Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar 26. mars 2025 09:31 Í liðinni viku gaf forseti Bandaríkjanna út tilskipun um færslu ábyrgðar á viðbrögðum við netárásum frá alríkisstjórninni til ríkjanna 50 sem mynda Bandaríkin. Þessi áherslubreyting er gerð á sama tíma og netárásir verða sífellt alvarlegri og útbreiddari - og óhætt að segja að hún geti haft varanleg áhrif á þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þetta veldur áhyggjum enda er full ástæða til að hafa áhyggjur af samhæfingu, samræmi og mismunandi getu ríkja til að verjast árásum. En hvað þýðir þetta fyrir okkur á Íslandi? Segja má að þessi þróun sé skýrt merki um að jafnvel tæknivæddustu þjóðir heims eiga í erfiðleikum með að halda í við netógnir. Árásaraðilar sækja í innviði Líkt og aðrar þjóðir standa Bandaríkin frammi fyrir síbreytilegu landslagi netárása. Skipulagðir netglæpahópar hakkara herja á fyrirtæki og stofnanir - og eru óþreytandi uppspretta nýrra árásaraðferða sem erfitt er að halda í við. Á sama tíma eykur flókin virðiskeðja hugbúnaðar - þar sem veikleikar í hugbúnaði sem fyrirtæki kaupa af öðrum eru nýttir til netárása - flækjustig þeirra varna sem grípa þarf til. Þá hafa netárásir óvinveittra þjóðríkja farið ört vaxandi með auknum stríðsátökum og óróleika á alþjóðasviðinu. Árásaraðilar hafa sérstakan áhuga á lykilinnviðum samfélaga, s.s. orkuinnviðum, vatnsveitum, fjármálakerfum, matvælaframleiðslu og innviðum heilbrigðisgeirans, því þannig geta þeir lamað heilu samfélögin án þess að til hefðbundins hernaðar þurfi að koma. Sá skortur á samræmi og samhæfingu sem fylgir dreifðari ábyrgð mun að öllum líkindum auðvelda árásaraðilum að gera netárásir á lykilinnviði einstakra ríkja Bandaríkjanna, enda munu sum ríki vera verr varin en önnur. Fyrir Ísland, sem er mjög háð stafrænum innviðum en hefur takmarkaða fjármuni í samanburði við til dæmis Bandaríkin, ætti þessi áherslubreyting að vera þörf áminning um mikilvægi markvissrar nálgunar við netöryggi. Netöryggi er þjóðaröryggi Ísland þarf að nálgast netöryggi sem hluta af þjóðaröryggi, ekki bara sem tæknimál sem er á ábyrgð tæknifólks. Það er því afar jákvætt að sjá að netöryggismál ríkisins, þar á meðal CERT-IS (Netöryggissveit stjórnvalda), flytjast til utanríkisráðuneytisins og þá áherslu sem lögð verður á miðlæga og samhæfða stefnu um netöryggi á landsvísu. Með þessu móti verður hægt að efla viðbúnað og samhæfingu viðbragða gegn netógnum, og stíga mikilvæg skref í þá átt að styrkja þjóðaröryggi Íslands á stafrænum vettvangi. Stjórnendur bera ábyrgð og þurfa úrræði Á sama tíma er brýnt að valdefla og styðja við þær stofnanir sem bera endanlega ábyrgð á því að lykilinnviðir samfélagsins lamist ekki þegar þeir verða fyrir árásum, enda fullvíst að öll fyrirtæki og stofnanir munu einhverntímann verða fyrir netárásum. Framkvæmd netöryggis og endanleg ábyrgð liggur nefnilega hjá stjórnendum þessara stofnana - og samkvæmt NIS-2 reglugerðinni munu þeir bera persónulega ábyrgð á afleiðingum netárása hafi þeir ekki gripið til nægilegra netöryggisráðstafana. Netöryggið byrjar hjá notandanum Þegar kemur að netöryggi liggur stærsti veikleiki allra þjóða í skorti á vitund um og þekkingu á netöryggi. Fyrirtæki og stofnanir munu ekki geta byggt upp þann mannauð sem þarf til að halda í við veldisvöxt netárása. Við getum hins vegar nýtt bestu mögulegu leiðir sem í boði eru til að fyrirbyggja alvarlegar afleiðingar netárása. Þar skiptir mestu að innleiða stefnu sem byggir á því að ekki sé hægt að treysta aðgerðum, t.d. í gegnum fjartengingar, sjálfkrafa (Zero-Trust). Í því felst meðal annars að aðgangur allra notenda að kerfum fyrirtækja og stofnana er stöðugt sannreyndur - og að gert sé ráð fyrir að hakkari hafi nú þegar komist inn í kerfin í gegnum fjartengingu. Ný hugsun – nýjar varnir Rúmlega 90% gagnagíslaárása eru framkvæmdar í gegnum fjartengingar, sem hakkarar nýta til að komast óséðir inn í kerfi og safna viðkvæmum gögnum yfir lengri tíma. Rannsóknir sýna að hakkarar hafa að meðaltali 280 daga til að athafna sig innan kerfa áður en þeirra verður vart. Fjöldi netárása sem heppnast, þrátt fyrir hefðbundnar öryggislausnir, undirstrikar mikilvægi þess að við séum skrefi á undan netglæpamönnum.Þessi staðreynd segir okkur að fyrirtæki og stofnanir verða að ganga lengra í netöryggi en hefðbundin auðkenningar- og aðgangsstýringarkerfi bjóða upp á. Nauðsynlegt er að innleiða lausnir sem tryggja að raunverulegur notandi – ekki árásaraðili – standi á bak við allar aðgerðir í viðkvæmum kerfum. Slík staðfesting á öllum notendasamskiptum í rauntíma skiptir sköpum við að greina flóknar árásir og stöðva þær áður en þær valda skaða, s.s. gagnagíslatöku og leka persónugreinanlegra upplýsinga um notendur og viðskiptavini, eða yfirtöku á stjórn innviða. Netöryggi er hópíþrótt Það er brýnt að við lítum á netöryggi sem óaðskiljanlegan hluta af þjóðaröryggi og vinnum saman - stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir - að því að nálgast netöryggi með heildstæðum, markvissum og samhæfðum hætti og nýtum til þess bestu mögulegu tæknilausnir. Aðeins þannig getum við mætt vaxandi ógn í síbreytilegu landslagi netárása - sem virða engin landamæri. Höfundur er framkvæmdastjóri og einn stofnenda netöryggisfyrirtæksins Keystrike. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku gaf forseti Bandaríkjanna út tilskipun um færslu ábyrgðar á viðbrögðum við netárásum frá alríkisstjórninni til ríkjanna 50 sem mynda Bandaríkin. Þessi áherslubreyting er gerð á sama tíma og netárásir verða sífellt alvarlegri og útbreiddari - og óhætt að segja að hún geti haft varanleg áhrif á þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þetta veldur áhyggjum enda er full ástæða til að hafa áhyggjur af samhæfingu, samræmi og mismunandi getu ríkja til að verjast árásum. En hvað þýðir þetta fyrir okkur á Íslandi? Segja má að þessi þróun sé skýrt merki um að jafnvel tæknivæddustu þjóðir heims eiga í erfiðleikum með að halda í við netógnir. Árásaraðilar sækja í innviði Líkt og aðrar þjóðir standa Bandaríkin frammi fyrir síbreytilegu landslagi netárása. Skipulagðir netglæpahópar hakkara herja á fyrirtæki og stofnanir - og eru óþreytandi uppspretta nýrra árásaraðferða sem erfitt er að halda í við. Á sama tíma eykur flókin virðiskeðja hugbúnaðar - þar sem veikleikar í hugbúnaði sem fyrirtæki kaupa af öðrum eru nýttir til netárása - flækjustig þeirra varna sem grípa þarf til. Þá hafa netárásir óvinveittra þjóðríkja farið ört vaxandi með auknum stríðsátökum og óróleika á alþjóðasviðinu. Árásaraðilar hafa sérstakan áhuga á lykilinnviðum samfélaga, s.s. orkuinnviðum, vatnsveitum, fjármálakerfum, matvælaframleiðslu og innviðum heilbrigðisgeirans, því þannig geta þeir lamað heilu samfélögin án þess að til hefðbundins hernaðar þurfi að koma. Sá skortur á samræmi og samhæfingu sem fylgir dreifðari ábyrgð mun að öllum líkindum auðvelda árásaraðilum að gera netárásir á lykilinnviði einstakra ríkja Bandaríkjanna, enda munu sum ríki vera verr varin en önnur. Fyrir Ísland, sem er mjög háð stafrænum innviðum en hefur takmarkaða fjármuni í samanburði við til dæmis Bandaríkin, ætti þessi áherslubreyting að vera þörf áminning um mikilvægi markvissrar nálgunar við netöryggi. Netöryggi er þjóðaröryggi Ísland þarf að nálgast netöryggi sem hluta af þjóðaröryggi, ekki bara sem tæknimál sem er á ábyrgð tæknifólks. Það er því afar jákvætt að sjá að netöryggismál ríkisins, þar á meðal CERT-IS (Netöryggissveit stjórnvalda), flytjast til utanríkisráðuneytisins og þá áherslu sem lögð verður á miðlæga og samhæfða stefnu um netöryggi á landsvísu. Með þessu móti verður hægt að efla viðbúnað og samhæfingu viðbragða gegn netógnum, og stíga mikilvæg skref í þá átt að styrkja þjóðaröryggi Íslands á stafrænum vettvangi. Stjórnendur bera ábyrgð og þurfa úrræði Á sama tíma er brýnt að valdefla og styðja við þær stofnanir sem bera endanlega ábyrgð á því að lykilinnviðir samfélagsins lamist ekki þegar þeir verða fyrir árásum, enda fullvíst að öll fyrirtæki og stofnanir munu einhverntímann verða fyrir netárásum. Framkvæmd netöryggis og endanleg ábyrgð liggur nefnilega hjá stjórnendum þessara stofnana - og samkvæmt NIS-2 reglugerðinni munu þeir bera persónulega ábyrgð á afleiðingum netárása hafi þeir ekki gripið til nægilegra netöryggisráðstafana. Netöryggið byrjar hjá notandanum Þegar kemur að netöryggi liggur stærsti veikleiki allra þjóða í skorti á vitund um og þekkingu á netöryggi. Fyrirtæki og stofnanir munu ekki geta byggt upp þann mannauð sem þarf til að halda í við veldisvöxt netárása. Við getum hins vegar nýtt bestu mögulegu leiðir sem í boði eru til að fyrirbyggja alvarlegar afleiðingar netárása. Þar skiptir mestu að innleiða stefnu sem byggir á því að ekki sé hægt að treysta aðgerðum, t.d. í gegnum fjartengingar, sjálfkrafa (Zero-Trust). Í því felst meðal annars að aðgangur allra notenda að kerfum fyrirtækja og stofnana er stöðugt sannreyndur - og að gert sé ráð fyrir að hakkari hafi nú þegar komist inn í kerfin í gegnum fjartengingu. Ný hugsun – nýjar varnir Rúmlega 90% gagnagíslaárása eru framkvæmdar í gegnum fjartengingar, sem hakkarar nýta til að komast óséðir inn í kerfi og safna viðkvæmum gögnum yfir lengri tíma. Rannsóknir sýna að hakkarar hafa að meðaltali 280 daga til að athafna sig innan kerfa áður en þeirra verður vart. Fjöldi netárása sem heppnast, þrátt fyrir hefðbundnar öryggislausnir, undirstrikar mikilvægi þess að við séum skrefi á undan netglæpamönnum.Þessi staðreynd segir okkur að fyrirtæki og stofnanir verða að ganga lengra í netöryggi en hefðbundin auðkenningar- og aðgangsstýringarkerfi bjóða upp á. Nauðsynlegt er að innleiða lausnir sem tryggja að raunverulegur notandi – ekki árásaraðili – standi á bak við allar aðgerðir í viðkvæmum kerfum. Slík staðfesting á öllum notendasamskiptum í rauntíma skiptir sköpum við að greina flóknar árásir og stöðva þær áður en þær valda skaða, s.s. gagnagíslatöku og leka persónugreinanlegra upplýsinga um notendur og viðskiptavini, eða yfirtöku á stjórn innviða. Netöryggi er hópíþrótt Það er brýnt að við lítum á netöryggi sem óaðskiljanlegan hluta af þjóðaröryggi og vinnum saman - stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir - að því að nálgast netöryggi með heildstæðum, markvissum og samhæfðum hætti og nýtum til þess bestu mögulegu tæknilausnir. Aðeins þannig getum við mætt vaxandi ógn í síbreytilegu landslagi netárása - sem virða engin landamæri. Höfundur er framkvæmdastjóri og einn stofnenda netöryggisfyrirtæksins Keystrike.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun