Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. mars 2025 08:30 Hægriflokkurinn í Noregi hefur haft þá stefnu áratugum saman að Norðmenn ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta er alþekkt á meðal þeirra sem fylgst hafa að einhverju marki með norskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Fyrir vikið var nokkuð sérstakt að Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, skyldi lýsa því yfir á Alþingi í vikunni að áherzla flokksins á inngöngu í sambandið fæli í sér stefnubreytingu af hans hálfu. Sú er enda engan veginn raunin. Mjög langur vegur er enda frá því að Norðmenn séu á leið í Evrópusambandið. Niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því á fyrri hluta ársins 2005, eða bráðum undanfarna tvo áratugi, hafa sýnt afgerandi fleiri andvíga inngöngu í sambandið en hlynnta. Meira að segja meirihluti kjósenda Hægriflokksins hafa verið andvígir því að ganga þar inn samkvæmt könnunum. Þá er meirihluti norska Stórþingsins andvígur inngöngu. Til að mynda ríkisstjórn þarf Hægriflokkurinn að vinna með flokkum sem taka ekki inngöngu í Evrópusambandið í mál. Meira að segja Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar og þingmaður flokksins, hefur sagt í fjölmiðlum að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í sambandið á næsta kjörtímabili eins og Grímur hélt fram. En líklega veit hann þá eitthvað meira um það en sjálfur formaður norskra Evrópusambandssinna. Hérlendir Evrópusambandssinnar hafa árum saman haldið því fram að Norðmenn væru á leiðinni í Evrópusambandið. Gjarnan á hraðleið þangað. Fyrir vikið yrðum við Íslendingar að hafa hraðan á til þess að verða fyrri til. Norskir Evrópusambandssinnar hafa á sama tíma tjáð Norðmönnum að við Íslendingar værum á leið í sambandið og því yrðu þeir að drífa sig til þess að verða á undan okkur. Hvorugt hefur hins vegar verið eða er sannleikanum samkvæmt. Kæmi annars svo ólíklega til þess að Norðmenn gengju í Evrópusambandið yrði EES-samningnum ekki ósennilega skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Samning sem ólíkt EES-samningnum fæli ekki í sér einhliða upptöku á íþyngjandi regluverki frá sambandinu og vaxandi framsal valds yfir okkar málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hægriflokkurinn í Noregi hefur haft þá stefnu áratugum saman að Norðmenn ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta er alþekkt á meðal þeirra sem fylgst hafa að einhverju marki með norskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Fyrir vikið var nokkuð sérstakt að Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, skyldi lýsa því yfir á Alþingi í vikunni að áherzla flokksins á inngöngu í sambandið fæli í sér stefnubreytingu af hans hálfu. Sú er enda engan veginn raunin. Mjög langur vegur er enda frá því að Norðmenn séu á leið í Evrópusambandið. Niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því á fyrri hluta ársins 2005, eða bráðum undanfarna tvo áratugi, hafa sýnt afgerandi fleiri andvíga inngöngu í sambandið en hlynnta. Meira að segja meirihluti kjósenda Hægriflokksins hafa verið andvígir því að ganga þar inn samkvæmt könnunum. Þá er meirihluti norska Stórþingsins andvígur inngöngu. Til að mynda ríkisstjórn þarf Hægriflokkurinn að vinna með flokkum sem taka ekki inngöngu í Evrópusambandið í mál. Meira að segja Heidi Nordby Lunde, leiðtoga norsku Evrópuhreyfingarinnar og þingmaður flokksins, hefur sagt í fjölmiðlum að hún teldi ekki að Norðmenn myndu kjósa um inngöngu í sambandið á næsta kjörtímabili eins og Grímur hélt fram. En líklega veit hann þá eitthvað meira um það en sjálfur formaður norskra Evrópusambandssinna. Hérlendir Evrópusambandssinnar hafa árum saman haldið því fram að Norðmenn væru á leiðinni í Evrópusambandið. Gjarnan á hraðleið þangað. Fyrir vikið yrðum við Íslendingar að hafa hraðan á til þess að verða fyrri til. Norskir Evrópusambandssinnar hafa á sama tíma tjáð Norðmönnum að við Íslendingar værum á leið í sambandið og því yrðu þeir að drífa sig til þess að verða á undan okkur. Hvorugt hefur hins vegar verið eða er sannleikanum samkvæmt. Kæmi annars svo ólíklega til þess að Norðmenn gengju í Evrópusambandið yrði EES-samningnum ekki ósennilega skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina. Samning sem ólíkt EES-samningnum fæli ekki í sér einhliða upptöku á íþyngjandi regluverki frá sambandinu og vaxandi framsal valds yfir okkar málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun