„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:33 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, út í aðgerðir ráðherra í málefni Breiðholtsskóla. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. „Undanfarnar vikur hafa verið sagðar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldismálum í grunnskólum borgarinnar,“ byrjaði Bryndís fyrirspurn sína á. Hún benti á lög um grunnskóla og reglugerðir þar sem stendur að ein af grunnskyldum ríkisins sé að tryggja öryggi barna. Börn eigi að fá að njóta bernsku, nýta hæfileika sína og vera öruggir í þátttöku sinni í skólastarfi. Bryndís spurði hvort að mennta- og barnamálaráðuneytið hefði virkjað sérstakt fagráð sem foreldrar og skólar geti óskað eftir þegar mál líkt og í Breiðholtsskóla komi upp. „Þetta er ekki vandamál skólans sem slíks, þetta er samfélagið okkar. Skólar eru hitamælar á samfélagið, það kemur allt það besta og allt það versta sem til er í landinu okkar inn í skólann,“ segir Ásthildur Lóa í fyrra svari sínu. Mál slíkt og þessi séu erfið og flókin en kallaði hafi verið eftir úrræðum í langan tíma. Að sögn Ásthildar sé málið í vinnslu innan ráðuneytisins og til að mynda sé fagráð á vegum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem kemur að málinu. Víkja megi börnum úr skóla ótímabundið Í seinni fyrirspurn Bryndísar benti hún á að víkja mætti nemendum tímabundið úr skóla ef hann virðir ítrekað ekki skólareglur. Þá megi einnig víkja börnum ótímabundið úr skóla ef brotin eru mjög alvarleg, til að mynda ef nemandi veldur öðrum skaða eða eignatjóni. Ásthildur sagði þá að skólaskylda væri á Íslandi. Ef víkja ætti nemenda úr skóla vegna brota þurfi að vera eitthvað sem taki á móti barninu. „Eins og við höfum margoft orðið vör við á síðustu vikum þá er ekkert um auðugan garð að grisja þar.“ Alþingi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, út í aðgerðir ráðherra í málefni Breiðholtsskóla. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. „Undanfarnar vikur hafa verið sagðar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldismálum í grunnskólum borgarinnar,“ byrjaði Bryndís fyrirspurn sína á. Hún benti á lög um grunnskóla og reglugerðir þar sem stendur að ein af grunnskyldum ríkisins sé að tryggja öryggi barna. Börn eigi að fá að njóta bernsku, nýta hæfileika sína og vera öruggir í þátttöku sinni í skólastarfi. Bryndís spurði hvort að mennta- og barnamálaráðuneytið hefði virkjað sérstakt fagráð sem foreldrar og skólar geti óskað eftir þegar mál líkt og í Breiðholtsskóla komi upp. „Þetta er ekki vandamál skólans sem slíks, þetta er samfélagið okkar. Skólar eru hitamælar á samfélagið, það kemur allt það besta og allt það versta sem til er í landinu okkar inn í skólann,“ segir Ásthildur Lóa í fyrra svari sínu. Mál slíkt og þessi séu erfið og flókin en kallaði hafi verið eftir úrræðum í langan tíma. Að sögn Ásthildar sé málið í vinnslu innan ráðuneytisins og til að mynda sé fagráð á vegum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem kemur að málinu. Víkja megi börnum úr skóla ótímabundið Í seinni fyrirspurn Bryndísar benti hún á að víkja mætti nemendum tímabundið úr skóla ef hann virðir ítrekað ekki skólareglur. Þá megi einnig víkja börnum ótímabundið úr skóla ef brotin eru mjög alvarleg, til að mynda ef nemandi veldur öðrum skaða eða eignatjóni. Ásthildur sagði þá að skólaskylda væri á Íslandi. Ef víkja ætti nemenda úr skóla vegna brota þurfi að vera eitthvað sem taki á móti barninu. „Eins og við höfum margoft orðið vör við á síðustu vikum þá er ekkert um auðugan garð að grisja þar.“
Alþingi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45