Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2025 06:34 Trump sagði í gær að hann og Pútín myndu ræða saman á morgun. Getty/Misha Friedman Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. „Við munum ræða um land. Við munum ræða um orkuver,“ sagði Trump um borð í Air Force One í gær, spurður að því hvaða málamiðlanir yrðu til umræðu. „Við höfum þegar rætt mikið af því við báða aðila, Úkraínu og Rússland. Við erum þegar að tala um það, skiptingu ákveðinna eigna.“ Trump sagði mikla vinnu hafa verið unna yfir helgina og sagðist telja góða möguleika á því að hægt yrði að binda enda á stríðið í Úkraínu. Pútín hefur sagst reiðubúinn til að skoða vopnahlé að ákveðnum skilyrðum uppfylltum en Rússar hafa ekki gefið upp hver skilyrðin eru. Alexander Grushko, aðstoðar varnarmálaráðherra Rússlands, sagði hins vegar í gær að langtímasamningur um frið í Úkraínu þyrfti að grundvallast á því að kröfum Rússa yrði mætt. Þeirra á meðal væru hlutleysi Úkraínu og að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hétu því að Úkraína fengi ekki aðild. Steve Witkoff, sendifulltrúi Trump í málefnum Úkraínu og Rússlands, sagði í gær að nokkurra klukkustunda viðræður við Pútín í síðustu viku hefðu verið „jákvæðar“ og „lausnamiðaðar“. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um mögulegar kröfur og skilyrði Rússa. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
„Við munum ræða um land. Við munum ræða um orkuver,“ sagði Trump um borð í Air Force One í gær, spurður að því hvaða málamiðlanir yrðu til umræðu. „Við höfum þegar rætt mikið af því við báða aðila, Úkraínu og Rússland. Við erum þegar að tala um það, skiptingu ákveðinna eigna.“ Trump sagði mikla vinnu hafa verið unna yfir helgina og sagðist telja góða möguleika á því að hægt yrði að binda enda á stríðið í Úkraínu. Pútín hefur sagst reiðubúinn til að skoða vopnahlé að ákveðnum skilyrðum uppfylltum en Rússar hafa ekki gefið upp hver skilyrðin eru. Alexander Grushko, aðstoðar varnarmálaráðherra Rússlands, sagði hins vegar í gær að langtímasamningur um frið í Úkraínu þyrfti að grundvallast á því að kröfum Rússa yrði mætt. Þeirra á meðal væru hlutleysi Úkraínu og að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hétu því að Úkraína fengi ekki aðild. Steve Witkoff, sendifulltrúi Trump í málefnum Úkraínu og Rússlands, sagði í gær að nokkurra klukkustunda viðræður við Pútín í síðustu viku hefðu verið „jákvæðar“ og „lausnamiðaðar“. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um mögulegar kröfur og skilyrði Rússa.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira