Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2025 16:05 Seljaskóli er fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára í efra Breiðholti. vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til við Seljaskóla í Reykjavík eftir hádegið vegna barna sem mættu óboðin á skólalóðina og höfðu í hótunum við ellefu til þrettán ára gömul börn á miðstigi skólans. Töldu einhverjir nemendur móta fyrir hníf í buxnastreng óboðnu gestanna. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jóhanna Héðinsdóttir skólastjóri sendi á foreldra og forráðamenn. Þrjú ungmenni úr öðrum grunnskóla hafi mætt á skólalóðina fyrir hádegi. Þau hafi strax verið beðin um að yfirgefa svæðið „Starfsfólk og skólastjóri hafði af þeim afskipti og vísaði þeim í burtu. - Líkt og við gerum alltaf. Enginn óviðkomandi á að vera hér í eða við skólann á skólatíma,“ segir í tölvupósti Jóhönnu. Hótanir um ofbeldi Stuttu síðar hafi orðið uppnám í hádegisfrímínútum þar sem margir nemendur á miðstigi komu úr frímínútum og sögðu þessi ungmenni hafa haft uppi hótanir við þau um ofbeldi úti á skólalóð. „Einhverjir nemendur uppástóðu að eitt ungmennið hafi verið með hníf. En enginn gat almennilega staðfest það og síðar í samtölum var það raunar svo að nemendur voru bara vissir um að slíkt væri, eða héldu að þeir hefðu séð móta fyrir hníf í buxnastreng.“ Jóhanna segist strax hafa hringt í lögreglu. Fulltrúar hennar hafi mætt á svæðið, tekið niður upplýsingar og ætlað að svipast um í hverfinu. Á þessum tímapunkti hafi óboðnu ungmennin verið farin á brott. Ræddi við skólastjórann í hinum skólanum Þá segist Jóhanna hafa sett sig í samband við skólastjóra í þeim grunnskóla sem talið er að óboðnu ungmennin gangi í. „Það varð töluvert uppnám hjá nemendum við þetta atvik, sem við skiljum. Einhverjir nemendur urðu alls ekki varir við neitt,“ segir Jóhanna. Mikilvægt sé að halda foreldrum upplýst um atvik dagsins. Lögreglumál Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jóhanna Héðinsdóttir skólastjóri sendi á foreldra og forráðamenn. Þrjú ungmenni úr öðrum grunnskóla hafi mætt á skólalóðina fyrir hádegi. Þau hafi strax verið beðin um að yfirgefa svæðið „Starfsfólk og skólastjóri hafði af þeim afskipti og vísaði þeim í burtu. - Líkt og við gerum alltaf. Enginn óviðkomandi á að vera hér í eða við skólann á skólatíma,“ segir í tölvupósti Jóhönnu. Hótanir um ofbeldi Stuttu síðar hafi orðið uppnám í hádegisfrímínútum þar sem margir nemendur á miðstigi komu úr frímínútum og sögðu þessi ungmenni hafa haft uppi hótanir við þau um ofbeldi úti á skólalóð. „Einhverjir nemendur uppástóðu að eitt ungmennið hafi verið með hníf. En enginn gat almennilega staðfest það og síðar í samtölum var það raunar svo að nemendur voru bara vissir um að slíkt væri, eða héldu að þeir hefðu séð móta fyrir hníf í buxnastreng.“ Jóhanna segist strax hafa hringt í lögreglu. Fulltrúar hennar hafi mætt á svæðið, tekið niður upplýsingar og ætlað að svipast um í hverfinu. Á þessum tímapunkti hafi óboðnu ungmennin verið farin á brott. Ræddi við skólastjórann í hinum skólanum Þá segist Jóhanna hafa sett sig í samband við skólastjóra í þeim grunnskóla sem talið er að óboðnu ungmennin gangi í. „Það varð töluvert uppnám hjá nemendum við þetta atvik, sem við skiljum. Einhverjir nemendur urðu alls ekki varir við neitt,“ segir Jóhanna. Mikilvægt sé að halda foreldrum upplýst um atvik dagsins.
Lögreglumál Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira