Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. mars 2025 16:30 Inga Sæland félags og húsnæðismálaráðherra, sagði er hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum í þinginu 20. mars , um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB- umsóknar, að það gætti skringilegs misskilnings að halda að þjóðaratkvæðagreiðsla um umsókn, hefði eitthvað með inngöngu í Evrópusambandið að gera. Nú er það svo, hvort sem að sótt er um inngöngu í Evrópusambandið eða eitthvað annað, að varla sé það gert nema áhugi sé fyrir inngöngu. Eftir að umsóknaraðilinn eða umsóknarríkið hefur kynnt sér kosti og galla inngöngu. Það er ekki verið að sækja um eða kaupa aðgöngumiða í skoðunarferð um reglu og lagafargan Evrópusambandsins. Heldur er sótt um, þegar ríki telja hag sýnum betur borgið þar inni, en fyrir utan. Annar misskilningur frú Sæland, er svo auðvitað sá, að þjóðin sé að fara að ákveða hvort sótt verði um eða ekki. Inga og hinir sextíuogtveir sem kjörnir voru á þing í nóvember síðastliðnum, voru einmitt kjörnir til þess að taka slíkar ákvarðanir og þá samkvæmt eigin sannfæringu. En í 48. grein stjórnarskrárinnar stendur orðrétt: “Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Að óbreyttri stjórnarskrá, leiðir það því af sér, að þjóðaratkvæðið getur eingöngu snúist um, fylgi stjórnarmeiri þeirri stjórnarskrá er hann hefur heitið drengskap sínum við, ákvörðun sem þingið hefur tekið. En ekki um hvort að þingið eigi að taka einhverja ákvörðun. Eins verður það svo auðvitað, gangi málið svo langt að úr verði samningur um aðild Íslands að ESB. Það er því alveg ljóst, að ákvörðun um umsókn eða inngöngu í ESB er og verður hjá Alþingi og engum öðrum. Þingið getur hins vegar ákveðið, að spyrja þjóðina um afstöðu til áður tekinna ákvarðana og ákveðið svo að því loknu, hvort farið skuli að ákvörðun þjóðarinnar eða ekki. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Sjá meira
Inga Sæland félags og húsnæðismálaráðherra, sagði er hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum í þinginu 20. mars , um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB- umsóknar, að það gætti skringilegs misskilnings að halda að þjóðaratkvæðagreiðsla um umsókn, hefði eitthvað með inngöngu í Evrópusambandið að gera. Nú er það svo, hvort sem að sótt er um inngöngu í Evrópusambandið eða eitthvað annað, að varla sé það gert nema áhugi sé fyrir inngöngu. Eftir að umsóknaraðilinn eða umsóknarríkið hefur kynnt sér kosti og galla inngöngu. Það er ekki verið að sækja um eða kaupa aðgöngumiða í skoðunarferð um reglu og lagafargan Evrópusambandsins. Heldur er sótt um, þegar ríki telja hag sýnum betur borgið þar inni, en fyrir utan. Annar misskilningur frú Sæland, er svo auðvitað sá, að þjóðin sé að fara að ákveða hvort sótt verði um eða ekki. Inga og hinir sextíuogtveir sem kjörnir voru á þing í nóvember síðastliðnum, voru einmitt kjörnir til þess að taka slíkar ákvarðanir og þá samkvæmt eigin sannfæringu. En í 48. grein stjórnarskrárinnar stendur orðrétt: “Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Að óbreyttri stjórnarskrá, leiðir það því af sér, að þjóðaratkvæðið getur eingöngu snúist um, fylgi stjórnarmeiri þeirri stjórnarskrá er hann hefur heitið drengskap sínum við, ákvörðun sem þingið hefur tekið. En ekki um hvort að þingið eigi að taka einhverja ákvörðun. Eins verður það svo auðvitað, gangi málið svo langt að úr verði samningur um aðild Íslands að ESB. Það er því alveg ljóst, að ákvörðun um umsókn eða inngöngu í ESB er og verður hjá Alþingi og engum öðrum. Þingið getur hins vegar ákveðið, að spyrja þjóðina um afstöðu til áður tekinna ákvarðana og ákveðið svo að því loknu, hvort farið skuli að ákvörðun þjóðarinnar eða ekki. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar