Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 23:00 Mark Carney,forsætisráðherra Kanada. AP/Adrian Wyld Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. „Á komandi vikum, mánuðum og árum, verðum við að umturna hagkerfi okkar,“ sagði Carney. „Gamla sambandið sem við höfðum við Bandaríkin, sem byggði á samtvinnun hagkerfa og öryggis- og hernaðarsamvinnu er búið.“ Þá hét Carney því ríkisstjórn hans myndi berjast gegn tollum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gegn Kanada en vildi ekki segja hvernig. Hann vildi fyrst sjá hvað Trump ætlaði að gera í næstu viku og var hann þar að tala um væntanlegan 25 prósenta toll Trumps á bíla og bílaparta sem hann hyggst setja á í næstu viku, eða 2. apríl. Carney: "The old relationship we had with the United States based on deepening integration of our economies and tight security and military cooperation is over." pic.twitter.com/LKYkpO8JD0— Aaron Rupar (@atrupar) March 27, 2025 Carney sagðist einnig, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada, ætla að ræða bráðum við Trump í síma. Það símtal á að eiga sér stað á næstu dögum. Kanadíski miðillinn Global News hefur eftir Carney að hann ætli sér að gera Trump grein fyrir því að hagsmunum ríkjanna tveggja sé best náð með samvinnu og að Bandaríkin eigi að virða fullveldi Kanada. Hér að neðan má sjá frétt CBC um ræðu Carney. Bílar framleiddir í þremur löndum Bílaframleiðsla í Norður-Ameríku er mjög samofin hagkerfum Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Hver bíll sem tæknilega séð er framleiddur í Bandaríkjunum heimsækir öll löndin þrjú áður en er settur saman. Í Kanada byggja hundruð þúsunda starfa á þessum iðnaði. Þegar kemur að útflutningi frá Kanada til Bandaríkjanna er í olía í efsta sæti en bílapartar í öðru. Trump hefur ítrekað talað um að Kanada eigi að verða hluti af Bandaríkjunum og hefur talað um að þvinga Kanadamenn til að gefa frá sér fullveldið með efnahagslegum þrýstingi. Hagsmunasamtök í Kanada hafa varað við því að tollarnir sem taka eiga gildi í næstu viku muni strax hafa mikil og alvarleg áhrif á hagkerfi Kanada en þeir eru til viðbótar á almennan 25 prósenta toll á innflutning frá Kanada til Bandaríkjanna. Boðaði strax til kosninga Fljótt eftir að Carney tók við leiðtogasæti Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau þann 9. mars og við embætti forsætisráðherra í kjölfarið boðaði hann til kosninga, sem munu farar fram þann 28. apríl. Verulega hafði hallað á Frjálslyndaflokkinn á undanförnum mánuðum en honum hefur vaxið ásmegin í könnunum eftir að Trump tók við embætti í Bandaríkjunum og hóf herferð sína gegn Kanada. Carney vonast eftir sterkara umboð í kosningunum í næsta mánuði. Hann heitir því að sigri Frjálslyndi flokkurinn muni hann fella úr gildi allar takmarkanir á viðskiptum milli fylkja Kanada og auka innlenda fjárfestingu. „Ég hafna öllum tilraunum til að veikja Kanada, til að draga úr okkur móðinn, til að brjóta okkur niður svo Bandaríkin geti átt okkur. Það mun aldrei gerast.“ Carney sagði að Kanadamenn myndu berjast gegn þessum tollum, þeir myndu verja sitt og byggja upp Kanada. Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
„Á komandi vikum, mánuðum og árum, verðum við að umturna hagkerfi okkar,“ sagði Carney. „Gamla sambandið sem við höfðum við Bandaríkin, sem byggði á samtvinnun hagkerfa og öryggis- og hernaðarsamvinnu er búið.“ Þá hét Carney því ríkisstjórn hans myndi berjast gegn tollum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gegn Kanada en vildi ekki segja hvernig. Hann vildi fyrst sjá hvað Trump ætlaði að gera í næstu viku og var hann þar að tala um væntanlegan 25 prósenta toll Trumps á bíla og bílaparta sem hann hyggst setja á í næstu viku, eða 2. apríl. Carney: "The old relationship we had with the United States based on deepening integration of our economies and tight security and military cooperation is over." pic.twitter.com/LKYkpO8JD0— Aaron Rupar (@atrupar) March 27, 2025 Carney sagðist einnig, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada, ætla að ræða bráðum við Trump í síma. Það símtal á að eiga sér stað á næstu dögum. Kanadíski miðillinn Global News hefur eftir Carney að hann ætli sér að gera Trump grein fyrir því að hagsmunum ríkjanna tveggja sé best náð með samvinnu og að Bandaríkin eigi að virða fullveldi Kanada. Hér að neðan má sjá frétt CBC um ræðu Carney. Bílar framleiddir í þremur löndum Bílaframleiðsla í Norður-Ameríku er mjög samofin hagkerfum Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Hver bíll sem tæknilega séð er framleiddur í Bandaríkjunum heimsækir öll löndin þrjú áður en er settur saman. Í Kanada byggja hundruð þúsunda starfa á þessum iðnaði. Þegar kemur að útflutningi frá Kanada til Bandaríkjanna er í olía í efsta sæti en bílapartar í öðru. Trump hefur ítrekað talað um að Kanada eigi að verða hluti af Bandaríkjunum og hefur talað um að þvinga Kanadamenn til að gefa frá sér fullveldið með efnahagslegum þrýstingi. Hagsmunasamtök í Kanada hafa varað við því að tollarnir sem taka eiga gildi í næstu viku muni strax hafa mikil og alvarleg áhrif á hagkerfi Kanada en þeir eru til viðbótar á almennan 25 prósenta toll á innflutning frá Kanada til Bandaríkjanna. Boðaði strax til kosninga Fljótt eftir að Carney tók við leiðtogasæti Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau þann 9. mars og við embætti forsætisráðherra í kjölfarið boðaði hann til kosninga, sem munu farar fram þann 28. apríl. Verulega hafði hallað á Frjálslyndaflokkinn á undanförnum mánuðum en honum hefur vaxið ásmegin í könnunum eftir að Trump tók við embætti í Bandaríkjunum og hóf herferð sína gegn Kanada. Carney vonast eftir sterkara umboð í kosningunum í næsta mánuði. Hann heitir því að sigri Frjálslyndi flokkurinn muni hann fella úr gildi allar takmarkanir á viðskiptum milli fylkja Kanada og auka innlenda fjárfestingu. „Ég hafna öllum tilraunum til að veikja Kanada, til að draga úr okkur móðinn, til að brjóta okkur niður svo Bandaríkin geti átt okkur. Það mun aldrei gerast.“ Carney sagði að Kanadamenn myndu berjast gegn þessum tollum, þeir myndu verja sitt og byggja upp Kanada.
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira