Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 25. mars 2025 10:00 Flokkur fólksins hefur verið sá flokkur sem hefur einna mest barist fyrir verndun og velferð dýra. Matvælastofnun gegnir eftirliti með þessum málaflokki. Alloft birtast sláandi fregnir og myndir af dýraníði og gera má því skóna að það viðgangist meira en fólk heldur. Á þessari stundu vitum við auðvitað ekki neitt um hversu mörg dýr búa við óviðunandi aðstæður. Þeir sem gerast sekir um dýraníð fá í mesta lagi sekt ef tekst að sanna gjörðir þeirra þótt oft þurfi að aflífa dýr eftir misþyrmingar eða slæman aðbúnað af hálfu eiganda. Þetta er auðvitað með öllu óásættanlegt. Nú hefur atvinnuvegaráðherra óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan taki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar fólk verður vart við dýr í neyð. Það verði síðan Neyðarlínunnar að vinna úr umræddum tilkynningum og koma boðum til eftirlitsaðila. Hér væri því möguleg leið til að fá upplýsingar um óviðunandi aðbúnað og aðstæður dýra eða ef grunur leikur á að verið sé að meiða eða níðast á dýri. Tryggja þarf fjármagn og þjálfun starfsfólks Neyðarlínunnar sem ætti að vera einfalt og auðleysanlegt verkefni. Finna verður leiðir til að allir þeir sem hafa minnsta grun eða vísbendingu um eða verða vitni að dýraníði geta komið upplýsingum umsvifalaust til eftirlitsaðila svo hægt sé að bregðast strax við. Fyrsta skrefið er auðvitað að tryggja að dýrið sé öruggt og að meint ofbeldi sé stöðvað. Refsa ætti þeim sem fara illa með skepnur og níðast á dýrum með tilhlýðilegum hætti ásamt því að bjóða upp á betrun og bætta hegðun. Dýr eiga velferð sína alfarið undir eigendum eða þeim sem sinna þeim. Dýraníðingar sem eru staðnir að verki en ganga frá verknaðinum án afleiðinga eru líklegir til halda atferli sínu áfram. Matvælastofnun gegnir nú eftirlitshlutverki dýraverndar. Þetta eftirlit má styrkja með skýrari heimildum til víðtækra aðgerða og inngripa þegar aðstæður kalla. Kostnaðarsöm kærumál hafa komið upp þar sem Matvælastofnun er sökuð um að hafa ekki gripið til vægustu aðgerðar. Með breyttu verklagi má flýta og styrkja eftirlitsaðila til að grípa af meiri krafti og áræðni inn í þessi mál með það að markmiði að draga úr ofbeldi gagnvart varnarlausum dýrum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Dýr Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur verið sá flokkur sem hefur einna mest barist fyrir verndun og velferð dýra. Matvælastofnun gegnir eftirliti með þessum málaflokki. Alloft birtast sláandi fregnir og myndir af dýraníði og gera má því skóna að það viðgangist meira en fólk heldur. Á þessari stundu vitum við auðvitað ekki neitt um hversu mörg dýr búa við óviðunandi aðstæður. Þeir sem gerast sekir um dýraníð fá í mesta lagi sekt ef tekst að sanna gjörðir þeirra þótt oft þurfi að aflífa dýr eftir misþyrmingar eða slæman aðbúnað af hálfu eiganda. Þetta er auðvitað með öllu óásættanlegt. Nú hefur atvinnuvegaráðherra óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan taki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar fólk verður vart við dýr í neyð. Það verði síðan Neyðarlínunnar að vinna úr umræddum tilkynningum og koma boðum til eftirlitsaðila. Hér væri því möguleg leið til að fá upplýsingar um óviðunandi aðbúnað og aðstæður dýra eða ef grunur leikur á að verið sé að meiða eða níðast á dýri. Tryggja þarf fjármagn og þjálfun starfsfólks Neyðarlínunnar sem ætti að vera einfalt og auðleysanlegt verkefni. Finna verður leiðir til að allir þeir sem hafa minnsta grun eða vísbendingu um eða verða vitni að dýraníði geta komið upplýsingum umsvifalaust til eftirlitsaðila svo hægt sé að bregðast strax við. Fyrsta skrefið er auðvitað að tryggja að dýrið sé öruggt og að meint ofbeldi sé stöðvað. Refsa ætti þeim sem fara illa með skepnur og níðast á dýrum með tilhlýðilegum hætti ásamt því að bjóða upp á betrun og bætta hegðun. Dýr eiga velferð sína alfarið undir eigendum eða þeim sem sinna þeim. Dýraníðingar sem eru staðnir að verki en ganga frá verknaðinum án afleiðinga eru líklegir til halda atferli sínu áfram. Matvælastofnun gegnir nú eftirlitshlutverki dýraverndar. Þetta eftirlit má styrkja með skýrari heimildum til víðtækra aðgerða og inngripa þegar aðstæður kalla. Kostnaðarsöm kærumál hafa komið upp þar sem Matvælastofnun er sökuð um að hafa ekki gripið til vægustu aðgerðar. Með breyttu verklagi má flýta og styrkja eftirlitsaðila til að grípa af meiri krafti og áræðni inn í þessi mál með það að markmiði að draga úr ofbeldi gagnvart varnarlausum dýrum. Höfundur er alþingismaður.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun