Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 23:30 Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Vísir/tómas Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir. Töluvert hefur borið á því að myndskeið af börnum að beita önnur börn ofbeldi rati inn á samfélagsmiðla og fari þar í dreifingu. Iðulega er um að ræða fjölda gerenda gegn einum eða fáum þolendum, en dæmi eru um að þolendur séu allt niður í tíu ára gamlir. Oft á tíðum sé um sömu gerendur að ræða sem finni sífellt ný fórnarlömb. Upptaka sé líka ofbeldi Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Umrætt myndefni var birt á Instagram-aðgangi sem er nú með um 1.900 fylgjendur og má búast við að aðrir slíkir spretti upp þegar honum verður lokað. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá þá einhverja vitneskju. Kannski að minna á það, að deila upptökum, að skilja eftir athugasemd og að líka við færslu er þátttaka. Að taka upp er líka þátttaka að ofbeldi og nú er komið dómafordæmi fyrir því til dæmis.“ Sömu aðilar gjarnan á bak við síðurnar Bæði séu til dæmi um það að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál en einnig að slagsmál brjótist út fyrir tilviljun sem séu síðan tekin upp. Lögreglan hvetur fólk til að tilkynna ef það verður vart við slíkt myndefni. „Það er til dæmis hnappur inn á logreglan.is, ég vil tilkynna brot, og velja, ofbeldismyndband ungmenna. Það er mikilvægt að tilkynna til okkar svo við getum gert eitthvað í því. Hvort sem að þú veist að það er myndband af þér í dreifingu eða barninu þínu eða þú bara sérð það á veggnum þínum. Þá skal tilkynna það til okkar svo við getum tekið það niður.“ Lögregluna grunar að sömu aðilar séu gjarnan á bak við síðurnar, enda beri þær oft sambærileg nöfn. Foreldrar eru hvattir til að vera vakandi fyrir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá það einhverja vitneskju.“ Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Töluvert hefur borið á því að myndskeið af börnum að beita önnur börn ofbeldi rati inn á samfélagsmiðla og fari þar í dreifingu. Iðulega er um að ræða fjölda gerenda gegn einum eða fáum þolendum, en dæmi eru um að þolendur séu allt niður í tíu ára gamlir. Oft á tíðum sé um sömu gerendur að ræða sem finni sífellt ný fórnarlömb. Upptaka sé líka ofbeldi Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Umrætt myndefni var birt á Instagram-aðgangi sem er nú með um 1.900 fylgjendur og má búast við að aðrir slíkir spretti upp þegar honum verður lokað. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá þá einhverja vitneskju. Kannski að minna á það, að deila upptökum, að skilja eftir athugasemd og að líka við færslu er þátttaka. Að taka upp er líka þátttaka að ofbeldi og nú er komið dómafordæmi fyrir því til dæmis.“ Sömu aðilar gjarnan á bak við síðurnar Bæði séu til dæmi um það að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál en einnig að slagsmál brjótist út fyrir tilviljun sem séu síðan tekin upp. Lögreglan hvetur fólk til að tilkynna ef það verður vart við slíkt myndefni. „Það er til dæmis hnappur inn á logreglan.is, ég vil tilkynna brot, og velja, ofbeldismyndband ungmenna. Það er mikilvægt að tilkynna til okkar svo við getum gert eitthvað í því. Hvort sem að þú veist að það er myndband af þér í dreifingu eða barninu þínu eða þú bara sérð það á veggnum þínum. Þá skal tilkynna það til okkar svo við getum tekið það niður.“ Lögregluna grunar að sömu aðilar séu gjarnan á bak við síðurnar, enda beri þær oft sambærileg nöfn. Foreldrar eru hvattir til að vera vakandi fyrir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá það einhverja vitneskju.“
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent