Segir ÍR að slökkva á skiltinu Árni Sæberg skrifar 31. mars 2025 11:49 Auglýsingaskiltiið hefur staðið lengi á sínum stað og aflað ÍR mikilvægra tekna. Vísir/Anton Brink Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur krafist þess að Íþróttafélags Reykjavíkur slökkvi á ljósaskilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Breiðholti. Í kæru sinni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir ÍR að skiltið sé mikilvæg tekjulind fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Í kæru ÍR segir að félagið fari fram á að ákvörðun byggingarfulltrúa um að félagið skuli slökkva á LED-skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga verði felld úr gildi. Skiltið hafi staðið þarna árum saman, hafi fyrst verið flettiskilti en síðar uppfært í nútímatækni, það er gert stafrænt og félagið telji að það sé heimild fyrir því í samþykktum Reykjavíkurborgar um skilti frá maí 2020. Borgin hefði nefnt heimildarskort fyrr væri hann til staðar „Ef væri ekki heimild fyrir skiltinu væri borgin búin að nefna það í fyrri samskiptum. Í framhaldi af samkomulagi ÍR og borgarinnar frá maí 2016 ætlar borgin að finna skiltinu nýjan stað þar sem trjágróður á núverandi stað er að skerða sýnleika skiltisins og þar með virðið, en auglýsingatekjur af skiltinu er mikilvæg tekjulind fyrir barna- og unglingastarf félagsins.“ Skiltið stendur við gatnamót Breiðholtsbrautar og Seljaskóga.Vísir/Anton Brink Síðla árs 2023 hafi félagið fylgt þessu samkomulagi eftir og óskað eftir að skoðaðar yrðu leiðir til að auka sýnileika skiltisins og í bréfi dagsettu 18. janúar 2024 frá skipulagsfulltrúa komi fram að þegar sé heimild fyrir þessu skilti í deiliskipulagi og hvergi nefnt að neitt leyfi vantaði fyrir skiltinu á núverandi stað. Skipti mjög miklu máli Niðurstaðan hafi verið að ekki væru gerðar skipulagslegar athugasemdir við að ÍR léti vinna að breytingu á deiliskipulagi til að heimila færslu á því innan lóðar. Hvergi hafi komið fram athugasemdir við skiltið og núverandi staðsetningu. Í ljósi ofangreindra upplýsinga óski ÍR eftir að byggingarfulltrúi endurskoði þá ákvörðun sína að slökkva þurfi á skiltinu. Loks segir í kafla kærunnar um hagsmuni kæranda að ákvörðun byggingarfulltrúa hafi mjög mikil áhrif á hagsmuni félagsins. Ef slökkt yrði á skiltinu töpuðust leikutekjur, sem skipti félagið miklu máli fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Skipulag Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík ÍR Tengdar fréttir Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03 Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Í kæru ÍR segir að félagið fari fram á að ákvörðun byggingarfulltrúa um að félagið skuli slökkva á LED-skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga verði felld úr gildi. Skiltið hafi staðið þarna árum saman, hafi fyrst verið flettiskilti en síðar uppfært í nútímatækni, það er gert stafrænt og félagið telji að það sé heimild fyrir því í samþykktum Reykjavíkurborgar um skilti frá maí 2020. Borgin hefði nefnt heimildarskort fyrr væri hann til staðar „Ef væri ekki heimild fyrir skiltinu væri borgin búin að nefna það í fyrri samskiptum. Í framhaldi af samkomulagi ÍR og borgarinnar frá maí 2016 ætlar borgin að finna skiltinu nýjan stað þar sem trjágróður á núverandi stað er að skerða sýnleika skiltisins og þar með virðið, en auglýsingatekjur af skiltinu er mikilvæg tekjulind fyrir barna- og unglingastarf félagsins.“ Skiltið stendur við gatnamót Breiðholtsbrautar og Seljaskóga.Vísir/Anton Brink Síðla árs 2023 hafi félagið fylgt þessu samkomulagi eftir og óskað eftir að skoðaðar yrðu leiðir til að auka sýnileika skiltisins og í bréfi dagsettu 18. janúar 2024 frá skipulagsfulltrúa komi fram að þegar sé heimild fyrir þessu skilti í deiliskipulagi og hvergi nefnt að neitt leyfi vantaði fyrir skiltinu á núverandi stað. Skipti mjög miklu máli Niðurstaðan hafi verið að ekki væru gerðar skipulagslegar athugasemdir við að ÍR léti vinna að breytingu á deiliskipulagi til að heimila færslu á því innan lóðar. Hvergi hafi komið fram athugasemdir við skiltið og núverandi staðsetningu. Í ljósi ofangreindra upplýsinga óski ÍR eftir að byggingarfulltrúi endurskoði þá ákvörðun sína að slökkva þurfi á skiltinu. Loks segir í kafla kærunnar um hagsmuni kæranda að ákvörðun byggingarfulltrúa hafi mjög mikil áhrif á hagsmuni félagsins. Ef slökkt yrði á skiltinu töpuðust leikutekjur, sem skipti félagið miklu máli fyrir barna- og unglingastarf félagsins.
Skipulag Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík ÍR Tengdar fréttir Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03 Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03
Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20