Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. mars 2025 21:01 Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af Carbfix-verkefninu og að finna þurfi því nýjan stað. vísir/rax Formaður Lofstlagsráðs segir liggja mikið á að finna Carbfix - verkefni Coda Terminal - nýjan stað eftir að hætt var við það vegna mótmæla íbúa í Hafnarfirði. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn verkefninu. Carbfix tilkynnti á föstudaginn að fyrirtækið væri hætt við áform sín um kolefnisförgunarstöðin Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Verkefnið hafði mætt töluverðri andstöðu hjá hluta bæjarbúa sem höfðu lýst áhyggjum vegna nálægð niðurdælingarborholna við íbúðabyggð. Meðlimir hópsins sem mótmæltu áformunum hafa lýst yfir létti. Erfitt að halda utan um umræðuna Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af verkefninu. Álit skipulagsstofnunar hafi verið tiltölulega jákvætt þó að það hafi sett verkefninu ákveðin skilyrði. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli hafa komið að því, þetta er náttúrulega ákvörðun þeirra sem búa þarna. Það er mjög mikilvægt hins vegar að þessi mikilvæga tækni nái framgangi. Það er mjög mikil þörf fyrir þessa leið. Það er alveg ljóst að það þarf að fjarlægja koltvíoxíð úr andrúmsloftinu og koma því varanlega fyrir.“ Mikilvægt sé að verkefninu verði fundinn nýr staðir og að ekki verði mikil töf á því. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir að stoppa verkefni þó að eðlilegt sé að spurningar vakni hjá íbúum. „Það er alltaf mjög erfitt að halda utan um svona umræðu og hún kemur á erfiðum tíma. Í kjölfar jarðhræringa og eldgosa þarna á svæðinu. Það er eðlilegt að það vakni spurningar. Þannig ég vil ekki dæma það endilega.“ Bakslag í loftslagsmálum Áhyggjur varðandi að mögulega mengun starfseminnar eigi ekki við rök að styðjast. Finna þurfa leiðir til að geta beitt tækninni með sátt íbúa. „Það væri ekki verið að flytja inn mengun. Þetta er náttúrulegt efni sem að er í hringrás en við þurfum að koma því úr þessari hringrás til þess að það hafi ekki neikvæð áhrif á loftslag. Ég held að aðal lærdómurinn sé sá að tengja íbúa inn í þetta fyrr. Leggja meiri kraft í að upplýsa íbúa og gefa þeim tækifæri til að fá svör við spurningum sem þau eiga alveg fullan rétt á að spyrja.“ Finnst þér eins og það hafi orðið bakslag í loftslagsmálum? „Já og það er ekkert hægt að neita því og önnur mál hafa komist í forgrunn. Á sama tíma eru hætturnar að aukast og við erum líka að missa tækifæri á að gera þær breytingar á hagkvæman hátt sem þarf að gera. Kostnaðurinn eykst bara með töfum. Það er feykilega mikilvægt að við náum aftur athyglinni á þetta.“ Loftslagsmál Coda Terminal Hafnarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Carbfix tilkynnti á föstudaginn að fyrirtækið væri hætt við áform sín um kolefnisförgunarstöðin Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Verkefnið hafði mætt töluverðri andstöðu hjá hluta bæjarbúa sem höfðu lýst áhyggjum vegna nálægð niðurdælingarborholna við íbúðabyggð. Meðlimir hópsins sem mótmæltu áformunum hafa lýst yfir létti. Erfitt að halda utan um umræðuna Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af verkefninu. Álit skipulagsstofnunar hafi verið tiltölulega jákvætt þó að það hafi sett verkefninu ákveðin skilyrði. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli hafa komið að því, þetta er náttúrulega ákvörðun þeirra sem búa þarna. Það er mjög mikilvægt hins vegar að þessi mikilvæga tækni nái framgangi. Það er mjög mikil þörf fyrir þessa leið. Það er alveg ljóst að það þarf að fjarlægja koltvíoxíð úr andrúmsloftinu og koma því varanlega fyrir.“ Mikilvægt sé að verkefninu verði fundinn nýr staðir og að ekki verði mikil töf á því. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir að stoppa verkefni þó að eðlilegt sé að spurningar vakni hjá íbúum. „Það er alltaf mjög erfitt að halda utan um svona umræðu og hún kemur á erfiðum tíma. Í kjölfar jarðhræringa og eldgosa þarna á svæðinu. Það er eðlilegt að það vakni spurningar. Þannig ég vil ekki dæma það endilega.“ Bakslag í loftslagsmálum Áhyggjur varðandi að mögulega mengun starfseminnar eigi ekki við rök að styðjast. Finna þurfa leiðir til að geta beitt tækninni með sátt íbúa. „Það væri ekki verið að flytja inn mengun. Þetta er náttúrulegt efni sem að er í hringrás en við þurfum að koma því úr þessari hringrás til þess að það hafi ekki neikvæð áhrif á loftslag. Ég held að aðal lærdómurinn sé sá að tengja íbúa inn í þetta fyrr. Leggja meiri kraft í að upplýsa íbúa og gefa þeim tækifæri til að fá svör við spurningum sem þau eiga alveg fullan rétt á að spyrja.“ Finnst þér eins og það hafi orðið bakslag í loftslagsmálum? „Já og það er ekkert hægt að neita því og önnur mál hafa komist í forgrunn. Á sama tíma eru hætturnar að aukast og við erum líka að missa tækifæri á að gera þær breytingar á hagkvæman hátt sem þarf að gera. Kostnaðurinn eykst bara með töfum. Það er feykilega mikilvægt að við náum aftur athyglinni á þetta.“
Loftslagsmál Coda Terminal Hafnarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26