Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 18:48 Fyrstu sakborningar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald miðvikudaginn 12. mars. Vísir/Anton Brink Landsréttur stytti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Stefáni Blackburn og öðrum manni, en þeir eru báðir grunaðir um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Lögmaður annars þeirra segir lögreglu og dómstóla beita einangrunargæsluvarðhaldi af of mikilli léttúð. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú hvernig karlmanni á sjötugsaldri, búsetuum í Ölfusi, var ráðinn bani fyrir tveimur vikum. Tveimur konum, sem setið höfðu í gæsluvarðhaldi, var sleppt í gær. Eftir sitja fjórir karlar og ein kona í varðhaldi. Fór fram á styttingu Sævar Þór Jónsson er lögmaður 18 ára manns sem situr í einangrunarvarðhaldi. „Minn umbjóðandi var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. apríl. Ég kærði það til Landsréttar og gerði kröfu um að sá tími yrði styttur. Landsréttur féllst á að úrskurða hann í gæsluvarðhald til 2. apríl,“ segir Sævar Þór í samtali við fréttastofu. Úrskurðurinn var kveðinn upp síðastliðinn föstudag. Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna eins þeirra sem grunaður er um aðild að málinu.Vísir/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Stefáni Blackburn einnig styttur í Landsrétti, einnig um tvær vikur. Mikilvægt að lögregla vinni hratt Sævar segist ekki telja að fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir umbjóðanda hans hefði verið réttlætanlegt. „Rannsókn málsins er bara þess eðlis að það er kannski ekki hægt að segja hver aðild míns umbjóðanda er þannig að það réttlæti að hann sitji í gæsluvarðhaldi í þetta langan tíma. Þetta er líka mjög íþyngjandi fyrir aðila, þannig að það er mikilvægt að lögreglan hraði þessari rannsókn eins og kostur er.“ Lögregla og dómstólar beiti einangrun of glatt Sævar segir einangrun sérstaklega íþyngjandi í ljósi ungs aldurs umbjóðanda hans, sem er 18 ára. „Ég alltaf svolítið á móti því að það sé verið að beita þessu úrræði varðandi gæsluvarðhald, það er að segja einangrun. Þetta er ákveðið þvingunarúrræði að mínu mati, og það er mitt mat að þessu úrræði sé beitt allt of frjálslega í rannsóknum mála. Ég tel að það þurfi að fara mjög gætilegar í þær sakir. Mér finnst dómstólar líka vera allt of gjarnir á að samþykkja gæsluvarðhald í einangrun. Það er bara mitt mat.“ Hann segist þó hafa skilning á því að rannsókn málsins, sem sé víðfemt, sé á frumstigi. „Engu að síður tel ég að gögn málsins séu þannig að lögreglan ætti nú að geta verið búin að móta sér einhverja skoðun á aðild manna í þessu máli.“ Uppfært klukkan 19:03: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að gæsluvarðhald yfir einum hinna grunuðu hefði verið stytt. Fréttin var uppfærð með upplýsingum um að svo hefði einnig verið í tilfelli Stefáns. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi. 25. mars 2025 16:49 Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. 20. mars 2025 20:14 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú hvernig karlmanni á sjötugsaldri, búsetuum í Ölfusi, var ráðinn bani fyrir tveimur vikum. Tveimur konum, sem setið höfðu í gæsluvarðhaldi, var sleppt í gær. Eftir sitja fjórir karlar og ein kona í varðhaldi. Fór fram á styttingu Sævar Þór Jónsson er lögmaður 18 ára manns sem situr í einangrunarvarðhaldi. „Minn umbjóðandi var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. apríl. Ég kærði það til Landsréttar og gerði kröfu um að sá tími yrði styttur. Landsréttur féllst á að úrskurða hann í gæsluvarðhald til 2. apríl,“ segir Sævar Þór í samtali við fréttastofu. Úrskurðurinn var kveðinn upp síðastliðinn föstudag. Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna eins þeirra sem grunaður er um aðild að málinu.Vísir/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Stefáni Blackburn einnig styttur í Landsrétti, einnig um tvær vikur. Mikilvægt að lögregla vinni hratt Sævar segist ekki telja að fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir umbjóðanda hans hefði verið réttlætanlegt. „Rannsókn málsins er bara þess eðlis að það er kannski ekki hægt að segja hver aðild míns umbjóðanda er þannig að það réttlæti að hann sitji í gæsluvarðhaldi í þetta langan tíma. Þetta er líka mjög íþyngjandi fyrir aðila, þannig að það er mikilvægt að lögreglan hraði þessari rannsókn eins og kostur er.“ Lögregla og dómstólar beiti einangrun of glatt Sævar segir einangrun sérstaklega íþyngjandi í ljósi ungs aldurs umbjóðanda hans, sem er 18 ára. „Ég alltaf svolítið á móti því að það sé verið að beita þessu úrræði varðandi gæsluvarðhald, það er að segja einangrun. Þetta er ákveðið þvingunarúrræði að mínu mati, og það er mitt mat að þessu úrræði sé beitt allt of frjálslega í rannsóknum mála. Ég tel að það þurfi að fara mjög gætilegar í þær sakir. Mér finnst dómstólar líka vera allt of gjarnir á að samþykkja gæsluvarðhald í einangrun. Það er bara mitt mat.“ Hann segist þó hafa skilning á því að rannsókn málsins, sem sé víðfemt, sé á frumstigi. „Engu að síður tel ég að gögn málsins séu þannig að lögreglan ætti nú að geta verið búin að móta sér einhverja skoðun á aðild manna í þessu máli.“ Uppfært klukkan 19:03: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að gæsluvarðhald yfir einum hinna grunuðu hefði verið stytt. Fréttin var uppfærð með upplýsingum um að svo hefði einnig verið í tilfelli Stefáns.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi. 25. mars 2025 16:49 Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. 20. mars 2025 20:14 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Fyrr í dag var tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, sleppt úr haldi. 25. mars 2025 16:49
Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. 20. mars 2025 20:14