„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:33 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, út í aðgerðir ráðherra í málefni Breiðholtsskóla. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. „Undanfarnar vikur hafa verið sagðar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldismálum í grunnskólum borgarinnar,“ byrjaði Bryndís fyrirspurn sína á. Hún benti á lög um grunnskóla og reglugerðir þar sem stendur að ein af grunnskyldum ríkisins sé að tryggja öryggi barna. Börn eigi að fá að njóta bernsku, nýta hæfileika sína og vera öruggir í þátttöku sinni í skólastarfi. Bryndís spurði hvort að mennta- og barnamálaráðuneytið hefði virkjað sérstakt fagráð sem foreldrar og skólar geti óskað eftir þegar mál líkt og í Breiðholtsskóla komi upp. „Þetta er ekki vandamál skólans sem slíks, þetta er samfélagið okkar. Skólar eru hitamælar á samfélagið, það kemur allt það besta og allt það versta sem til er í landinu okkar inn í skólann,“ segir Ásthildur Lóa í fyrra svari sínu. Mál slíkt og þessi séu erfið og flókin en kallaði hafi verið eftir úrræðum í langan tíma. Að sögn Ásthildar sé málið í vinnslu innan ráðuneytisins og til að mynda sé fagráð á vegum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem kemur að málinu. Víkja megi börnum úr skóla ótímabundið Í seinni fyrirspurn Bryndísar benti hún á að víkja mætti nemendum tímabundið úr skóla ef hann virðir ítrekað ekki skólareglur. Þá megi einnig víkja börnum ótímabundið úr skóla ef brotin eru mjög alvarleg, til að mynda ef nemandi veldur öðrum skaða eða eignatjóni. Ásthildur sagði þá að skólaskylda væri á Íslandi. Ef víkja ætti nemenda úr skóla vegna brota þurfi að vera eitthvað sem taki á móti barninu. „Eins og við höfum margoft orðið vör við á síðustu vikum þá er ekkert um auðugan garð að grisja þar.“ Alþingi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, út í aðgerðir ráðherra í málefni Breiðholtsskóla. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. „Undanfarnar vikur hafa verið sagðar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldismálum í grunnskólum borgarinnar,“ byrjaði Bryndís fyrirspurn sína á. Hún benti á lög um grunnskóla og reglugerðir þar sem stendur að ein af grunnskyldum ríkisins sé að tryggja öryggi barna. Börn eigi að fá að njóta bernsku, nýta hæfileika sína og vera öruggir í þátttöku sinni í skólastarfi. Bryndís spurði hvort að mennta- og barnamálaráðuneytið hefði virkjað sérstakt fagráð sem foreldrar og skólar geti óskað eftir þegar mál líkt og í Breiðholtsskóla komi upp. „Þetta er ekki vandamál skólans sem slíks, þetta er samfélagið okkar. Skólar eru hitamælar á samfélagið, það kemur allt það besta og allt það versta sem til er í landinu okkar inn í skólann,“ segir Ásthildur Lóa í fyrra svari sínu. Mál slíkt og þessi séu erfið og flókin en kallaði hafi verið eftir úrræðum í langan tíma. Að sögn Ásthildar sé málið í vinnslu innan ráðuneytisins og til að mynda sé fagráð á vegum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem kemur að málinu. Víkja megi börnum úr skóla ótímabundið Í seinni fyrirspurn Bryndísar benti hún á að víkja mætti nemendum tímabundið úr skóla ef hann virðir ítrekað ekki skólareglur. Þá megi einnig víkja börnum ótímabundið úr skóla ef brotin eru mjög alvarleg, til að mynda ef nemandi veldur öðrum skaða eða eignatjóni. Ásthildur sagði þá að skólaskylda væri á Íslandi. Ef víkja ætti nemenda úr skóla vegna brota þurfi að vera eitthvað sem taki á móti barninu. „Eins og við höfum margoft orðið vör við á síðustu vikum þá er ekkert um auðugan garð að grisja þar.“
Alþingi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45