Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar 20. mars 2025 07:01 Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir. Í fréttatilkynningu, sem gefin var út eftir að gengið var frá samningi Isavia og Heinemann, var honum fagnað af hálfu framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta var allt gert til að tryggja ávinning umfram núverandi fyrirkomulag. Þessi breyting mun skila ávinningi fyrir farþega, flugvöllinn og samfélagið í heild. Við erum að auka tekjur flugvallarins verulega,“ var haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni. Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli er einn mikilvægasti – og oft mikilvægasti – útsölustaður margra minni og meðalstórra framleiðslufyrirtækja á Íslandi, til dæmis snyrtivöru-, sælgætis- og áfengisframleiðenda. Íslenzkar vörur voru 30% af veltu Fríhafnarinnar árið 2023 og margar af söluhæstu vörum Fríhafnarinnar koma frá minni og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi. Fallegt tal um samfélagsábyrgð Samkvæmt útboðsgögnum, sem Isavia hefur afhent Félagi atvinnurekenda, var skýrt í útboðsferlinu að áfram ætti að gera vörum af þessu tagi hátt undir höfði í Fríhöfninni þótt skipt yrði um rekstraraðila. Þannig kemur fram í útboðslýsingunni að það sé afar mikilvægt að mati Isavia að vöruframboð Fríhafnarinnar ýti undir „tilfinningu fyrir staðnum“. Á Íslandi sé rík hefð fyrir skapandi framleiðslu og tækifæri til að halda á lofti vönduðum vörum frá framleiðendum um allt land í Fríhöfninni, enda sé hún „búðargluggi“ fyrir þessa framleiðendur. Það sé mikilvægt, jafnt fyrir þarfir íslenzkra og erlendra viðskiptavina, að stilla fram íslenzkum vörum og styrkja „staðartilfinninguna“. Í útboðsgögnunum segir, í íslenzkri þýðingu: „Við höfum sérstakan áhuga á hvernig samstarfsaðilar okkar munu vinna með innlendum framleiðendum og birgjum og sýna samfélagslega ábyrgð með því að styðja minni fyrirtæki. Ennfremur erum við opin fyrir því að skoða undanþágur fyrir vaxandi innlend vörumerki sem þið kjósið að halda á lofti og innleiða á flugvellinum á samningstímanum.“ Slíkar undantekningar eru sagðar vera t.d. lækkun veltutengdrar leigu sem Heinemann greiðir Isavia. Veruleikinn: Kröfur um að birgjar lækki verð Isavia hefur ekki viljað afhenda FA tilboð Heinemann, þannig að við vitum ekki hvernig fyrirtækið útlistaði hvernig það hygðist styðja við minni framleiðendur. Við vitum hins vegar hvernig samskipti Heinemann við minni birgja hafa verið á undanförnum vikum, eftir að tilkynnt var í lok janúar að það fengi samninginn um rekstur Fríhafnarinnar. Heinemann hefur lagt fram stífar kröfur um gífurlega háa framlegð af vörum, allt að 70%, sem eru kjör sem ekkert verzlunarfyrirtæki í eðlilegri samkeppni myndi bjóða. Ekki stendur til að hækka verð til farþega, þannig að framlegðarkrafan þýðir að litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta ef þeir vilja áfram hafa aðgang að „búðarglugganum“. Óvíst er að rekstur sumra þessara fyrirtækja þoli slíka verðlækkun. Við þetta bætast kröfur um 90 daga greiðslufrest og að fyrirtækin taki þátt í starfsmannakostnaði, ef þau vilja að starfsfólk Fríhafnarinnar hafi einhverja þekkingu á vörum þeirra. Heinemann misbeitir ráðandi stöðu Það er ekki eins og fyrirtækin, sem í hlut eiga, geti snúið sér til annarra verzlana á Keflavíkurflugvelli og samið við þær um að selja vörur sínar með hagstæðari kjörum. Samningar Isavia leyfa ekki hverjum sem er að selja t.d. snyrtivörur eða áfengi á flugvellinum. Heinemann er í raun að nýta þá ráðandi stöðu, sem íslenzka ríkið hefur afhent félaginu með því að ríkisfyrirtækið Isavia semji við það um rekstur Fríhafnarinnar og þar með einkarétt á sölu sumra vara. Framleiðendur stórra, alþjóðlegra vörumerkja eru í allt annarri stöðu gagnvart Fríhöfninni – sala þeirra á Keflavíkurflugvelli er brotabrot af heildarveltunni. Í tilviki lítilla og meðalstórra íslenzkra fyrirtækja er Fríhöfnin oft stærsti útsölustaðurinn og jafnvel kemur meirihluti veltunnar þaðan í sumum tilvikum. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað skilgreint fríhafnarverzlun á Keflavíkurflugvelli sem sérstakan markað. Heinemann er augljóslega ráðandi á þeim markaði. Enginn gerir neina kröfu til þess að íslenzkir framleiðendur fái einhverja sérmeðferð hjá Fríhöfninni, en það er hægt að gera þá kröfu að Heinemann misbeiti ekki markaðsráðandi stöðu sinni. Samkeppnisyfirvöld ættu að hafa augun á því sem fram fer þessa dagana í samskiptum fyrirtækisins og birgja Fríhafnarinnar og grípa inn í ef þörf krefur. Ábyrgð stjórnvalda Íslenzka ríkið ber líka ábyrgð á því hvernig kaupin gerast á eyrinni á Keflavíkurflugvelli. Fyrir rúmum þremur árum beindi Samkeppniseftirlitið tilmælum til stjórnvalda um starfsumhverfi Isavia og samkeppnisaðstæður tengdar Keflavíkurflugvelli. Þar var meðal annars mælzt til þess að settar yrðu reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem vörðuðu úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn, og þar yrðu samkeppnissjónarmið höfð að leiðarljósi. Skemmst er frá því að segja að fjármála- og efnahagsráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, sem málið snýr að, hafa ekkert aðhafzt og engar reglur hafa litið dagsins ljós. Ný ríkisstjórn segist vera hlynnt samkeppni og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja og ætti að taka þetta mál upp af krafti. Auknar tekjur úr vösum birgja Fríhafnarinnar Í útboðsgögnum Isavia er lögð rík áherzla á að Fríhöfnin bjóði farþegum, sem fara um Keflavíkurflugvöll, áfram samkeppnisfært verð. Það er vel. En í ljósi ofangreinds blasir við að hinar „verulega auknu tekjur“ Isavia af samningnum við Heinemann koma þá úr vösum birgja Fríhafnarinnar, þar á meðal lítilla og meðalstórra innlendra framleiðenda – með viðkomu í hagnaði þýzka stórfyrirtækisins. Ávinningur þessa hluta íslenzks samfélags virðist ætla að verða neikvæður og enn sem komið er fer mjög lítið fyrir hinni „samfélagslegu ábyrgð“ sem Heinemann er ætlað að sýna gagnvart minni fyrirtækjum. Vonandi endar það ekki þannig að litlu fyrirtækin leggi upp laupana og „staðartilfinningin“ verði eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Isavia Verslun Keflavíkurflugvöllur Ólafur Stephensen Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir. Í fréttatilkynningu, sem gefin var út eftir að gengið var frá samningi Isavia og Heinemann, var honum fagnað af hálfu framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta var allt gert til að tryggja ávinning umfram núverandi fyrirkomulag. Þessi breyting mun skila ávinningi fyrir farþega, flugvöllinn og samfélagið í heild. Við erum að auka tekjur flugvallarins verulega,“ var haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni. Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli er einn mikilvægasti – og oft mikilvægasti – útsölustaður margra minni og meðalstórra framleiðslufyrirtækja á Íslandi, til dæmis snyrtivöru-, sælgætis- og áfengisframleiðenda. Íslenzkar vörur voru 30% af veltu Fríhafnarinnar árið 2023 og margar af söluhæstu vörum Fríhafnarinnar koma frá minni og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi. Fallegt tal um samfélagsábyrgð Samkvæmt útboðsgögnum, sem Isavia hefur afhent Félagi atvinnurekenda, var skýrt í útboðsferlinu að áfram ætti að gera vörum af þessu tagi hátt undir höfði í Fríhöfninni þótt skipt yrði um rekstraraðila. Þannig kemur fram í útboðslýsingunni að það sé afar mikilvægt að mati Isavia að vöruframboð Fríhafnarinnar ýti undir „tilfinningu fyrir staðnum“. Á Íslandi sé rík hefð fyrir skapandi framleiðslu og tækifæri til að halda á lofti vönduðum vörum frá framleiðendum um allt land í Fríhöfninni, enda sé hún „búðargluggi“ fyrir þessa framleiðendur. Það sé mikilvægt, jafnt fyrir þarfir íslenzkra og erlendra viðskiptavina, að stilla fram íslenzkum vörum og styrkja „staðartilfinninguna“. Í útboðsgögnunum segir, í íslenzkri þýðingu: „Við höfum sérstakan áhuga á hvernig samstarfsaðilar okkar munu vinna með innlendum framleiðendum og birgjum og sýna samfélagslega ábyrgð með því að styðja minni fyrirtæki. Ennfremur erum við opin fyrir því að skoða undanþágur fyrir vaxandi innlend vörumerki sem þið kjósið að halda á lofti og innleiða á flugvellinum á samningstímanum.“ Slíkar undantekningar eru sagðar vera t.d. lækkun veltutengdrar leigu sem Heinemann greiðir Isavia. Veruleikinn: Kröfur um að birgjar lækki verð Isavia hefur ekki viljað afhenda FA tilboð Heinemann, þannig að við vitum ekki hvernig fyrirtækið útlistaði hvernig það hygðist styðja við minni framleiðendur. Við vitum hins vegar hvernig samskipti Heinemann við minni birgja hafa verið á undanförnum vikum, eftir að tilkynnt var í lok janúar að það fengi samninginn um rekstur Fríhafnarinnar. Heinemann hefur lagt fram stífar kröfur um gífurlega háa framlegð af vörum, allt að 70%, sem eru kjör sem ekkert verzlunarfyrirtæki í eðlilegri samkeppni myndi bjóða. Ekki stendur til að hækka verð til farþega, þannig að framlegðarkrafan þýðir að litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta ef þeir vilja áfram hafa aðgang að „búðarglugganum“. Óvíst er að rekstur sumra þessara fyrirtækja þoli slíka verðlækkun. Við þetta bætast kröfur um 90 daga greiðslufrest og að fyrirtækin taki þátt í starfsmannakostnaði, ef þau vilja að starfsfólk Fríhafnarinnar hafi einhverja þekkingu á vörum þeirra. Heinemann misbeitir ráðandi stöðu Það er ekki eins og fyrirtækin, sem í hlut eiga, geti snúið sér til annarra verzlana á Keflavíkurflugvelli og samið við þær um að selja vörur sínar með hagstæðari kjörum. Samningar Isavia leyfa ekki hverjum sem er að selja t.d. snyrtivörur eða áfengi á flugvellinum. Heinemann er í raun að nýta þá ráðandi stöðu, sem íslenzka ríkið hefur afhent félaginu með því að ríkisfyrirtækið Isavia semji við það um rekstur Fríhafnarinnar og þar með einkarétt á sölu sumra vara. Framleiðendur stórra, alþjóðlegra vörumerkja eru í allt annarri stöðu gagnvart Fríhöfninni – sala þeirra á Keflavíkurflugvelli er brotabrot af heildarveltunni. Í tilviki lítilla og meðalstórra íslenzkra fyrirtækja er Fríhöfnin oft stærsti útsölustaðurinn og jafnvel kemur meirihluti veltunnar þaðan í sumum tilvikum. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað skilgreint fríhafnarverzlun á Keflavíkurflugvelli sem sérstakan markað. Heinemann er augljóslega ráðandi á þeim markaði. Enginn gerir neina kröfu til þess að íslenzkir framleiðendur fái einhverja sérmeðferð hjá Fríhöfninni, en það er hægt að gera þá kröfu að Heinemann misbeiti ekki markaðsráðandi stöðu sinni. Samkeppnisyfirvöld ættu að hafa augun á því sem fram fer þessa dagana í samskiptum fyrirtækisins og birgja Fríhafnarinnar og grípa inn í ef þörf krefur. Ábyrgð stjórnvalda Íslenzka ríkið ber líka ábyrgð á því hvernig kaupin gerast á eyrinni á Keflavíkurflugvelli. Fyrir rúmum þremur árum beindi Samkeppniseftirlitið tilmælum til stjórnvalda um starfsumhverfi Isavia og samkeppnisaðstæður tengdar Keflavíkurflugvelli. Þar var meðal annars mælzt til þess að settar yrðu reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem vörðuðu úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn, og þar yrðu samkeppnissjónarmið höfð að leiðarljósi. Skemmst er frá því að segja að fjármála- og efnahagsráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, sem málið snýr að, hafa ekkert aðhafzt og engar reglur hafa litið dagsins ljós. Ný ríkisstjórn segist vera hlynnt samkeppni og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja og ætti að taka þetta mál upp af krafti. Auknar tekjur úr vösum birgja Fríhafnarinnar Í útboðsgögnum Isavia er lögð rík áherzla á að Fríhöfnin bjóði farþegum, sem fara um Keflavíkurflugvöll, áfram samkeppnisfært verð. Það er vel. En í ljósi ofangreinds blasir við að hinar „verulega auknu tekjur“ Isavia af samningnum við Heinemann koma þá úr vösum birgja Fríhafnarinnar, þar á meðal lítilla og meðalstórra innlendra framleiðenda – með viðkomu í hagnaði þýzka stórfyrirtækisins. Ávinningur þessa hluta íslenzks samfélags virðist ætla að verða neikvæður og enn sem komið er fer mjög lítið fyrir hinni „samfélagslegu ábyrgð“ sem Heinemann er ætlað að sýna gagnvart minni fyrirtækjum. Vonandi endar það ekki þannig að litlu fyrirtækin leggi upp laupana og „staðartilfinningin“ verði eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun