Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 14:15 Vinstra megin sést mynd Hubble-sjónaukans af Neptúnusi þar sem búið er að ýkja liti lofthjúpsins. Hægra megin er búið að bæta gögnum frá Webb-sjónaukanum við mynd Hubble. Segulljósin sjást sem blágrænir blettir. Hvítu blettirnir eru ský ofarlega í lofthjúpnum. NASA, ESA, CSA, STScI, Heidi Hammel (AURA), Henrik Melin (Northu Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða. Segulljós, sem nefnast norðurljós á norðurhveli jarðar, eru vel þekkt á hinum gasrisunum í sólkerfinu: Júpíter, Satúrnusi og Úranusi. Erfitt hefur hins vegar reynst að ná myndum og staðfesta að segulljós myndist á Neptúnusi, ystu reikistjörnunni í sólkerfinu. James Webb-geimsjónaukanum tókst að fanga segulljósin á myndum sem hann tók af Neptúnusi í júní 2023. Þau sjást sem blágrænar klessur á heiðbláum bakgrunni ísrisans, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar. Ólíkt jörðinni eru segulljósin á Neptúnusi ekki bundin við póla reikistjörnunnar og nágrenni þeirra. Þegar bandaríska geimfarið flaug fram hjá henni árið 1989 kom í ljós að segulskaut Neptúnusar hallast um 47 gráður miðað við snúningsás hans. Segulljósin dansa því um miðlægar breiddargráður á reikistjörnunni. Kuldinn talinn skýra hvers vegna segulljósin fundust svo seint Athuganir Webb gerðu stjörnufræðingum einnig kleift að mæla hitann í efstu lögum lofthjúpsins á Neptúnusi. Í ljós kom að hann hefur fallið um hundruð gráða frá því að Voyager 2 átti leið hjá fyrir 36 árum. Kólnunin er sögð skýra hvers vegna segulljós á Neptúnusi hafa reynst svo hverful. Meiri kuldi er talinn leiða til daufari segulljósa. Vísindamenn vilja nú nota Webb til þess að rannsaka Neptúnus í gegnum heila svonefnda sólarsveiflu. Virkni sólar gengur í gegnum ellefu ára sveiflur sem tengjast segulsviði hennar. Með þeim athugunum vonast þeir til þess að skilja betur uppruna segulsviðsins á Neptúnusi og mögulega hvers vegna það hallar svo mikið miðað við snúningsásinn. Segulljós myndast þegar hlaðnar agnir frá sólinni rekast á frum- og sameindir í lofthjúpi. Agnirnar ferðast í átt að segulskautunum sem eru nærri pólsvæðunum á jörðinni og því verða segulljós fyrst og fremst sýnileg á norðlægum og suðlægum slóðum. Norðurljós á jörðinni eru mun þekktari en suðurljósin, ekki vegna þess að þau fyrrnefndu séu virkari en þau síðarnefndu heldur vegna þess að mun auðveldara er að berja þau augum á norðurhveli en suðurhveli. Suðursegulskautið er þannig yfir Suður-Íshafinu en norðursegulskautið yfir norðanverðu Kanada. Mun meiri landmassi og mannfjöldi er á norðurslóðum en á suðurslóðum. Neptúnus Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tengdar fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. 3. október 2024 09:50 Nýjar ljósmyndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi. 26. desember 2023 19:43 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Segulljós, sem nefnast norðurljós á norðurhveli jarðar, eru vel þekkt á hinum gasrisunum í sólkerfinu: Júpíter, Satúrnusi og Úranusi. Erfitt hefur hins vegar reynst að ná myndum og staðfesta að segulljós myndist á Neptúnusi, ystu reikistjörnunni í sólkerfinu. James Webb-geimsjónaukanum tókst að fanga segulljósin á myndum sem hann tók af Neptúnusi í júní 2023. Þau sjást sem blágrænar klessur á heiðbláum bakgrunni ísrisans, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar. Ólíkt jörðinni eru segulljósin á Neptúnusi ekki bundin við póla reikistjörnunnar og nágrenni þeirra. Þegar bandaríska geimfarið flaug fram hjá henni árið 1989 kom í ljós að segulskaut Neptúnusar hallast um 47 gráður miðað við snúningsás hans. Segulljósin dansa því um miðlægar breiddargráður á reikistjörnunni. Kuldinn talinn skýra hvers vegna segulljósin fundust svo seint Athuganir Webb gerðu stjörnufræðingum einnig kleift að mæla hitann í efstu lögum lofthjúpsins á Neptúnusi. Í ljós kom að hann hefur fallið um hundruð gráða frá því að Voyager 2 átti leið hjá fyrir 36 árum. Kólnunin er sögð skýra hvers vegna segulljós á Neptúnusi hafa reynst svo hverful. Meiri kuldi er talinn leiða til daufari segulljósa. Vísindamenn vilja nú nota Webb til þess að rannsaka Neptúnus í gegnum heila svonefnda sólarsveiflu. Virkni sólar gengur í gegnum ellefu ára sveiflur sem tengjast segulsviði hennar. Með þeim athugunum vonast þeir til þess að skilja betur uppruna segulsviðsins á Neptúnusi og mögulega hvers vegna það hallar svo mikið miðað við snúningsásinn. Segulljós myndast þegar hlaðnar agnir frá sólinni rekast á frum- og sameindir í lofthjúpi. Agnirnar ferðast í átt að segulskautunum sem eru nærri pólsvæðunum á jörðinni og því verða segulljós fyrst og fremst sýnileg á norðlægum og suðlægum slóðum. Norðurljós á jörðinni eru mun þekktari en suðurljósin, ekki vegna þess að þau fyrrnefndu séu virkari en þau síðarnefndu heldur vegna þess að mun auðveldara er að berja þau augum á norðurhveli en suðurhveli. Suðursegulskautið er þannig yfir Suður-Íshafinu en norðursegulskautið yfir norðanverðu Kanada. Mun meiri landmassi og mannfjöldi er á norðurslóðum en á suðurslóðum.
Neptúnus Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tengdar fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. 3. október 2024 09:50 Nýjar ljósmyndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi. 26. desember 2023 19:43 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03
Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. 3. október 2024 09:50
Nýjar ljósmyndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi. 26. desember 2023 19:43