. Maður þarf bara að nýta tækifærin sem koma með þessum pásum sömuleiðis.“ Besta deild karla hefst á laugardaginn kemur með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og nýliða Aftureldingar. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR ÍBV Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Sjá meira