Trump „mjög reiður“ út í Pútín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. mars 2025 23:12 Myndin sýnir fund forsetanna tveggja í Hamborg árið 2017. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum. „Ef að Rússland og ég getum ekki náð samkomulagi um að stöðva blóðsúthellingar í Úkraínu, og ef ég held að það sé Rússum að kenna, það þarf ekki að vera, þá ætla ég ætla setja fleiri tollgjöld á alla olíu sem kemur frá Rússland,“ sagði Trump í viðtali NBC sem breska ríkisútvarpið fjallar um. Trump hótaði að setja 50 prósent tollgjöld á olíu frá Rússlandi. Þá var hann óánægður með að Pútín hafi ráðist á trúverðugleika Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Það má segja að ég hafi verið mjög reiður þegar Pútín byrjaði að setja út á trúverðugleika Selenskí,“ sagði Trump. Stefna Trumps virðist vera breytast þar sem hann hefur áður sett mikið út á Selenskí, til að mynda þegar Selenskí heimsótti Hvíta húsið í lok febrúar. Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússa hafa fundað í Sádí Arabíu um friðarsamkomulag á milli Rússa og Úkraínumanna. Fyrr í vikunni sammæltust þeir um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og Rússlandi verði hætt. Í staðinn ætli Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning. Trump hótaði að ef Rússar myndu ekki fylgja vopnahléinu eftir myndi hann setja fleiri tolla á rússneskar vörur sem seldar eru í Bandaríkjunum. Hann hótar einnig aukatollum, sem leggjast á vörur frá löndum sem kaupa enn olíu frá Rússlandi. Það eru helst Kína og Indland. Opinn fyrir þriðja kjörtímabilinu Í sama viðtalinu sagðist Trump ekki útiloka að hann myndi sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu sem forseti. Lög í Bandaríkjunum kveða á um að forseti megi einungis sinna embættinu í samtals tvö kjörtímabil. „Mjög margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump. „En ég meina, ég segi þeim að við eigum langt í land.“ Donald Trump Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
„Ef að Rússland og ég getum ekki náð samkomulagi um að stöðva blóðsúthellingar í Úkraínu, og ef ég held að það sé Rússum að kenna, það þarf ekki að vera, þá ætla ég ætla setja fleiri tollgjöld á alla olíu sem kemur frá Rússland,“ sagði Trump í viðtali NBC sem breska ríkisútvarpið fjallar um. Trump hótaði að setja 50 prósent tollgjöld á olíu frá Rússlandi. Þá var hann óánægður með að Pútín hafi ráðist á trúverðugleika Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Það má segja að ég hafi verið mjög reiður þegar Pútín byrjaði að setja út á trúverðugleika Selenskí,“ sagði Trump. Stefna Trumps virðist vera breytast þar sem hann hefur áður sett mikið út á Selenskí, til að mynda þegar Selenskí heimsótti Hvíta húsið í lok febrúar. Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússa hafa fundað í Sádí Arabíu um friðarsamkomulag á milli Rússa og Úkraínumanna. Fyrr í vikunni sammæltust þeir um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og Rússlandi verði hætt. Í staðinn ætli Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning. Trump hótaði að ef Rússar myndu ekki fylgja vopnahléinu eftir myndi hann setja fleiri tolla á rússneskar vörur sem seldar eru í Bandaríkjunum. Hann hótar einnig aukatollum, sem leggjast á vörur frá löndum sem kaupa enn olíu frá Rússlandi. Það eru helst Kína og Indland. Opinn fyrir þriðja kjörtímabilinu Í sama viðtalinu sagðist Trump ekki útiloka að hann myndi sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu sem forseti. Lög í Bandaríkjunum kveða á um að forseti megi einungis sinna embættinu í samtals tvö kjörtímabil. „Mjög margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump. „En ég meina, ég segi þeim að við eigum langt í land.“
Donald Trump Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira