Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar 25. mars 2025 11:01 Í tilefni Minningardagsins, sem haldinn er til heiðurs og minningar um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins, sest ég niður og skrifa hugrenningar mínar. Ég hef mikla persónulega reynslu af sjúkdómnum. Hann markaði líf mitt í þrjátíu og sex ár af þeim sextíu og þremur árum sem ég hef lifað. Einhvers staðar stendur skrifað að mennt sé máttur og má með sanni segja, og að þessu sögðu, þar sem ég er nú ekki háskólamenntaður maður, að ég á stundum erfitt með að skilja hvað það þarf marga fræðimenn til að taka vitrænar ákvarðanir um jafn alvarlegan málaflokk og þennan. Nóg hefur verið rætt og ritað um lausnir, en nú er komið að framkvæmdum. Á meðan við tölum, missum við dýrmætan tíma og allt of margir deyja af völdum sjúkdómsins. Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í sandkassaleik og reyna að finna þá sem eiga sök á úrræðaleysi meðferðamála hér á landi, heldur líta frekar til lausna. Núverandi ríkisstjórn er blessunarlega að byrja umræðu um úrbætur í málum fíknisjúkra og vona ég að raunin verði sú að nú munu verkin tala. Það eru svo margir sem þjást af völdum sjúkdómsins og vandinn fer vaxandi. Þarna tala ég af reynslu, eftir tæp ellefu ár í sjálfboðavinnu í skaðaminnkandi verkefni frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum og sem framkvæmdastjóri í Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF). Í báðum þessum verkefnunum hef ég kynnst hversu sárt það er að vera jaðarsettur. Ég hef séð það gerast þegar okkar þjónustuþegar sækjast eftir hjálpinni og höndin er teygð út, en slegið er á hana og hjálpin ekki til staðar. Já hjálpin er ekki til staðar vegna skorts á auknum meðferðarplássum og úrræðum. Gagnvart fíknisjúkdómnum eru fordómar í þjóðfélaginu, því segi ég burt með fordóma! Það er okkur ekki til sóma að viðhafa fordóma gagnvart fólki sem er að þjást vegna sjúkdómsins og það er mál að linni. Stöndum nú einu sinni saman og hættum málalengingum og förum að láta verkin tala. Enginn vill þurfa að bera þá ábyrgð, að taka ákvarðanir um mál sem skilja á milli hvort einstaklingur lifir eða deyr. Vertu öðrum eins og þú vilt að þeir séu þér. Minningardagurinn verður haldinn í Fríkirkjunni 26. mars kl. 18:00 Athöfnin tekur um eina klukkustund og að henni lokinni munum við leggja blóm að tröppum Alþingis til heiðurs þeim sem dáið hafa vegna sjúkdómsins. Höfundur er framkvæmdastjóri SAOF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni Minningardagsins, sem haldinn er til heiðurs og minningar um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins, sest ég niður og skrifa hugrenningar mínar. Ég hef mikla persónulega reynslu af sjúkdómnum. Hann markaði líf mitt í þrjátíu og sex ár af þeim sextíu og þremur árum sem ég hef lifað. Einhvers staðar stendur skrifað að mennt sé máttur og má með sanni segja, og að þessu sögðu, þar sem ég er nú ekki háskólamenntaður maður, að ég á stundum erfitt með að skilja hvað það þarf marga fræðimenn til að taka vitrænar ákvarðanir um jafn alvarlegan málaflokk og þennan. Nóg hefur verið rætt og ritað um lausnir, en nú er komið að framkvæmdum. Á meðan við tölum, missum við dýrmætan tíma og allt of margir deyja af völdum sjúkdómsins. Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í sandkassaleik og reyna að finna þá sem eiga sök á úrræðaleysi meðferðamála hér á landi, heldur líta frekar til lausna. Núverandi ríkisstjórn er blessunarlega að byrja umræðu um úrbætur í málum fíknisjúkra og vona ég að raunin verði sú að nú munu verkin tala. Það eru svo margir sem þjást af völdum sjúkdómsins og vandinn fer vaxandi. Þarna tala ég af reynslu, eftir tæp ellefu ár í sjálfboðavinnu í skaðaminnkandi verkefni frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum og sem framkvæmdastjóri í Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF). Í báðum þessum verkefnunum hef ég kynnst hversu sárt það er að vera jaðarsettur. Ég hef séð það gerast þegar okkar þjónustuþegar sækjast eftir hjálpinni og höndin er teygð út, en slegið er á hana og hjálpin ekki til staðar. Já hjálpin er ekki til staðar vegna skorts á auknum meðferðarplássum og úrræðum. Gagnvart fíknisjúkdómnum eru fordómar í þjóðfélaginu, því segi ég burt með fordóma! Það er okkur ekki til sóma að viðhafa fordóma gagnvart fólki sem er að þjást vegna sjúkdómsins og það er mál að linni. Stöndum nú einu sinni saman og hættum málalengingum og förum að láta verkin tala. Enginn vill þurfa að bera þá ábyrgð, að taka ákvarðanir um mál sem skilja á milli hvort einstaklingur lifir eða deyr. Vertu öðrum eins og þú vilt að þeir séu þér. Minningardagurinn verður haldinn í Fríkirkjunni 26. mars kl. 18:00 Athöfnin tekur um eina klukkustund og að henni lokinni munum við leggja blóm að tröppum Alþingis til heiðurs þeim sem dáið hafa vegna sjúkdómsins. Höfundur er framkvæmdastjóri SAOF.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun