Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar 23. mars 2025 22:02 Galli er á einni af hverjum þrettán nýbyggingum á Íslandi samkvæmt rannsókn sem gerð var á umfangi byggingargalla á árunum 1998 til 2012. Kom í ljós að tilkynnt hafði verið um tjón sem byggingarstjóri eða löggiltur hönnuður bar ábyrgð í tæpum 8% tilvika. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem galli var ekki tilkynntur, m.a. vegna vanþekkingar kaupanda eða gallinn uppgötvast löngu síðar. Í nýlegri lúxusíbúð, sem kynnt var sem hágæða nýbygging, kom í ljós að brunaöryggi var ábótavant, brunahólfun ekki rétt unnin, halli á gólfum ekki réttur, frágangur á parketi og listum ábótavant og málningarvinna ekki í samræmi við almennar kröfur. Myndir þú kaupa lúxusíbúð sem auglýst væri með eftirtöldum göllum? Nei væntanlega ekki, það myndi ég ekki heldur gera. Tilgangur minn er ekki hræða lesendur heldur að upplýsa fólk um að í nýjum eignum jafnt og þeim eldri geta leynst gallar. Að sjálfsögðu hef ég hagsmuni af því að fleiri óski eftir ástandsskoðun en það hafa kaupendur líka. Það er alls ekki svo að frágangur nýbygginga sé allur slæmur og verktakar almennt fúskarar, síður en svo, en þegar galli er til staðar er betra að leiða hann í ljós strax. Seljandi fasteignar hefur hagsmuni af því að geta bætt úr gallanum strax og kaupandi spara sér miklar fjárhæðir í mögulegum lögfræðikostnaði, viðgerðum og tíma sem fer í leiðinlegt og oftar en ekki erfitt mál. Fasteign er hjá flestum dýrasta fjárfesting okkar á lífsleiðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að vanda valið og vinna sína heimavinnu vel. Kostnaðurinn af úttekt er alltaf minni en kostnaður af deilumáli sem síðar getur komið upp eða á galla sem almennum leikmanni er leyndur en blasir við reyndum úttektaraðila. Því er mikilvægt að ástandsskoðun sé hluti af öllum fasteignaviðskiptum, ekki aðeins þegar um eldri eignir er að ræða. Hvað ættu kaupendur að gera? Til að forðast dýrkeypt mistök ættu kaupendur að: Krefjast ástandsskoðunar fyrir kaup – Gera tilboð með fyrirvara um ástandsskoðun. Athuga rakavandamál og loftræstingu – Mygla er dýr og erfið í úrbótum. Hafa fagaðila viðstaddan við afhendingu eignarinnar – Myndir og skjalfesting eru lykilatriði. Leita strax til byggingaraðila ef gallar finnast eftir kaupin. Hafa samband við lögfræðing ef byggingaraðili bregst ekki við eða gallar eru umfangsmeiri en í fyrstu var talið. Höfundur er byggingafræðingur, byggingarstjóri, húsasmíðameistari og eigandi A Fagmenn ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Galli er á einni af hverjum þrettán nýbyggingum á Íslandi samkvæmt rannsókn sem gerð var á umfangi byggingargalla á árunum 1998 til 2012. Kom í ljós að tilkynnt hafði verið um tjón sem byggingarstjóri eða löggiltur hönnuður bar ábyrgð í tæpum 8% tilvika. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem galli var ekki tilkynntur, m.a. vegna vanþekkingar kaupanda eða gallinn uppgötvast löngu síðar. Í nýlegri lúxusíbúð, sem kynnt var sem hágæða nýbygging, kom í ljós að brunaöryggi var ábótavant, brunahólfun ekki rétt unnin, halli á gólfum ekki réttur, frágangur á parketi og listum ábótavant og málningarvinna ekki í samræmi við almennar kröfur. Myndir þú kaupa lúxusíbúð sem auglýst væri með eftirtöldum göllum? Nei væntanlega ekki, það myndi ég ekki heldur gera. Tilgangur minn er ekki hræða lesendur heldur að upplýsa fólk um að í nýjum eignum jafnt og þeim eldri geta leynst gallar. Að sjálfsögðu hef ég hagsmuni af því að fleiri óski eftir ástandsskoðun en það hafa kaupendur líka. Það er alls ekki svo að frágangur nýbygginga sé allur slæmur og verktakar almennt fúskarar, síður en svo, en þegar galli er til staðar er betra að leiða hann í ljós strax. Seljandi fasteignar hefur hagsmuni af því að geta bætt úr gallanum strax og kaupandi spara sér miklar fjárhæðir í mögulegum lögfræðikostnaði, viðgerðum og tíma sem fer í leiðinlegt og oftar en ekki erfitt mál. Fasteign er hjá flestum dýrasta fjárfesting okkar á lífsleiðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að vanda valið og vinna sína heimavinnu vel. Kostnaðurinn af úttekt er alltaf minni en kostnaður af deilumáli sem síðar getur komið upp eða á galla sem almennum leikmanni er leyndur en blasir við reyndum úttektaraðila. Því er mikilvægt að ástandsskoðun sé hluti af öllum fasteignaviðskiptum, ekki aðeins þegar um eldri eignir er að ræða. Hvað ættu kaupendur að gera? Til að forðast dýrkeypt mistök ættu kaupendur að: Krefjast ástandsskoðunar fyrir kaup – Gera tilboð með fyrirvara um ástandsskoðun. Athuga rakavandamál og loftræstingu – Mygla er dýr og erfið í úrbótum. Hafa fagaðila viðstaddan við afhendingu eignarinnar – Myndir og skjalfesting eru lykilatriði. Leita strax til byggingaraðila ef gallar finnast eftir kaupin. Hafa samband við lögfræðing ef byggingaraðili bregst ekki við eða gallar eru umfangsmeiri en í fyrstu var talið. Höfundur er byggingafræðingur, byggingarstjóri, húsasmíðameistari og eigandi A Fagmenn ehf.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun