Kaupir Horn III út úr Líflandi Árni Sæberg skrifar 17. mars 2025 12:09 Frá vinstri, Steinar Helgason og Hermann M. Þórisson frá framtakssjóðnum Horni III og hjónin María Steinunn Þorbjörnsdóttir, stjórnarmaður, og Þórir Haraldsson, eigandi Líflands. Lífland Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, hefur skrifað undir kaupsamning um sölu á helmingshlut í Líflandi. Kaupandi er Þórir Haraldsson, sem fyrir átti helming hlutafjár í félaginu. Með þessum kaupum verður Þórir eini eigandi Líflands. Í fréttatilkynningu um kaupin segir að Lífland sé leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á fóðri, sölu á rekstrarvörum til landbúnaðar og sölu á Kornax hveiti. Fyrirtækið reki sex sérverslanir fyrir bændur og hestamenn víðsvegar um landið. Lífland eigi Nesbúegg, annan af stærstu eggjaframleiðendum landsins. Lífland eigi og reki auk þess norska dótturfélagið Lifland Agri, sem sérhæfi sig í sölu á búnaði fyrir fjós. Hjá Líflandi og dótturfélögum starfi um 140 starfsmenn. Saga Líflands nái aftur til ársins 1917 þegar félagið var stofnað af framsýnum bændum með það markmið að sjá um móttöku og dreifingu mjólkur til Reykvíkinga. Síðan þá hafi félagið þróast og sé í dag eitt af leiðandi fyrirtækjum á sviði landbúnaðartengdra vara og þjónustu á Íslandi. Arma advisory hafi veitt kaupanda ráðgjöf og Arctica finance hafi veitt seljanda ráðgjöf. Deloitte og Logos hafi veitt aðilum viðskiptanna jafnframt lögfræðiráðgjöf. „Lífland hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og hefur reksturinn verið farsæll. Ráðist hefur verið í arðbærar fjárfestingar og reksturinn straumlínulagaður undanfarin ár. Meðfjárfestar okkar sýna hversu mikla trú þeir hafa á rekstri Líflands á komandi árum með kaupum á hlut Horns III nú. Við þökkum Þóri Haraldssyni, stjórn og starfsmönnum Líflands kærlega fyrir gott og árangursríkt samstarf og óskum félaginu velfarnaðar á komandi árum,“ er haft eftir Steinari Helgasyni og Hermanni M. Þórissyni, framkvæmdastjórum hjá Horni III. „Ég hef mikla trú á framtíð Líflands og þeim grunni sem félagið byggir á. Markmið með kaupunum er að efla enn frekar það góða starf sem hefur verið unnið innan fyrirtækisins. Jafnframt að tryggja að Lífland haldi áfram að vaxa og dafna og verði áfram eitt af leiðandi fyrirtækjum í landbúnaði og matvælatengdri framleiðslu á Íslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Hermanni M. Þórissyni og Steinari Helgasyni, starfsmönnum Horns III, fyrir gott samstarf og stuðning á liðnum árum,“ er haft eftir Þóri Haraldssyni, eiganda Líflands. Kaup og sala fyrirtækja Matvælaframleiðsla Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Í fréttatilkynningu um kaupin segir að Lífland sé leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á fóðri, sölu á rekstrarvörum til landbúnaðar og sölu á Kornax hveiti. Fyrirtækið reki sex sérverslanir fyrir bændur og hestamenn víðsvegar um landið. Lífland eigi Nesbúegg, annan af stærstu eggjaframleiðendum landsins. Lífland eigi og reki auk þess norska dótturfélagið Lifland Agri, sem sérhæfi sig í sölu á búnaði fyrir fjós. Hjá Líflandi og dótturfélögum starfi um 140 starfsmenn. Saga Líflands nái aftur til ársins 1917 þegar félagið var stofnað af framsýnum bændum með það markmið að sjá um móttöku og dreifingu mjólkur til Reykvíkinga. Síðan þá hafi félagið þróast og sé í dag eitt af leiðandi fyrirtækjum á sviði landbúnaðartengdra vara og þjónustu á Íslandi. Arma advisory hafi veitt kaupanda ráðgjöf og Arctica finance hafi veitt seljanda ráðgjöf. Deloitte og Logos hafi veitt aðilum viðskiptanna jafnframt lögfræðiráðgjöf. „Lífland hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og hefur reksturinn verið farsæll. Ráðist hefur verið í arðbærar fjárfestingar og reksturinn straumlínulagaður undanfarin ár. Meðfjárfestar okkar sýna hversu mikla trú þeir hafa á rekstri Líflands á komandi árum með kaupum á hlut Horns III nú. Við þökkum Þóri Haraldssyni, stjórn og starfsmönnum Líflands kærlega fyrir gott og árangursríkt samstarf og óskum félaginu velfarnaðar á komandi árum,“ er haft eftir Steinari Helgasyni og Hermanni M. Þórissyni, framkvæmdastjórum hjá Horni III. „Ég hef mikla trú á framtíð Líflands og þeim grunni sem félagið byggir á. Markmið með kaupunum er að efla enn frekar það góða starf sem hefur verið unnið innan fyrirtækisins. Jafnframt að tryggja að Lífland haldi áfram að vaxa og dafna og verði áfram eitt af leiðandi fyrirtækjum í landbúnaði og matvælatengdri framleiðslu á Íslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Hermanni M. Þórissyni og Steinari Helgasyni, starfsmönnum Horns III, fyrir gott samstarf og stuðning á liðnum árum,“ er haft eftir Þóri Haraldssyni, eiganda Líflands.
Kaup og sala fyrirtækja Matvælaframleiðsla Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira