Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Eiður Þór Árnason, Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 20. mars 2025 18:09 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum. Fylgst er með framvindu mála í vaktinni að neðan. Fyrst var greint var frá þessu í Speglinum á RÚV. Ásthildur leiddi unglingastarf í trúarsöfnuðinum Trú og líf við Smiðjuveg í Kópavogi þegar hún kynntist piltinum sem var þá fimmtán ára. Sá heitir Eiríkur Ásmundsson en var orðinn sextán ára þegar barnið var getið, að sögn Ásthildar. Farið leynt með sambandið Að sögn RÚV leiðbeindi Ásthildur Lóa drengnum sem hafi komið af brotnu heimili og þess vegna leitað í trúarsöfnuðinn. Jafnframt kemur fram í frétt RÚV að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst um málið fyrir viku síðan og tjáð að erindið væri trúnaðarmál. Þrátt fyrir það hafi barnamálaráðherra fengið veður af því og sett sig í samband við sendandann. Forsætisráðuneytið vísar þessu á bug og hafnar því að ráðuneytið hafi rofið trúnað. Í upphaflegu erindi hafi sendandi óskað eftir fundi með forsætisráðherra án þess að fundarefnið væri tilgreint og í seinna erindi hafi fundarbeiðnin verið ítrekuð, tekið fram að málið varðaði menntamálaráðherra og að það væri í lagi að hann sæti fundinn. Eiríkur staðfestir í samtali við RÚV að þau hafi átt í ástarsambandi fljótlega eftir að hann leitaði í trúarsöfnuðinn. Leynd hafi alla tíð hvílt yfir sambandinu. Ekki náðist í Eirík eða Ingu Sæland, formann Flokks fólksins við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fram kom í eldri fyrirsögn að Ásthildur hafi verið 23 ára þegar hún eignaðist barnið en hið rétta er að hún var á 23. aldursári þegar hún var barnshafandi. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Fylgst er með framvindu mála í vaktinni að neðan. Fyrst var greint var frá þessu í Speglinum á RÚV. Ásthildur leiddi unglingastarf í trúarsöfnuðinum Trú og líf við Smiðjuveg í Kópavogi þegar hún kynntist piltinum sem var þá fimmtán ára. Sá heitir Eiríkur Ásmundsson en var orðinn sextán ára þegar barnið var getið, að sögn Ásthildar. Farið leynt með sambandið Að sögn RÚV leiðbeindi Ásthildur Lóa drengnum sem hafi komið af brotnu heimili og þess vegna leitað í trúarsöfnuðinn. Jafnframt kemur fram í frétt RÚV að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst um málið fyrir viku síðan og tjáð að erindið væri trúnaðarmál. Þrátt fyrir það hafi barnamálaráðherra fengið veður af því og sett sig í samband við sendandann. Forsætisráðuneytið vísar þessu á bug og hafnar því að ráðuneytið hafi rofið trúnað. Í upphaflegu erindi hafi sendandi óskað eftir fundi með forsætisráðherra án þess að fundarefnið væri tilgreint og í seinna erindi hafi fundarbeiðnin verið ítrekuð, tekið fram að málið varðaði menntamálaráðherra og að það væri í lagi að hann sæti fundinn. Eiríkur staðfestir í samtali við RÚV að þau hafi átt í ástarsambandi fljótlega eftir að hann leitaði í trúarsöfnuðinn. Leynd hafi alla tíð hvílt yfir sambandinu. Ekki náðist í Eirík eða Ingu Sæland, formann Flokks fólksins við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fram kom í eldri fyrirsögn að Ásthildur hafi verið 23 ára þegar hún eignaðist barnið en hið rétta er að hún var á 23. aldursári þegar hún var barnshafandi. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira