Í sjokki eftir tilnefninguna Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2025 09:30 Eygló Fanndal Sturludóttir er í hörkustandi og klár í komandi Evrópumót. Vísir/Ívar Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur farið vel af stað á nýju ári. Hún var tilnefnd sem besta lyftingakona Evrópu og vann til verðlauna með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum um helgina. Næst er Evrópumótið þar sem hún stefnir á pall. Eygló vann ásamt íslensku föruneyti á Smáþjóðamótinu í Ólympíuskum lyftingum á Möltu um helgina. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gaman að spila í svona liði, sem heild fyrir landið sitt. Líka frábært að við unnum,“ segir Eygló í samtali við íþróttadeild. Klippa: Gott að stressa sig ekki á þyngdinni Eygló var einnig stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að vera þyngdarflokki ofar en venjulega. EM forgangsatriði og vigtin því aukaatriði Hún ákvað að létta sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. „Vanalega keppir maður við ströng skilyrði, að passa inn í flokkinn þinn. En vegna þess að við keppum sem heild erum við bara að keppa upp á stig. Þú mátt vigtast eins þungur og þú vilt og stigin reiknast út frá því,“ „Við ákváðum að vera ekki að pressa vigtina niður núna af því það er svo stutt í EM. Ég ætla að vera tilbúin í EM og ekki rugla í þeim undirbúningi. Ég ákvað bara að vigtast eins og ég vaknaði þann dag og ég var um kílói yfir en ég er vanalega sem er svo sem bara eðlilegt,“ segir Eygló. Tvö vatnsglös til eða frá Það geta verið snúin fræði að bæta sig í lyftingunum, að lyfta þyngra en halda sjálfum sér léttum og í réttum þyngdarflokki á sama tíma. Þar geta minnstu smáatriði skipt máli. „Þetta snýst um hvort maður fái sér tvö vatnsglös fyrir svefninn kvöldið áður eða ekki. Þetta er í rauninni eitthvað svoleiðis. Þetta breytir engu og þess vegna einmitt ákváðum við ekki að pressa á þetta,“ „Það var bara þægilegt að fá að keppa einu sinni án þess að vera í líkamsþyngdar stressi. Auðvitað er þetta aukið stress, að bæði passa inn í flokkinn og lyfta þyngdunum. Það var bara næs að fá að keppa eins og maður er vanalega, án þess að pæla neitt í neinu,“ segir Eygló. Tilnefningin ánægjulegt sjokk Eygló náði frábærum árangri á síðasta ári. Hún varð meðal annars í 4. sæti í -71 kg flokki á heimsmeistaramótinu, varð Evrópumeistari ungmenna og Norðurlandameistari. Hún var einnig hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París. Árið 2025 fer ekki síður vel af stað. „Árið er að byrja helvíti vel,“ segir Eygló um árið í ár en hún er staðráðin í því að fylgja þeim árangri eftir á nýju ári, sem fer vel af stað. Eftir gullið á Smáþjóðaleikunum um helgina var hún í vikunni var hún tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu. „Ég var hissa. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, þau létu mann ekkert vita. Þetta var bara birt og ég var bara: „Ertu að grínast?“ Það er ótrúlega gaman að sjá allar stelpurnar sem eru tilnefndar líka. Þetta eru stór nöfn í íþróttinni og að fá að vera þarna með þeim er galið. Og mikill heiður líka,“ segir Eygló. Stefnir á pall Öll hennar einbeiting er á komandi Evrópumóti. Þar vill hún komast á pall eftir fjórða sæti í fyrra. „Það eru stór markmið. Ég eiginlega þori ekki að segja það upphátt og jinxa neitt. Ég er skráð inn með hæsta totalið. Við vitum að þetta verða slagsmál og barátta. Þetta er ekki gefins. Ég vil ná pallinum, ég missti af því á síðasta ári og vil ekki lenda í því aftur. Ég vil komast á þennan pall,“ segir Eygló. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í fréttinni. Lyftingar Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira
Eygló vann ásamt íslensku föruneyti á Smáþjóðamótinu í Ólympíuskum lyftingum á Möltu um helgina. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gaman að spila í svona liði, sem heild fyrir landið sitt. Líka frábært að við unnum,“ segir Eygló í samtali við íþróttadeild. Klippa: Gott að stressa sig ekki á þyngdinni Eygló var einnig stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að vera þyngdarflokki ofar en venjulega. EM forgangsatriði og vigtin því aukaatriði Hún ákvað að létta sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. „Vanalega keppir maður við ströng skilyrði, að passa inn í flokkinn þinn. En vegna þess að við keppum sem heild erum við bara að keppa upp á stig. Þú mátt vigtast eins þungur og þú vilt og stigin reiknast út frá því,“ „Við ákváðum að vera ekki að pressa vigtina niður núna af því það er svo stutt í EM. Ég ætla að vera tilbúin í EM og ekki rugla í þeim undirbúningi. Ég ákvað bara að vigtast eins og ég vaknaði þann dag og ég var um kílói yfir en ég er vanalega sem er svo sem bara eðlilegt,“ segir Eygló. Tvö vatnsglös til eða frá Það geta verið snúin fræði að bæta sig í lyftingunum, að lyfta þyngra en halda sjálfum sér léttum og í réttum þyngdarflokki á sama tíma. Þar geta minnstu smáatriði skipt máli. „Þetta snýst um hvort maður fái sér tvö vatnsglös fyrir svefninn kvöldið áður eða ekki. Þetta er í rauninni eitthvað svoleiðis. Þetta breytir engu og þess vegna einmitt ákváðum við ekki að pressa á þetta,“ „Það var bara þægilegt að fá að keppa einu sinni án þess að vera í líkamsþyngdar stressi. Auðvitað er þetta aukið stress, að bæði passa inn í flokkinn og lyfta þyngdunum. Það var bara næs að fá að keppa eins og maður er vanalega, án þess að pæla neitt í neinu,“ segir Eygló. Tilnefningin ánægjulegt sjokk Eygló náði frábærum árangri á síðasta ári. Hún varð meðal annars í 4. sæti í -71 kg flokki á heimsmeistaramótinu, varð Evrópumeistari ungmenna og Norðurlandameistari. Hún var einnig hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París. Árið 2025 fer ekki síður vel af stað. „Árið er að byrja helvíti vel,“ segir Eygló um árið í ár en hún er staðráðin í því að fylgja þeim árangri eftir á nýju ári, sem fer vel af stað. Eftir gullið á Smáþjóðaleikunum um helgina var hún í vikunni var hún tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu. „Ég var hissa. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, þau létu mann ekkert vita. Þetta var bara birt og ég var bara: „Ertu að grínast?“ Það er ótrúlega gaman að sjá allar stelpurnar sem eru tilnefndar líka. Þetta eru stór nöfn í íþróttinni og að fá að vera þarna með þeim er galið. Og mikill heiður líka,“ segir Eygló. Stefnir á pall Öll hennar einbeiting er á komandi Evrópumóti. Þar vill hún komast á pall eftir fjórða sæti í fyrra. „Það eru stór markmið. Ég eiginlega þori ekki að segja það upphátt og jinxa neitt. Ég er skráð inn með hæsta totalið. Við vitum að þetta verða slagsmál og barátta. Þetta er ekki gefins. Ég vil ná pallinum, ég missti af því á síðasta ári og vil ekki lenda í því aftur. Ég vil komast á þennan pall,“ segir Eygló. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í fréttinni.
Lyftingar Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira