Í sjokki eftir tilnefninguna Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2025 09:30 Eygló Fanndal Sturludóttir er í hörkustandi og klár í komandi Evrópumót. Vísir/Ívar Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur farið vel af stað á nýju ári. Hún var tilnefnd sem besta lyftingakona Evrópu og vann til verðlauna með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum um helgina. Næst er Evrópumótið þar sem hún stefnir á pall. Eygló vann ásamt íslensku föruneyti á Smáþjóðamótinu í Ólympíuskum lyftingum á Möltu um helgina. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gaman að spila í svona liði, sem heild fyrir landið sitt. Líka frábært að við unnum,“ segir Eygló í samtali við íþróttadeild. Klippa: Gott að stressa sig ekki á þyngdinni Eygló var einnig stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að vera þyngdarflokki ofar en venjulega. EM forgangsatriði og vigtin því aukaatriði Hún ákvað að létta sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. „Vanalega keppir maður við ströng skilyrði, að passa inn í flokkinn þinn. En vegna þess að við keppum sem heild erum við bara að keppa upp á stig. Þú mátt vigtast eins þungur og þú vilt og stigin reiknast út frá því,“ „Við ákváðum að vera ekki að pressa vigtina niður núna af því það er svo stutt í EM. Ég ætla að vera tilbúin í EM og ekki rugla í þeim undirbúningi. Ég ákvað bara að vigtast eins og ég vaknaði þann dag og ég var um kílói yfir en ég er vanalega sem er svo sem bara eðlilegt,“ segir Eygló. Tvö vatnsglös til eða frá Það geta verið snúin fræði að bæta sig í lyftingunum, að lyfta þyngra en halda sjálfum sér léttum og í réttum þyngdarflokki á sama tíma. Þar geta minnstu smáatriði skipt máli. „Þetta snýst um hvort maður fái sér tvö vatnsglös fyrir svefninn kvöldið áður eða ekki. Þetta er í rauninni eitthvað svoleiðis. Þetta breytir engu og þess vegna einmitt ákváðum við ekki að pressa á þetta,“ „Það var bara þægilegt að fá að keppa einu sinni án þess að vera í líkamsþyngdar stressi. Auðvitað er þetta aukið stress, að bæði passa inn í flokkinn og lyfta þyngdunum. Það var bara næs að fá að keppa eins og maður er vanalega, án þess að pæla neitt í neinu,“ segir Eygló. Tilnefningin ánægjulegt sjokk Eygló náði frábærum árangri á síðasta ári. Hún varð meðal annars í 4. sæti í -71 kg flokki á heimsmeistaramótinu, varð Evrópumeistari ungmenna og Norðurlandameistari. Hún var einnig hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París. Árið 2025 fer ekki síður vel af stað. „Árið er að byrja helvíti vel,“ segir Eygló um árið í ár en hún er staðráðin í því að fylgja þeim árangri eftir á nýju ári, sem fer vel af stað. Eftir gullið á Smáþjóðaleikunum um helgina var hún í vikunni var hún tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu. „Ég var hissa. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, þau létu mann ekkert vita. Þetta var bara birt og ég var bara: „Ertu að grínast?“ Það er ótrúlega gaman að sjá allar stelpurnar sem eru tilnefndar líka. Þetta eru stór nöfn í íþróttinni og að fá að vera þarna með þeim er galið. Og mikill heiður líka,“ segir Eygló. Stefnir á pall Öll hennar einbeiting er á komandi Evrópumóti. Þar vill hún komast á pall eftir fjórða sæti í fyrra. „Það eru stór markmið. Ég eiginlega þori ekki að segja það upphátt og jinxa neitt. Ég er skráð inn með hæsta totalið. Við vitum að þetta verða slagsmál og barátta. Þetta er ekki gefins. Ég vil ná pallinum, ég missti af því á síðasta ári og vil ekki lenda í því aftur. Ég vil komast á þennan pall,“ segir Eygló. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í fréttinni. Lyftingar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á u20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Eygló vann ásamt íslensku föruneyti á Smáþjóðamótinu í Ólympíuskum lyftingum á Möltu um helgina. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gaman að spila í svona liði, sem heild fyrir landið sitt. Líka frábært að við unnum,“ segir Eygló í samtali við íþróttadeild. Klippa: Gott að stressa sig ekki á þyngdinni Eygló var einnig stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að vera þyngdarflokki ofar en venjulega. EM forgangsatriði og vigtin því aukaatriði Hún ákvað að létta sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. „Vanalega keppir maður við ströng skilyrði, að passa inn í flokkinn þinn. En vegna þess að við keppum sem heild erum við bara að keppa upp á stig. Þú mátt vigtast eins þungur og þú vilt og stigin reiknast út frá því,“ „Við ákváðum að vera ekki að pressa vigtina niður núna af því það er svo stutt í EM. Ég ætla að vera tilbúin í EM og ekki rugla í þeim undirbúningi. Ég ákvað bara að vigtast eins og ég vaknaði þann dag og ég var um kílói yfir en ég er vanalega sem er svo sem bara eðlilegt,“ segir Eygló. Tvö vatnsglös til eða frá Það geta verið snúin fræði að bæta sig í lyftingunum, að lyfta þyngra en halda sjálfum sér léttum og í réttum þyngdarflokki á sama tíma. Þar geta minnstu smáatriði skipt máli. „Þetta snýst um hvort maður fái sér tvö vatnsglös fyrir svefninn kvöldið áður eða ekki. Þetta er í rauninni eitthvað svoleiðis. Þetta breytir engu og þess vegna einmitt ákváðum við ekki að pressa á þetta,“ „Það var bara þægilegt að fá að keppa einu sinni án þess að vera í líkamsþyngdar stressi. Auðvitað er þetta aukið stress, að bæði passa inn í flokkinn og lyfta þyngdunum. Það var bara næs að fá að keppa eins og maður er vanalega, án þess að pæla neitt í neinu,“ segir Eygló. Tilnefningin ánægjulegt sjokk Eygló náði frábærum árangri á síðasta ári. Hún varð meðal annars í 4. sæti í -71 kg flokki á heimsmeistaramótinu, varð Evrópumeistari ungmenna og Norðurlandameistari. Hún var einnig hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París. Árið 2025 fer ekki síður vel af stað. „Árið er að byrja helvíti vel,“ segir Eygló um árið í ár en hún er staðráðin í því að fylgja þeim árangri eftir á nýju ári, sem fer vel af stað. Eftir gullið á Smáþjóðaleikunum um helgina var hún í vikunni var hún tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu. „Ég var hissa. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, þau létu mann ekkert vita. Þetta var bara birt og ég var bara: „Ertu að grínast?“ Það er ótrúlega gaman að sjá allar stelpurnar sem eru tilnefndar líka. Þetta eru stór nöfn í íþróttinni og að fá að vera þarna með þeim er galið. Og mikill heiður líka,“ segir Eygló. Stefnir á pall Öll hennar einbeiting er á komandi Evrópumóti. Þar vill hún komast á pall eftir fjórða sæti í fyrra. „Það eru stór markmið. Ég eiginlega þori ekki að segja það upphátt og jinxa neitt. Ég er skráð inn með hæsta totalið. Við vitum að þetta verða slagsmál og barátta. Þetta er ekki gefins. Ég vil ná pallinum, ég missti af því á síðasta ári og vil ekki lenda í því aftur. Ég vil komast á þennan pall,“ segir Eygló. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í fréttinni.
Lyftingar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á u20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira