Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2025 12:00 Chris Paul hefur spilað sinn síðasta leik fyrir LA Clippers. Getty/Katelyn Mulcahy Chris Paul hefur spilað sinn síðasta leik fyrir LA Clippers, eftir að hafa snúið aftur til félagsins síðasta sumar. Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í vetur en í yfirlýsingu frá stjórnanda félagsins segir að Paul sé goðsögn í sögu þess og að enginn kenni honum um hvernig leiktíðin hafi gengið. „Var að frétta að ég verð sendur heim,“ skrifaði Paul á samfélagsmiðla í nótt og bætti við friðarmerki. Hann var á ferðalagi með Clippers sem spilar á útivelli gegn Atlanta Hawks í kvöld. Brotthvarf hans hefur skiljanlega vakið mikla athygli. Chris Paul, a future Hall of Famer I expected to be the first Clipper to get his jersey retired one day, getting sent home at this stage is one of the most astonishing things I’ve seen covering this league.— Marc J. Spears (@MarcJSpears) December 3, 2025 Clippers hafa tapað síðustu fimm leikjum sínum, átta af síðustu níu, og alls sextán af 21 leik. Liðið er næstneðst í vesturdeildinni sem var talið óhugsandi fyrir tímabilið. Í hópnum eru gæðaleikmenn sem vissulega eru aðeins farnir að eldast, eins og James Harden og Kawhi Leonard, en enginn bjóst við þessu hruni Clippers sem nú hefur ákveðið að losa sig við hinn fertuga Paul, eða CP3. Blake Griffin wanted to retire a Clipper. Seven months after signing a five-year, $171 million deal to stay in L.A., the Clippers traded him to Detroit.Chris Paul wanted to retire a Clipper. Five months after coming home, the Clippers released him in the middle of the night. pic.twitter.com/PciyObKLnP— Arash Markazi (@ArashMarkazi) December 3, 2025 Hann er á sinni 21. leiktíð í NBA en hefur gefið sterklega til kynna að þetta sé sú síðasta. Hann hefur tólf sinnum spilað stjörnuleikinn, tvisvar unið gull á Ólympíuleikum, og fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið NBA. Þá er hann næstefstur á lista yfir flestar stoðsendingar frá upphafi í deildinni, með 12.552, og sá fyrsti sem nær að bæði skora 20.000 stig og gefa 10.000 stoðsendingar. Segir vandræðin ekki Paul að kenna Hann lét ljós sitt skína með Clippers á árunum 2011-2017 en hafði svo verið hjá fimm öðrum félögum áður en hann kom aftur til Clippers síðasta sumar. „Nú skilja leiðir hjá okkur og Chris og hann verður ekki meira með liðinu. Við vinnum með honum að því að finna næsta skref á ferlinum. Chris er goðsögn hjá Clippers og með sögulega ferilskrá,“ sagði Lawrence Frank, stjórnandi hjá Clippers, í yfirlýsingu. „Ég vil að eitt sé alveg á hreinu. Það kennir enginn Chris um hve langt frá okkar besta við höfum verið. Ég tek ábyrgðina á stöðunni. Það eru margar ástæður fyrir okkar vandræðum. Við erum þakklát fyrir þau áhrif sem Chris hefur haft á félagið,“ sagði þar einnig. NBA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Sjá meira
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í vetur en í yfirlýsingu frá stjórnanda félagsins segir að Paul sé goðsögn í sögu þess og að enginn kenni honum um hvernig leiktíðin hafi gengið. „Var að frétta að ég verð sendur heim,“ skrifaði Paul á samfélagsmiðla í nótt og bætti við friðarmerki. Hann var á ferðalagi með Clippers sem spilar á útivelli gegn Atlanta Hawks í kvöld. Brotthvarf hans hefur skiljanlega vakið mikla athygli. Chris Paul, a future Hall of Famer I expected to be the first Clipper to get his jersey retired one day, getting sent home at this stage is one of the most astonishing things I’ve seen covering this league.— Marc J. Spears (@MarcJSpears) December 3, 2025 Clippers hafa tapað síðustu fimm leikjum sínum, átta af síðustu níu, og alls sextán af 21 leik. Liðið er næstneðst í vesturdeildinni sem var talið óhugsandi fyrir tímabilið. Í hópnum eru gæðaleikmenn sem vissulega eru aðeins farnir að eldast, eins og James Harden og Kawhi Leonard, en enginn bjóst við þessu hruni Clippers sem nú hefur ákveðið að losa sig við hinn fertuga Paul, eða CP3. Blake Griffin wanted to retire a Clipper. Seven months after signing a five-year, $171 million deal to stay in L.A., the Clippers traded him to Detroit.Chris Paul wanted to retire a Clipper. Five months after coming home, the Clippers released him in the middle of the night. pic.twitter.com/PciyObKLnP— Arash Markazi (@ArashMarkazi) December 3, 2025 Hann er á sinni 21. leiktíð í NBA en hefur gefið sterklega til kynna að þetta sé sú síðasta. Hann hefur tólf sinnum spilað stjörnuleikinn, tvisvar unið gull á Ólympíuleikum, og fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið NBA. Þá er hann næstefstur á lista yfir flestar stoðsendingar frá upphafi í deildinni, með 12.552, og sá fyrsti sem nær að bæði skora 20.000 stig og gefa 10.000 stoðsendingar. Segir vandræðin ekki Paul að kenna Hann lét ljós sitt skína með Clippers á árunum 2011-2017 en hafði svo verið hjá fimm öðrum félögum áður en hann kom aftur til Clippers síðasta sumar. „Nú skilja leiðir hjá okkur og Chris og hann verður ekki meira með liðinu. Við vinnum með honum að því að finna næsta skref á ferlinum. Chris er goðsögn hjá Clippers og með sögulega ferilskrá,“ sagði Lawrence Frank, stjórnandi hjá Clippers, í yfirlýsingu. „Ég vil að eitt sé alveg á hreinu. Það kennir enginn Chris um hve langt frá okkar besta við höfum verið. Ég tek ábyrgðina á stöðunni. Það eru margar ástæður fyrir okkar vandræðum. Við erum þakklát fyrir þau áhrif sem Chris hefur haft á félagið,“ sagði þar einnig.
NBA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum