Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Árni Sæberg skrifar 31. mars 2025 15:01 Viðreisn í borginni vill ekki sjá einkaþotur sem þessa á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. Í færslu á Facebook, undir yfirskriftinni Viðreisn dvelur ekki í draumapólitík, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, að einnig verði lagt til að viðræður verði hafnar á ný um að staðið verði við ákvæði samnings síðan 23. október 2013 undirrituðum af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra, þar sem segi meðal annars að innanríkisráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Markmiðið með tillögunni sé að skapa sátt um áætlunar- , sjúkraflug og landhelgisgæslu næstu tuttugu árin á Reykjavíkurflugvelli og tryggja þá umgjörð sem þarf, en um leið að draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni flugvallarins. Ljóst að völlurinn fari ekkert næstu tuttugu árin Það sé stefna Viðreisnar að innanlandsflugi verði í framtíðinni fundin annar staður. „Það er hinsvegar ljóst að það verður ekki gert á næstunni miðað við jarðhræringar á Suðurnesjum. Ekki verður byggður flugvöllur í Hvassahrauni í bráð og ekki hefur verið fundið nýtt svæði fyrir innanlandsflug.“ Þórdís Lóa mun leggja tillöguna fram á borgarstjórnarfundi á morgun. Þessi mynd er síðan í fyrra, þegar hún var forseti borgarstjórnar en hún er nú í minnihlutanum.Vísir/Anton Brink Draga verði þá ályktun að sjúkra- og áætlunarflug muni verða á Reykjavíkurflugvelli næstu tuttugu árin og mikilvægt að tryggja því þá umgjörð sem þarf. „Við verðum að vera raunhæf og dvelja ekki í einhverri draumapólitík.“ Einkaþoturnar geti verið á Suðurlandi Með því að færa einkaþotur, þyrluflug ásamt einka og kennsluflugi megi draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni eins og hægt er og tryggja þannig meiri sátt um komandi ár. Ljóst sé að mikil óánægja er meðal íbúa í nærumhverfinu með að einkaþotur lendi og hafi aðsetur á Reykjavíkurflugvelli ásamt því að mikið ónæði sé af almennu þyrluflugi og einka- og kennsluflugi. Viðreisn leggi áherslu á að tryggja umgjörð og sátt fyrir áætlunar-, sjúkraflug og landhelgisgæslu en auðvelt ætti að vera að finna öðru flugi nýjan stað. Dæmi um það gæti verið Keflavíkurflugvöllur, gamli Keflavíkurvöllur eða á Suðurlandi. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Samgöngur Tengdar fréttir Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli. 12. febrúar 2025 22:56 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Í færslu á Facebook, undir yfirskriftinni Viðreisn dvelur ekki í draumapólitík, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, að einnig verði lagt til að viðræður verði hafnar á ný um að staðið verði við ákvæði samnings síðan 23. október 2013 undirrituðum af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra, þar sem segi meðal annars að innanríkisráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Markmiðið með tillögunni sé að skapa sátt um áætlunar- , sjúkraflug og landhelgisgæslu næstu tuttugu árin á Reykjavíkurflugvelli og tryggja þá umgjörð sem þarf, en um leið að draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni flugvallarins. Ljóst að völlurinn fari ekkert næstu tuttugu árin Það sé stefna Viðreisnar að innanlandsflugi verði í framtíðinni fundin annar staður. „Það er hinsvegar ljóst að það verður ekki gert á næstunni miðað við jarðhræringar á Suðurnesjum. Ekki verður byggður flugvöllur í Hvassahrauni í bráð og ekki hefur verið fundið nýtt svæði fyrir innanlandsflug.“ Þórdís Lóa mun leggja tillöguna fram á borgarstjórnarfundi á morgun. Þessi mynd er síðan í fyrra, þegar hún var forseti borgarstjórnar en hún er nú í minnihlutanum.Vísir/Anton Brink Draga verði þá ályktun að sjúkra- og áætlunarflug muni verða á Reykjavíkurflugvelli næstu tuttugu árin og mikilvægt að tryggja því þá umgjörð sem þarf. „Við verðum að vera raunhæf og dvelja ekki í einhverri draumapólitík.“ Einkaþoturnar geti verið á Suðurlandi Með því að færa einkaþotur, þyrluflug ásamt einka og kennsluflugi megi draga úr mengun, slysahættu og ónæði fyrir íbúa í nágrenni eins og hægt er og tryggja þannig meiri sátt um komandi ár. Ljóst sé að mikil óánægja er meðal íbúa í nærumhverfinu með að einkaþotur lendi og hafi aðsetur á Reykjavíkurflugvelli ásamt því að mikið ónæði sé af almennu þyrluflugi og einka- og kennsluflugi. Viðreisn leggi áherslu á að tryggja umgjörð og sátt fyrir áætlunar-, sjúkraflug og landhelgisgæslu en auðvelt ætti að vera að finna öðru flugi nýjan stað. Dæmi um það gæti verið Keflavíkurflugvöllur, gamli Keflavíkurvöllur eða á Suðurlandi.
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Samgöngur Tengdar fréttir Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli. 12. febrúar 2025 22:56 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli. 12. febrúar 2025 22:56
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21