Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Árni Sæberg skrifar 19. mars 2025 14:10 Guðfinnur Sölvi Karlsson, Finni á Prikinu, átti rétt tæpan helmingshlut í Maclandi. Vísir Makkland ehf., sem rak tölvu- og símabúðina vinsælu Macland um árabil, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Eigandinn segir brunann í Kringlunni hafa gert út af við reksturinn. Starfsmenn hafi þegar fengið laun greidd og hann vonist til þess að birgjar fái sitt út úr þrotabúinu. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu segir að bú Makklands ehf. hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 5. mars síðastliðinn. Guðfinnur Sölvi Karlsson, oftast kenndur við Prikið, var fyrirsvarsmaður félagsins. Hann eignaðist tæpan helming í félaginu árið 2023 á móti viðskiptafélögum sínum. „Hún verður ekki opnuð aftur. Ekki af okkur allavega. Bruninn fór með þetta, við vorum auðvitað með raftækjaverslun og það sagði sig svo sem sjálft hvernig þetta myndi fara að einhverju leyti,“ segir Guðfinnur í samtali við Vísi varðandi afdrif verslunarinnar. Bruninn sem hann vísar til er stórbruninn sem varð í Kringlunni, þar sem Macland hafði verið til húsa um nokkurt skeið, í júní í fyrra. Gert að segja sérfróðu starfsfólki upp Guðfinnur segir aðdraganda gjaldþrotsins mega rekja til brunans og þess ferlis sem tók við eftir hann. Eigendum verslunarinnar hafi verið gert að segja upp starfsfólki til þess að geta þegið bætur úr rekstrarstöðvunartryggingu. Starfsfólki sem hafi verið sérhæft í viðgerð á Apple-vörum. Síðar hafi tryggingarfélagið sagt að opna þyrfti á ný, þar sem aðstæður í Kringlunni leyfðu það. Flestar verslanir, sem þurfti að loka eftir brunann, voru opnaðar á ný í lok nóvember í fyrra. Hins vegar hafði áður verið greint frá því að verslun Eirbergs yrði ekki opnuð á ný og skömmu síðar að ballið væri búið hjá Maclandi sömuleiðis. „Að einhverju leyti er okkur skipað að opna, af því að við verðum auðvitað að opna til að standa við skuldbindingar. Þá vorum við búnir að segja upp sérhæfðu starfsfólki, ég stekk ekkert inn og fer að gera við einhverjar Apple-tölvur, það er ekki eins og við höfum verið að selja einfaldari hluti. Þar kom verst út auðvitað verkstæðið, þú opnar ekkert bara Apple-verkstæði, það var langur prósess að fá þetta. Þegar verkstæðið er farið og sérhæfingin sem mennirnir þar voru með, þá gekk þetta ekki upp,“ segir Guðfinnur. Starfsfólkið þegar fengið sitt Hann segir að starfsfólk hafi þegar fengið allar launakröfur greiddar, sem skipti mestu máli í þessu leiðinlega máli öllu saman. Þá voni hann að skiptastjóri nái að afla búinu nægra fjármuna, meðal annars með sölu vörumerkisins og innheimtu bótakrafna vegna brunans, til þess að unnt verði að gera upp við alla birgja. Loks segir hann að fyrsta verk eftir brunann hafi verið að reyna að bjarga gögnum viðskiptavina, enda hafi að meðaltali verið um fimmtíu tölvur á verkstæðinu á hverjum tíma. Í því verkefni hafi allir lagst á eitt, starfsfólk, birgjar og önnur fyrirtæki í bransanum. „Allir stóðu með okkur og mér skildist að við hefðum náð að bjarga öllu, held ég, ég ætla ekki alveg að segja það hundrað prósent, en ég man allavega ekki eftir því að það hafi komið kvörtun vegna þess.“ Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tryggingar Tengdar fréttir Opna verslanir í Kringlunni á ný Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku. 21. nóvember 2024 10:15 „Það verða tómar hillur í smá stund“ Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust. 20. júní 2024 20:22 Meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði Kringlan opnar aftur á morgun, fimmtudag. Meirihluti verslana opnar aftur, eða um 80 prósent þeirra, og allir veitingastaðir. Svava Johansen verslunareigandi segir rýmingu nærri lokið og nú taki við uppbygging. Starfsfólk á enn fremur eftir að meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði. 19. júní 2024 18:57 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu segir að bú Makklands ehf. hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 5. mars síðastliðinn. Guðfinnur Sölvi Karlsson, oftast kenndur við Prikið, var fyrirsvarsmaður félagsins. Hann eignaðist tæpan helming í félaginu árið 2023 á móti viðskiptafélögum sínum. „Hún verður ekki opnuð aftur. Ekki af okkur allavega. Bruninn fór með þetta, við vorum auðvitað með raftækjaverslun og það sagði sig svo sem sjálft hvernig þetta myndi fara að einhverju leyti,“ segir Guðfinnur í samtali við Vísi varðandi afdrif verslunarinnar. Bruninn sem hann vísar til er stórbruninn sem varð í Kringlunni, þar sem Macland hafði verið til húsa um nokkurt skeið, í júní í fyrra. Gert að segja sérfróðu starfsfólki upp Guðfinnur segir aðdraganda gjaldþrotsins mega rekja til brunans og þess ferlis sem tók við eftir hann. Eigendum verslunarinnar hafi verið gert að segja upp starfsfólki til þess að geta þegið bætur úr rekstrarstöðvunartryggingu. Starfsfólki sem hafi verið sérhæft í viðgerð á Apple-vörum. Síðar hafi tryggingarfélagið sagt að opna þyrfti á ný, þar sem aðstæður í Kringlunni leyfðu það. Flestar verslanir, sem þurfti að loka eftir brunann, voru opnaðar á ný í lok nóvember í fyrra. Hins vegar hafði áður verið greint frá því að verslun Eirbergs yrði ekki opnuð á ný og skömmu síðar að ballið væri búið hjá Maclandi sömuleiðis. „Að einhverju leyti er okkur skipað að opna, af því að við verðum auðvitað að opna til að standa við skuldbindingar. Þá vorum við búnir að segja upp sérhæfðu starfsfólki, ég stekk ekkert inn og fer að gera við einhverjar Apple-tölvur, það er ekki eins og við höfum verið að selja einfaldari hluti. Þar kom verst út auðvitað verkstæðið, þú opnar ekkert bara Apple-verkstæði, það var langur prósess að fá þetta. Þegar verkstæðið er farið og sérhæfingin sem mennirnir þar voru með, þá gekk þetta ekki upp,“ segir Guðfinnur. Starfsfólkið þegar fengið sitt Hann segir að starfsfólk hafi þegar fengið allar launakröfur greiddar, sem skipti mestu máli í þessu leiðinlega máli öllu saman. Þá voni hann að skiptastjóri nái að afla búinu nægra fjármuna, meðal annars með sölu vörumerkisins og innheimtu bótakrafna vegna brunans, til þess að unnt verði að gera upp við alla birgja. Loks segir hann að fyrsta verk eftir brunann hafi verið að reyna að bjarga gögnum viðskiptavina, enda hafi að meðaltali verið um fimmtíu tölvur á verkstæðinu á hverjum tíma. Í því verkefni hafi allir lagst á eitt, starfsfólk, birgjar og önnur fyrirtæki í bransanum. „Allir stóðu með okkur og mér skildist að við hefðum náð að bjarga öllu, held ég, ég ætla ekki alveg að segja það hundrað prósent, en ég man allavega ekki eftir því að það hafi komið kvörtun vegna þess.“
Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tryggingar Tengdar fréttir Opna verslanir í Kringlunni á ný Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku. 21. nóvember 2024 10:15 „Það verða tómar hillur í smá stund“ Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust. 20. júní 2024 20:22 Meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði Kringlan opnar aftur á morgun, fimmtudag. Meirihluti verslana opnar aftur, eða um 80 prósent þeirra, og allir veitingastaðir. Svava Johansen verslunareigandi segir rýmingu nærri lokið og nú taki við uppbygging. Starfsfólk á enn fremur eftir að meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði. 19. júní 2024 18:57 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Opna verslanir í Kringlunni á ný Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku. 21. nóvember 2024 10:15
„Það verða tómar hillur í smá stund“ Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust. 20. júní 2024 20:22
Meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði Kringlan opnar aftur á morgun, fimmtudag. Meirihluti verslana opnar aftur, eða um 80 prósent þeirra, og allir veitingastaðir. Svava Johansen verslunareigandi segir rýmingu nærri lokið og nú taki við uppbygging. Starfsfólk á enn fremur eftir að meta hvort hægt sé að bjarga einhverjum fatnaði. 19. júní 2024 18:57