„Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 30. mars 2025 19:47 Þórey Anna skoraði átta mörk og var markahæst í liði Vals Vísir/Jón Gautur „Vá þetta var geðveikt! Ég bara bjóst aldrei við þessu að við myndum bara taka þær með tíu á heimavelli,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður Vals, eftir glæsilegan tíu marka sigur á Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins. Úrslitin þýða að Valur er komið í úrslitaeinvígi um Evrópubikarinn, fyrst íslenskra kvennaliða. „Við fórum bara inn í þennan leik bara þú veist ein vörn í einu og ein sókn í einu. Við erum ekki eins mikið að pæla í þessum tveimur mörkum og svo myndum við bara taka stöðuna í hálfleik hvað við þyrftum að gera og ég meina það þurfti aldrei að pæla í því,“ sagði Þórey Anna og hló geðshræringarhlátri. „Maður er eiginlega ekki búin að melta þetta, en við náttúrulega eigum einn leik eftir í deildinni og ég held við verðum byrjaðar í úrslitakeppninni þegar fyrstu leikirnir eru [í úrslitum Evrópubikarsins], ég er bara ekki klár á því samt. Þannig að það eru í rauninni bara úrslitaleikir eftir.“ Valur mun mæta spænska liðinu Conservas Orbe Zendal Bm Porrino í úrslitaeinvíginu. Dregið verður um hvort liðið byrji á heimavelli á þriðjudag. Aðspurð hverjar óskirnar séu varðandi það segir Þórey Anna að sjálfsögðu vilja byrja á útivelli. „Það er auðvitað að byrja úti og taka titilinn hérna heima, það væri náttúrulega algjör draumur, en við bara sjáum til hvernig það fer.“ Að lokum var Þórey Anna beðin um að lýsa þessu Valsliði sem hún er hluti af. „Þetta lið er náttúrulega bara frábært. Fyrir mína parta eru það forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði, hluti af þessum klúbbi hérna. Ég meina það er allt hérna upp á tíu. Við erum búnar að vera saman, þetta lið, í fjögur fimm ár og við erum bara að uppskera mjög vel. Það er ótrúlega vel haldið utan um okkur. Stjórnin á bara, vá! Hún á svo stórt hrós skilið, hún er með allt upp á tíu. Þetta er geggjað lið.“ Handbolti EHF-bikarinn Valur Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Úrslitin þýða að Valur er komið í úrslitaeinvígi um Evrópubikarinn, fyrst íslenskra kvennaliða. „Við fórum bara inn í þennan leik bara þú veist ein vörn í einu og ein sókn í einu. Við erum ekki eins mikið að pæla í þessum tveimur mörkum og svo myndum við bara taka stöðuna í hálfleik hvað við þyrftum að gera og ég meina það þurfti aldrei að pæla í því,“ sagði Þórey Anna og hló geðshræringarhlátri. „Maður er eiginlega ekki búin að melta þetta, en við náttúrulega eigum einn leik eftir í deildinni og ég held við verðum byrjaðar í úrslitakeppninni þegar fyrstu leikirnir eru [í úrslitum Evrópubikarsins], ég er bara ekki klár á því samt. Þannig að það eru í rauninni bara úrslitaleikir eftir.“ Valur mun mæta spænska liðinu Conservas Orbe Zendal Bm Porrino í úrslitaeinvíginu. Dregið verður um hvort liðið byrji á heimavelli á þriðjudag. Aðspurð hverjar óskirnar séu varðandi það segir Þórey Anna að sjálfsögðu vilja byrja á útivelli. „Það er auðvitað að byrja úti og taka titilinn hérna heima, það væri náttúrulega algjör draumur, en við bara sjáum til hvernig það fer.“ Að lokum var Þórey Anna beðin um að lýsa þessu Valsliði sem hún er hluti af. „Þetta lið er náttúrulega bara frábært. Fyrir mína parta eru það forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði, hluti af þessum klúbbi hérna. Ég meina það er allt hérna upp á tíu. Við erum búnar að vera saman, þetta lið, í fjögur fimm ár og við erum bara að uppskera mjög vel. Það er ótrúlega vel haldið utan um okkur. Stjórnin á bara, vá! Hún á svo stórt hrós skilið, hún er með allt upp á tíu. Þetta er geggjað lið.“
Handbolti EHF-bikarinn Valur Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira