Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 18:48 Fyrstu sakborningar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald miðvikudaginn 12. mars. Vísir/Anton Brink Landsréttur stytti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Stefáni Blackburn og öðrum manni, en þeir eru báðir grunaðir um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Lögmaður annars þeirra segir lögreglu og dómstóla beita einangrunargæsluvarðhaldi af of mikilli léttúð. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú hvernig karlmanni á sjötugsaldri, búsetuum í Ölfusi, var ráðinn bani fyrir tveimur vikum. Tveimur konum, sem setið höfðu í gæsluvarðhaldi, var sleppt í gær. Eftir sitja fjórir karlar og ein kona í varðhaldi. Fór fram á styttingu Sævar Þór Jónsson er lögmaður 18 ára manns sem situr í einangrunarvarðhaldi. „Minn umbjóðandi var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. apríl. Ég kærði það til Landsréttar og gerði kröfu um að sá tími yrði styttur. Landsréttur féllst á að úrskurða hann í gæsluvarðhald til 2. apríl,“ segir Sævar Þór í samtali við fréttastofu. Úrskurðurinn var kveðinn upp síðastliðinn föstudag. Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna eins þeirra sem grunaður er um aðild að málinu.Vísir/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Stefáni Blackburn einnig styttur í Landsrétti, einnig um tvær vikur. Mikilvægt að lögregla vinni hratt Sævar segist ekki telja að fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir umbjóðanda hans hefði verið réttlætanlegt. „Rannsókn málsins er bara þess eðlis að það er kannski ekki hægt að segja hver aðild míns umbjóðanda er þannig að það réttlæti að hann sitji í gæsluvarðhaldi í þetta langan tíma. Þetta er líka mjög íþyngjandi fyrir aðila, þannig að það er mikilvægt að lögreglan hraði þessari rannsókn eins og kostur er.“ Lögregla og dómstólar beiti einangrun of glatt Sævar segir einangrun sérstaklega íþyngjandi í ljósi ungs aldurs umbjóðanda hans, sem er 18 ára. „Ég alltaf svolítið á móti því að það sé verið að beita þessu úrræði varðandi gæsluvarðhald, það er að segja einangrun. Þetta er ákveðið þvingunarúrræði að mínu mati, og það er mitt mat að þessu úrræði sé beitt allt of frjálslega í rannsóknum mála. Ég tel að það þurfi að fara mjög gætilegar í þær sakir. Mér finnst dómstólar líka vera allt of gjarnir á að samþykkja gæsluvarðhald í einangrun. Það er bara mitt mat.“ Hann segist þó hafa skilning á því að rannsókn málsins, sem sé víðfemt, sé á frumstigi. „Engu að síður tel ég að gögn málsins séu þannig að lögreglan ætti nú að geta verið búin að móta sér einhverja skoðun á aðild manna í þessu máli.“ Uppfært klukkan 19:03: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að gæsluvarðhald yfir einum hinna grunuðu hefði verið stytt. Fréttin var uppfærð með upplýsingum um að svo hefði einnig verið í tilfelli Stefáns. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi. 25. mars 2025 16:49 Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. 20. mars 2025 20:14 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú hvernig karlmanni á sjötugsaldri, búsetuum í Ölfusi, var ráðinn bani fyrir tveimur vikum. Tveimur konum, sem setið höfðu í gæsluvarðhaldi, var sleppt í gær. Eftir sitja fjórir karlar og ein kona í varðhaldi. Fór fram á styttingu Sævar Þór Jónsson er lögmaður 18 ára manns sem situr í einangrunarvarðhaldi. „Minn umbjóðandi var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. apríl. Ég kærði það til Landsréttar og gerði kröfu um að sá tími yrði styttur. Landsréttur féllst á að úrskurða hann í gæsluvarðhald til 2. apríl,“ segir Sævar Þór í samtali við fréttastofu. Úrskurðurinn var kveðinn upp síðastliðinn föstudag. Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna eins þeirra sem grunaður er um aðild að málinu.Vísir/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Stefáni Blackburn einnig styttur í Landsrétti, einnig um tvær vikur. Mikilvægt að lögregla vinni hratt Sævar segist ekki telja að fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir umbjóðanda hans hefði verið réttlætanlegt. „Rannsókn málsins er bara þess eðlis að það er kannski ekki hægt að segja hver aðild míns umbjóðanda er þannig að það réttlæti að hann sitji í gæsluvarðhaldi í þetta langan tíma. Þetta er líka mjög íþyngjandi fyrir aðila, þannig að það er mikilvægt að lögreglan hraði þessari rannsókn eins og kostur er.“ Lögregla og dómstólar beiti einangrun of glatt Sævar segir einangrun sérstaklega íþyngjandi í ljósi ungs aldurs umbjóðanda hans, sem er 18 ára. „Ég alltaf svolítið á móti því að það sé verið að beita þessu úrræði varðandi gæsluvarðhald, það er að segja einangrun. Þetta er ákveðið þvingunarúrræði að mínu mati, og það er mitt mat að þessu úrræði sé beitt allt of frjálslega í rannsóknum mála. Ég tel að það þurfi að fara mjög gætilegar í þær sakir. Mér finnst dómstólar líka vera allt of gjarnir á að samþykkja gæsluvarðhald í einangrun. Það er bara mitt mat.“ Hann segist þó hafa skilning á því að rannsókn málsins, sem sé víðfemt, sé á frumstigi. „Engu að síður tel ég að gögn málsins séu þannig að lögreglan ætti nú að geta verið búin að móta sér einhverja skoðun á aðild manna í þessu máli.“ Uppfært klukkan 19:03: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að gæsluvarðhald yfir einum hinna grunuðu hefði verið stytt. Fréttin var uppfærð með upplýsingum um að svo hefði einnig verið í tilfelli Stefáns.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi. 25. mars 2025 16:49 Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. 20. mars 2025 20:14 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi. 25. mars 2025 16:49
Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. 20. mars 2025 20:14