Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. mars 2025 21:01 Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af Carbfix-verkefninu og að finna þurfi því nýjan stað. vísir/rax Formaður Lofstlagsráðs segir liggja mikið á að finna Carbfix - verkefni Coda Terminal - nýjan stað eftir að hætt var við það vegna mótmæla íbúa í Hafnarfirði. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn verkefninu. Carbfix tilkynnti á föstudaginn að fyrirtækið væri hætt við áform sín um kolefnisförgunarstöðin Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Verkefnið hafði mætt töluverðri andstöðu hjá hluta bæjarbúa sem höfðu lýst áhyggjum vegna nálægð niðurdælingarborholna við íbúðabyggð. Meðlimir hópsins sem mótmæltu áformunum hafa lýst yfir létti. Erfitt að halda utan um umræðuna Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af verkefninu. Álit skipulagsstofnunar hafi verið tiltölulega jákvætt þó að það hafi sett verkefninu ákveðin skilyrði. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli hafa komið að því, þetta er náttúrulega ákvörðun þeirra sem búa þarna. Það er mjög mikilvægt hins vegar að þessi mikilvæga tækni nái framgangi. Það er mjög mikil þörf fyrir þessa leið. Það er alveg ljóst að það þarf að fjarlægja koltvíoxíð úr andrúmsloftinu og koma því varanlega fyrir.“ Mikilvægt sé að verkefninu verði fundinn nýr staðir og að ekki verði mikil töf á því. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir að stoppa verkefni þó að eðlilegt sé að spurningar vakni hjá íbúum. „Það er alltaf mjög erfitt að halda utan um svona umræðu og hún kemur á erfiðum tíma. Í kjölfar jarðhræringa og eldgosa þarna á svæðinu. Það er eðlilegt að það vakni spurningar. Þannig ég vil ekki dæma það endilega.“ Bakslag í loftslagsmálum Áhyggjur varðandi að mögulega mengun starfseminnar eigi ekki við rök að styðjast. Finna þurfa leiðir til að geta beitt tækninni með sátt íbúa. „Það væri ekki verið að flytja inn mengun. Þetta er náttúrulegt efni sem að er í hringrás en við þurfum að koma því úr þessari hringrás til þess að það hafi ekki neikvæð áhrif á loftslag. Ég held að aðal lærdómurinn sé sá að tengja íbúa inn í þetta fyrr. Leggja meiri kraft í að upplýsa íbúa og gefa þeim tækifæri til að fá svör við spurningum sem þau eiga alveg fullan rétt á að spyrja.“ Finnst þér eins og það hafi orðið bakslag í loftslagsmálum? „Já og það er ekkert hægt að neita því og önnur mál hafa komist í forgrunn. Á sama tíma eru hætturnar að aukast og við erum líka að missa tækifæri á að gera þær breytingar á hagkvæman hátt sem þarf að gera. Kostnaðurinn eykst bara með töfum. Það er feykilega mikilvægt að við náum aftur athyglinni á þetta.“ Loftslagsmál Coda Terminal Hafnarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Sjá meira
Carbfix tilkynnti á föstudaginn að fyrirtækið væri hætt við áform sín um kolefnisförgunarstöðin Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Verkefnið hafði mætt töluverðri andstöðu hjá hluta bæjarbúa sem höfðu lýst áhyggjum vegna nálægð niðurdælingarborholna við íbúðabyggð. Meðlimir hópsins sem mótmæltu áformunum hafa lýst yfir létti. Erfitt að halda utan um umræðuna Halldór Þorgeirsson, formaður Lofstlagsráðs, segir missi af verkefninu. Álit skipulagsstofnunar hafi verið tiltölulega jákvætt þó að það hafi sett verkefninu ákveðin skilyrði. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli hafa komið að því, þetta er náttúrulega ákvörðun þeirra sem búa þarna. Það er mjög mikilvægt hins vegar að þessi mikilvæga tækni nái framgangi. Það er mjög mikil þörf fyrir þessa leið. Það er alveg ljóst að það þarf að fjarlægja koltvíoxíð úr andrúmsloftinu og koma því varanlega fyrir.“ Mikilvægt sé að verkefninu verði fundinn nýr staðir og að ekki verði mikil töf á því. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir að stoppa verkefni þó að eðlilegt sé að spurningar vakni hjá íbúum. „Það er alltaf mjög erfitt að halda utan um svona umræðu og hún kemur á erfiðum tíma. Í kjölfar jarðhræringa og eldgosa þarna á svæðinu. Það er eðlilegt að það vakni spurningar. Þannig ég vil ekki dæma það endilega.“ Bakslag í loftslagsmálum Áhyggjur varðandi að mögulega mengun starfseminnar eigi ekki við rök að styðjast. Finna þurfa leiðir til að geta beitt tækninni með sátt íbúa. „Það væri ekki verið að flytja inn mengun. Þetta er náttúrulegt efni sem að er í hringrás en við þurfum að koma því úr þessari hringrás til þess að það hafi ekki neikvæð áhrif á loftslag. Ég held að aðal lærdómurinn sé sá að tengja íbúa inn í þetta fyrr. Leggja meiri kraft í að upplýsa íbúa og gefa þeim tækifæri til að fá svör við spurningum sem þau eiga alveg fullan rétt á að spyrja.“ Finnst þér eins og það hafi orðið bakslag í loftslagsmálum? „Já og það er ekkert hægt að neita því og önnur mál hafa komist í forgrunn. Á sama tíma eru hætturnar að aukast og við erum líka að missa tækifæri á að gera þær breytingar á hagkvæman hátt sem þarf að gera. Kostnaðurinn eykst bara með töfum. Það er feykilega mikilvægt að við náum aftur athyglinni á þetta.“
Loftslagsmál Coda Terminal Hafnarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Sjá meira
Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26