Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Þór Stefánsson skrifar 21. mars 2025 08:25 Björn Gíslason borgarfulltrúi hefur setið í stjórn Fylkis frá árinu 2001. Vísir/Vilhelm Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. „Ég hef verið mikið í íþrótta- og tómstundaráði í gegnum árin, í mjög langan tíma. Og ég er formaður í Fylki. Ég hef bara vikið af fundi ef það snýr eitthvað að því. Það hefur aldrei verið neitt mál,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag átti að kjósa um hvort hann tæki sæti í ráðinu, en kosningunni var frestað. Lagt var fram minnisblað frá árinu 2023, sem var unnið eftir að Birni var gert að víkja úr þessu sama ráði í febrúar 2023. Þá fór Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, fram á skriflegan rökstuðning. Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Ebba Schram borgarlögmaður unnu minnisblað um málið og komust að þeirri niðurstöðu að Björn væri, sem formaður Fylkis, vanhæfur til að taka sæti í nefndinni. Væri annað fengi hann tekjur Björn telur mikilvægt að láta á það reyna, hvort þetta álit standist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ segir Björn. Fylkismenn etja kappi. Myndin er úr safni.Vísir/Diego „Ég held að þetta væri svolítið annað ef ég hefði af þessu tekjur og framfærslu. Það er lykilatriði. Þetta er bara sjálfboðavinna.“ Hann myndi vilja senda málið til að sveitastjórnarráðuneytisins sem myndi úrskurða í málinu, hvort Björn sé vanhæfur eða ekki. Gætir hagsmuna samkeppnisaðila Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Þar að auki var komist að þeirri niðurstöðu að ef Björn tæki sæti í ráðinu og tæki þátt í afgreiðslu máls þar sem hann væri vanhæfur, væri sú ákvörðun ráðsins haldin annmarka. Og það gæti leitt til þess að stjórnvaldsákvörðun borgarinnar væri ógild og gæti gert hana skaðabótaskylda. Björn segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að baka borginni skaðabótaskyldu með setu í ráðinu. Þó að málið varði hæfi Björns í borginni telur hann að það gæti haft áhrif víðar.Vísir/Vilhelm Vanhæfi myndi hafa áhrif víða Ef Björn er vanhæfur vegna stjórnarsetunnar í Fylki veltir hann fyrir sér hvort margir aðrir hljóti því ekki líka að vera í sömu stöðu „Úti á landi, í minni sveitarfélögum, þar sem oft eru fulltrúar í alls konar aukavinnu, kannski í björgunarsveit eða þvíumlíkt, sinna þar ýmsum trúnaðarstörfum,“ segir hann. „Þar geta menn oft verið með marga hatta.“ Verði komist að þeirri niðurstöðu að Björn sé vanhæfur telur hann að það gæti skapað vandamál fyrir ansi marga. „Ég held að það geti bara verið vandamál ef þetta fer í gegn, að þú megir ekki sinna einu eða neinu.“ Borgarstjórn Fylkir Stjórnsýsla Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Ég hef verið mikið í íþrótta- og tómstundaráði í gegnum árin, í mjög langan tíma. Og ég er formaður í Fylki. Ég hef bara vikið af fundi ef það snýr eitthvað að því. Það hefur aldrei verið neitt mál,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag átti að kjósa um hvort hann tæki sæti í ráðinu, en kosningunni var frestað. Lagt var fram minnisblað frá árinu 2023, sem var unnið eftir að Birni var gert að víkja úr þessu sama ráði í febrúar 2023. Þá fór Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, fram á skriflegan rökstuðning. Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Ebba Schram borgarlögmaður unnu minnisblað um málið og komust að þeirri niðurstöðu að Björn væri, sem formaður Fylkis, vanhæfur til að taka sæti í nefndinni. Væri annað fengi hann tekjur Björn telur mikilvægt að láta á það reyna, hvort þetta álit standist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ segir Björn. Fylkismenn etja kappi. Myndin er úr safni.Vísir/Diego „Ég held að þetta væri svolítið annað ef ég hefði af þessu tekjur og framfærslu. Það er lykilatriði. Þetta er bara sjálfboðavinna.“ Hann myndi vilja senda málið til að sveitastjórnarráðuneytisins sem myndi úrskurða í málinu, hvort Björn sé vanhæfur eða ekki. Gætir hagsmuna samkeppnisaðila Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Þar að auki var komist að þeirri niðurstöðu að ef Björn tæki sæti í ráðinu og tæki þátt í afgreiðslu máls þar sem hann væri vanhæfur, væri sú ákvörðun ráðsins haldin annmarka. Og það gæti leitt til þess að stjórnvaldsákvörðun borgarinnar væri ógild og gæti gert hana skaðabótaskylda. Björn segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að baka borginni skaðabótaskyldu með setu í ráðinu. Þó að málið varði hæfi Björns í borginni telur hann að það gæti haft áhrif víðar.Vísir/Vilhelm Vanhæfi myndi hafa áhrif víða Ef Björn er vanhæfur vegna stjórnarsetunnar í Fylki veltir hann fyrir sér hvort margir aðrir hljóti því ekki líka að vera í sömu stöðu „Úti á landi, í minni sveitarfélögum, þar sem oft eru fulltrúar í alls konar aukavinnu, kannski í björgunarsveit eða þvíumlíkt, sinna þar ýmsum trúnaðarstörfum,“ segir hann. „Þar geta menn oft verið með marga hatta.“ Verði komist að þeirri niðurstöðu að Björn sé vanhæfur telur hann að það gæti skapað vandamál fyrir ansi marga. „Ég held að það geti bara verið vandamál ef þetta fer í gegn, að þú megir ekki sinna einu eða neinu.“
Borgarstjórn Fylkir Stjórnsýsla Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira