Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar 25. mars 2025 11:01 Í tilefni Minningardagsins, sem haldinn er til heiðurs og minningar um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins, sest ég niður og skrifa hugrenningar mínar. Ég hef mikla persónulega reynslu af sjúkdómnum. Hann markaði líf mitt í þrjátíu og sex ár af þeim sextíu og þremur árum sem ég hef lifað. Einhvers staðar stendur skrifað að mennt sé máttur og má með sanni segja, og að þessu sögðu, þar sem ég er nú ekki háskólamenntaður maður, að ég á stundum erfitt með að skilja hvað það þarf marga fræðimenn til að taka vitrænar ákvarðanir um jafn alvarlegan málaflokk og þennan. Nóg hefur verið rætt og ritað um lausnir, en nú er komið að framkvæmdum. Á meðan við tölum, missum við dýrmætan tíma og allt of margir deyja af völdum sjúkdómsins. Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í sandkassaleik og reyna að finna þá sem eiga sök á úrræðaleysi meðferðamála hér á landi, heldur líta frekar til lausna. Núverandi ríkisstjórn er blessunarlega að byrja umræðu um úrbætur í málum fíknisjúkra og vona ég að raunin verði sú að nú munu verkin tala. Það eru svo margir sem þjást af völdum sjúkdómsins og vandinn fer vaxandi. Þarna tala ég af reynslu, eftir tæp ellefu ár í sjálfboðavinnu í skaðaminnkandi verkefni frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum og sem framkvæmdastjóri í Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF). Í báðum þessum verkefnunum hef ég kynnst hversu sárt það er að vera jaðarsettur. Ég hef séð það gerast þegar okkar þjónustuþegar sækjast eftir hjálpinni og höndin er teygð út, en slegið er á hana og hjálpin ekki til staðar. Já hjálpin er ekki til staðar vegna skorts á auknum meðferðarplássum og úrræðum. Gagnvart fíknisjúkdómnum eru fordómar í þjóðfélaginu, því segi ég burt með fordóma! Það er okkur ekki til sóma að viðhafa fordóma gagnvart fólki sem er að þjást vegna sjúkdómsins og það er mál að linni. Stöndum nú einu sinni saman og hættum málalengingum og förum að láta verkin tala. Enginn vill þurfa að bera þá ábyrgð, að taka ákvarðanir um mál sem skilja á milli hvort einstaklingur lifir eða deyr. Vertu öðrum eins og þú vilt að þeir séu þér. Minningardagurinn verður haldinn í Fríkirkjunni 26. mars kl. 18:00 Athöfnin tekur um eina klukkustund og að henni lokinni munum við leggja blóm að tröppum Alþingis til heiðurs þeim sem dáið hafa vegna sjúkdómsins. Höfundur er framkvæmdastjóri SAOF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni Minningardagsins, sem haldinn er til heiðurs og minningar um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins, sest ég niður og skrifa hugrenningar mínar. Ég hef mikla persónulega reynslu af sjúkdómnum. Hann markaði líf mitt í þrjátíu og sex ár af þeim sextíu og þremur árum sem ég hef lifað. Einhvers staðar stendur skrifað að mennt sé máttur og má með sanni segja, og að þessu sögðu, þar sem ég er nú ekki háskólamenntaður maður, að ég á stundum erfitt með að skilja hvað það þarf marga fræðimenn til að taka vitrænar ákvarðanir um jafn alvarlegan málaflokk og þennan. Nóg hefur verið rætt og ritað um lausnir, en nú er komið að framkvæmdum. Á meðan við tölum, missum við dýrmætan tíma og allt of margir deyja af völdum sjúkdómsins. Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í sandkassaleik og reyna að finna þá sem eiga sök á úrræðaleysi meðferðamála hér á landi, heldur líta frekar til lausna. Núverandi ríkisstjórn er blessunarlega að byrja umræðu um úrbætur í málum fíknisjúkra og vona ég að raunin verði sú að nú munu verkin tala. Það eru svo margir sem þjást af völdum sjúkdómsins og vandinn fer vaxandi. Þarna tala ég af reynslu, eftir tæp ellefu ár í sjálfboðavinnu í skaðaminnkandi verkefni frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum og sem framkvæmdastjóri í Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF). Í báðum þessum verkefnunum hef ég kynnst hversu sárt það er að vera jaðarsettur. Ég hef séð það gerast þegar okkar þjónustuþegar sækjast eftir hjálpinni og höndin er teygð út, en slegið er á hana og hjálpin ekki til staðar. Já hjálpin er ekki til staðar vegna skorts á auknum meðferðarplássum og úrræðum. Gagnvart fíknisjúkdómnum eru fordómar í þjóðfélaginu, því segi ég burt með fordóma! Það er okkur ekki til sóma að viðhafa fordóma gagnvart fólki sem er að þjást vegna sjúkdómsins og það er mál að linni. Stöndum nú einu sinni saman og hættum málalengingum og förum að láta verkin tala. Enginn vill þurfa að bera þá ábyrgð, að taka ákvarðanir um mál sem skilja á milli hvort einstaklingur lifir eða deyr. Vertu öðrum eins og þú vilt að þeir séu þér. Minningardagurinn verður haldinn í Fríkirkjunni 26. mars kl. 18:00 Athöfnin tekur um eina klukkustund og að henni lokinni munum við leggja blóm að tröppum Alþingis til heiðurs þeim sem dáið hafa vegna sjúkdómsins. Höfundur er framkvæmdastjóri SAOF.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun