Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar 25. mars 2025 13:16 Kvótakerfið var bundið í lög árið 1983. Framsal á kvóta var gefið frjálst nokkrum árum síðar og heimild til að veðsetja þann kvóta, sem úthlutað hafði verið án endurgjalds, fyrir bankalánum var gefin árið 1997. Þau bankalán voru notuð til að kaupa upp kvóta eða aðrar eignir með þeim afleiðingum að virði kvótans hækkaði gríðarlega. Úr varð stétt stórútgerða sem á bókfært eigið fé upp á að minnsta kosti hátt í fimm hundruð milljarða króna – en líklega miklu meira þar sem kvóti er verulega vanmetinn í bókum þeirra – og er með miklu hærra rekstrarhagnaðarhlutfall en þorri viðskiptahagkerfisins. Allan þennan tíma síðan kerfið var sett á, í meira en fjóra áratugi, hafa átt sér stað átök um þetta fyrirkomulag. Krafa um að sanngjarnt afgjald sé greitt fyrir afnot af þjóðarauðlindinni hefur mætt pólitískri fyrirstöðu þeirra flokka sem ráðið hafa íslensku samfélagi að mestu frá lýðveldisstofnun, þrátt fyrir að allar kannanir hafi í áratugi sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar standi á bakvið þá kröfu. Nú verður breyting þar á. Útgerðin heldur áfram eftir tveimur af hverjum þremur krónum Í frumvarpi til laga um veiðigjöld sem kynnt var í dag er lögð til leiðrétting á veiðigjöldum sem mun auka tekjur hins opinbera af þeim umtalsvert. Þrátt fyrir breytinguna mun útgerðin samt taka til sín um 67 prósent af hverri veiðiferð, en33 prósent af hagnaði hennar mun fara í að greiða fyrir afnot af þjóðarauðlindinni. Ef lögin hefðu verið í gildi árið 2023 hefði hagnaður sjávarútvegs í heild farið úr 67,5 í 59,9 milljarða króna. Það er allt og sumt. Rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs verður áfram sem áður umtalsvert hærra en þorra annarra geira og framlegð hans líka. Áhrifin á fjárfestingargetu greinarinnar eru engin, enda sú upphæð sem gjöldin verða hækkuð um bara brot af þeim hagnaði sem hún er með árlega, eftir að búið er að taka tillit til allrar fjárfestingar. Ólíkt því sem haldið hefur verið fram af hagsmunagæsluaðilum þá er engin ástæða til þess að fara með vinnslur úr landi vegna breytinganna. Það er einfaldlega hræðsluáróður. Enn verður meiri hagnaður af vinnslu sjávarafurða en gengur og gerist í öðrum greinum í hagkerfinu og breytingarnar eru ekki til þess fallnar að skerða samkeppnishæfni þeirra. Breiðustu bökin borga mest Fyrirkomulagið verður þannig að frítekjumark verður hækkað þannig að breytingarnar hafi ekki mikil áhrif á litlar og meðalstórar útgerðir. Breiðustu bökin í stórútgerð, sem hagnast mest, munu borga mest. Frumvarpið er líka hannað þannig að áhrif á landsbyggðina verði hverfandi og gert er ráð fyrir því að fjármagnið sem fæst í ríkiskassann muni að stóru leyti fara í löngu nauðsynlegar vegabætur í landsbyggðunum. Ekki veitir af, enda uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu komin í 265 til 290 milljarða króna. Fyrir liggur að aukið slit á kerfinu er að uppistöðu vegna stóraukinna þungaflutninga, enda sýna útreikningar að ein ferð 20 tonna vörubíls slítur vegum á við tíu þúsund ferðir tveggja tonna fólksbíls. Ein þeirra atvinnugreina sem nýtir vegakerfið hvað mest til þungaflutninga er sjávarútvegur. Leiðrétting, ekki hækkun Til viðbótar við réttlætis- og sanngirniskröfuna sem er undirliggjandi í nú kynntri lagabreytingu um hækkun veiðigjalda þá liggur fyrir að gildandi fyrirkomulag var úr sér gengið. Skýrast birtingarmynd þess er sú að tekjur af veiðigjaldi hafa ekki staðið undir kostnaði við þá þjónustu sem ríkið veitir sjávarútvegi. Sá kostnaður var ellefu milljarðar króna árið 2023 á meðan að veiðigjöld voru um tíu milljarðar króna. Það segir sig sjálft að skattgreiðendur geta ekki verið að greiða með þjónustu sem hið opinbera er að veita atvinnugrein sem skilaði um 60 milljörðum króna í hagnað á umræddu ári. Það er því ekki „þungur róður fram undan“ líkt og hagsmunagæsluöfl útgerða hafa haldið fram. Hérlendis eiga stórútgerðir svo oftar en ekki alla virðiskeðjuna og selja sjálfri sér aflann til vinnslu. Verðið í þeim viðskiptum er mun lægra en verð á opnum markaði fyrir sambærilegan fisk. Í því fyrirkomulagi er skýr hvati til að selja aflann ódýrt inn í vinnsluna og taka út raunveruleg verðmæti eftir þann hlekk í keðjunni. Veiðigjöldin eru nefnilega einungis greidd af aflanum sjálfum. Leiðréttingin sem ráðist verður í felur annars vegar í sér að miða verð á síld, kolmunna og makríl við verð á markaði í Noregi. Þar er, ólíkt Íslandi, aðskilnaður milli veiða og vinnslu og allur afli fer því beint á markað. Við það myndast markaðsverð. Hins vegar felur leiðréttingin í sér að láta verð á þorski og ýsu sem veiðigjald er greitt af miða við meðalverð á fiskmarkaði yfir tólf mánaða tímabil til að nálgast betur raunveruleg aflaverðmæti. Fólk sem stendur með almenningi Sú ríkisstjórn sem tók við völdum í desember lofaði að breyta þessu. Að taka almannahagsmuni fram fyrir sérhagsmuni. Nú, 94 dögum síðar, liggur fyrir frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda sem mun nálægt tvöfalda þá upphæð sem þau eiga að skila. Það kemur til viðbótar þegar fyrirliggjandi breytingum á strandveiðikerfinu. Það kemur til viðbótar þegar framlögðu frumvarpi sem ætlað er að auka gagnsæi í sjávarútvegi, aðlaga leikreglurnar sem geirinn spilar eftir við aðrar og skilgreina systkini og sambúðarfólk sem tengda aðila. Það kemur til viðbótar skýrslubeiðni um að atvinnuvegaráðherra flytji Alþingi skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku viðskiptalífi. Það sem öðrum tókst ekki að gera á 42 árum tókst ríkisstjórninni að ýta af stað á 94 dögum. Nú ríður á að allir sem hafa beðið eftir þessu í áratugi standi saman og sigli þessu þjóðþrifamáli í höfn. Það er vert að hafa ofangreint í huga þegar stjórnarandstöðuflokkarnir tala um sitjandi ríkisstjórn sem verklausa. Hafið þetta líka í huga þegar hún talar um suma flokkanna sem að henni standa sem eitthvað skítugt sem hafi óvart villst inn í stássstofuna þeirra. Aðskotahlut sem sé sestur við völd og eigi, að þeirra mati, ekkert erindi upp á dekk þrátt fyrir skýrt lýðræðislegt umboð vegna þess að bakgrunnur þeirra og lífssaga er öðruvísi en þeirra sem vanir eru því að stjórna. Hafið í huga að stundum þarf nefnilega öðruvísi fólk til að knýja í gegn nauðsynlegar breytingar. Fólk sem lætur verkin tala. Fólk eins og það sem er við völd á Íslandi í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Skattar og tollar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Strandveiðar Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Kvótakerfið var bundið í lög árið 1983. Framsal á kvóta var gefið frjálst nokkrum árum síðar og heimild til að veðsetja þann kvóta, sem úthlutað hafði verið án endurgjalds, fyrir bankalánum var gefin árið 1997. Þau bankalán voru notuð til að kaupa upp kvóta eða aðrar eignir með þeim afleiðingum að virði kvótans hækkaði gríðarlega. Úr varð stétt stórútgerða sem á bókfært eigið fé upp á að minnsta kosti hátt í fimm hundruð milljarða króna – en líklega miklu meira þar sem kvóti er verulega vanmetinn í bókum þeirra – og er með miklu hærra rekstrarhagnaðarhlutfall en þorri viðskiptahagkerfisins. Allan þennan tíma síðan kerfið var sett á, í meira en fjóra áratugi, hafa átt sér stað átök um þetta fyrirkomulag. Krafa um að sanngjarnt afgjald sé greitt fyrir afnot af þjóðarauðlindinni hefur mætt pólitískri fyrirstöðu þeirra flokka sem ráðið hafa íslensku samfélagi að mestu frá lýðveldisstofnun, þrátt fyrir að allar kannanir hafi í áratugi sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar standi á bakvið þá kröfu. Nú verður breyting þar á. Útgerðin heldur áfram eftir tveimur af hverjum þremur krónum Í frumvarpi til laga um veiðigjöld sem kynnt var í dag er lögð til leiðrétting á veiðigjöldum sem mun auka tekjur hins opinbera af þeim umtalsvert. Þrátt fyrir breytinguna mun útgerðin samt taka til sín um 67 prósent af hverri veiðiferð, en33 prósent af hagnaði hennar mun fara í að greiða fyrir afnot af þjóðarauðlindinni. Ef lögin hefðu verið í gildi árið 2023 hefði hagnaður sjávarútvegs í heild farið úr 67,5 í 59,9 milljarða króna. Það er allt og sumt. Rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs verður áfram sem áður umtalsvert hærra en þorra annarra geira og framlegð hans líka. Áhrifin á fjárfestingargetu greinarinnar eru engin, enda sú upphæð sem gjöldin verða hækkuð um bara brot af þeim hagnaði sem hún er með árlega, eftir að búið er að taka tillit til allrar fjárfestingar. Ólíkt því sem haldið hefur verið fram af hagsmunagæsluaðilum þá er engin ástæða til þess að fara með vinnslur úr landi vegna breytinganna. Það er einfaldlega hræðsluáróður. Enn verður meiri hagnaður af vinnslu sjávarafurða en gengur og gerist í öðrum greinum í hagkerfinu og breytingarnar eru ekki til þess fallnar að skerða samkeppnishæfni þeirra. Breiðustu bökin borga mest Fyrirkomulagið verður þannig að frítekjumark verður hækkað þannig að breytingarnar hafi ekki mikil áhrif á litlar og meðalstórar útgerðir. Breiðustu bökin í stórútgerð, sem hagnast mest, munu borga mest. Frumvarpið er líka hannað þannig að áhrif á landsbyggðina verði hverfandi og gert er ráð fyrir því að fjármagnið sem fæst í ríkiskassann muni að stóru leyti fara í löngu nauðsynlegar vegabætur í landsbyggðunum. Ekki veitir af, enda uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu komin í 265 til 290 milljarða króna. Fyrir liggur að aukið slit á kerfinu er að uppistöðu vegna stóraukinna þungaflutninga, enda sýna útreikningar að ein ferð 20 tonna vörubíls slítur vegum á við tíu þúsund ferðir tveggja tonna fólksbíls. Ein þeirra atvinnugreina sem nýtir vegakerfið hvað mest til þungaflutninga er sjávarútvegur. Leiðrétting, ekki hækkun Til viðbótar við réttlætis- og sanngirniskröfuna sem er undirliggjandi í nú kynntri lagabreytingu um hækkun veiðigjalda þá liggur fyrir að gildandi fyrirkomulag var úr sér gengið. Skýrast birtingarmynd þess er sú að tekjur af veiðigjaldi hafa ekki staðið undir kostnaði við þá þjónustu sem ríkið veitir sjávarútvegi. Sá kostnaður var ellefu milljarðar króna árið 2023 á meðan að veiðigjöld voru um tíu milljarðar króna. Það segir sig sjálft að skattgreiðendur geta ekki verið að greiða með þjónustu sem hið opinbera er að veita atvinnugrein sem skilaði um 60 milljörðum króna í hagnað á umræddu ári. Það er því ekki „þungur róður fram undan“ líkt og hagsmunagæsluöfl útgerða hafa haldið fram. Hérlendis eiga stórútgerðir svo oftar en ekki alla virðiskeðjuna og selja sjálfri sér aflann til vinnslu. Verðið í þeim viðskiptum er mun lægra en verð á opnum markaði fyrir sambærilegan fisk. Í því fyrirkomulagi er skýr hvati til að selja aflann ódýrt inn í vinnsluna og taka út raunveruleg verðmæti eftir þann hlekk í keðjunni. Veiðigjöldin eru nefnilega einungis greidd af aflanum sjálfum. Leiðréttingin sem ráðist verður í felur annars vegar í sér að miða verð á síld, kolmunna og makríl við verð á markaði í Noregi. Þar er, ólíkt Íslandi, aðskilnaður milli veiða og vinnslu og allur afli fer því beint á markað. Við það myndast markaðsverð. Hins vegar felur leiðréttingin í sér að láta verð á þorski og ýsu sem veiðigjald er greitt af miða við meðalverð á fiskmarkaði yfir tólf mánaða tímabil til að nálgast betur raunveruleg aflaverðmæti. Fólk sem stendur með almenningi Sú ríkisstjórn sem tók við völdum í desember lofaði að breyta þessu. Að taka almannahagsmuni fram fyrir sérhagsmuni. Nú, 94 dögum síðar, liggur fyrir frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda sem mun nálægt tvöfalda þá upphæð sem þau eiga að skila. Það kemur til viðbótar þegar fyrirliggjandi breytingum á strandveiðikerfinu. Það kemur til viðbótar þegar framlögðu frumvarpi sem ætlað er að auka gagnsæi í sjávarútvegi, aðlaga leikreglurnar sem geirinn spilar eftir við aðrar og skilgreina systkini og sambúðarfólk sem tengda aðila. Það kemur til viðbótar skýrslubeiðni um að atvinnuvegaráðherra flytji Alþingi skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku viðskiptalífi. Það sem öðrum tókst ekki að gera á 42 árum tókst ríkisstjórninni að ýta af stað á 94 dögum. Nú ríður á að allir sem hafa beðið eftir þessu í áratugi standi saman og sigli þessu þjóðþrifamáli í höfn. Það er vert að hafa ofangreint í huga þegar stjórnarandstöðuflokkarnir tala um sitjandi ríkisstjórn sem verklausa. Hafið þetta líka í huga þegar hún talar um suma flokkanna sem að henni standa sem eitthvað skítugt sem hafi óvart villst inn í stássstofuna þeirra. Aðskotahlut sem sé sestur við völd og eigi, að þeirra mati, ekkert erindi upp á dekk þrátt fyrir skýrt lýðræðislegt umboð vegna þess að bakgrunnur þeirra og lífssaga er öðruvísi en þeirra sem vanir eru því að stjórna. Hafið í huga að stundum þarf nefnilega öðruvísi fólk til að knýja í gegn nauðsynlegar breytingar. Fólk sem lætur verkin tala. Fólk eins og það sem er við völd á Íslandi í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar