„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:33 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, út í aðgerðir ráðherra í málefni Breiðholtsskóla. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. „Undanfarnar vikur hafa verið sagðar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldismálum í grunnskólum borgarinnar,“ byrjaði Bryndís fyrirspurn sína á. Hún benti á lög um grunnskóla og reglugerðir þar sem stendur að ein af grunnskyldum ríkisins sé að tryggja öryggi barna. Börn eigi að fá að njóta bernsku, nýta hæfileika sína og vera öruggir í þátttöku sinni í skólastarfi. Bryndís spurði hvort að mennta- og barnamálaráðuneytið hefði virkjað sérstakt fagráð sem foreldrar og skólar geti óskað eftir þegar mál líkt og í Breiðholtsskóla komi upp. „Þetta er ekki vandamál skólans sem slíks, þetta er samfélagið okkar. Skólar eru hitamælar á samfélagið, það kemur allt það besta og allt það versta sem til er í landinu okkar inn í skólann,“ segir Ásthildur Lóa í fyrra svari sínu. Mál slíkt og þessi séu erfið og flókin en kallaði hafi verið eftir úrræðum í langan tíma. Að sögn Ásthildar sé málið í vinnslu innan ráðuneytisins og til að mynda sé fagráð á vegum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem kemur að málinu. Víkja megi börnum úr skóla ótímabundið Í seinni fyrirspurn Bryndísar benti hún á að víkja mætti nemendum tímabundið úr skóla ef hann virðir ítrekað ekki skólareglur. Þá megi einnig víkja börnum ótímabundið úr skóla ef brotin eru mjög alvarleg, til að mynda ef nemandi veldur öðrum skaða eða eignatjóni. Ásthildur sagði þá að skólaskylda væri á Íslandi. Ef víkja ætti nemenda úr skóla vegna brota þurfi að vera eitthvað sem taki á móti barninu. „Eins og við höfum margoft orðið vör við á síðustu vikum þá er ekkert um auðugan garð að grisja þar.“ Alþingi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, út í aðgerðir ráðherra í málefni Breiðholtsskóla. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. „Undanfarnar vikur hafa verið sagðar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldismálum í grunnskólum borgarinnar,“ byrjaði Bryndís fyrirspurn sína á. Hún benti á lög um grunnskóla og reglugerðir þar sem stendur að ein af grunnskyldum ríkisins sé að tryggja öryggi barna. Börn eigi að fá að njóta bernsku, nýta hæfileika sína og vera öruggir í þátttöku sinni í skólastarfi. Bryndís spurði hvort að mennta- og barnamálaráðuneytið hefði virkjað sérstakt fagráð sem foreldrar og skólar geti óskað eftir þegar mál líkt og í Breiðholtsskóla komi upp. „Þetta er ekki vandamál skólans sem slíks, þetta er samfélagið okkar. Skólar eru hitamælar á samfélagið, það kemur allt það besta og allt það versta sem til er í landinu okkar inn í skólann,“ segir Ásthildur Lóa í fyrra svari sínu. Mál slíkt og þessi séu erfið og flókin en kallaði hafi verið eftir úrræðum í langan tíma. Að sögn Ásthildar sé málið í vinnslu innan ráðuneytisins og til að mynda sé fagráð á vegum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem kemur að málinu. Víkja megi börnum úr skóla ótímabundið Í seinni fyrirspurn Bryndísar benti hún á að víkja mætti nemendum tímabundið úr skóla ef hann virðir ítrekað ekki skólareglur. Þá megi einnig víkja börnum ótímabundið úr skóla ef brotin eru mjög alvarleg, til að mynda ef nemandi veldur öðrum skaða eða eignatjóni. Ásthildur sagði þá að skólaskylda væri á Íslandi. Ef víkja ætti nemenda úr skóla vegna brota þurfi að vera eitthvað sem taki á móti barninu. „Eins og við höfum margoft orðið vör við á síðustu vikum þá er ekkert um auðugan garð að grisja þar.“
Alþingi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45