Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir og Pia Hansson skrifa 17. mars 2025 08:01 Það er styrkur fyrir Háskóla Íslands að hafa úr öflugum hópi frambjóðenda að velja við rektorskjör sem hefst á morgun. Okkar val er skýrt. Við styðjum Silju Báru í rektorinn. Við kynntumst Silju Báru fyrst þegar við hófum meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þetta var í fyrsta skipti sem námið var kennt við skólann og Silja Bára lagði sig alla fram við að vekja áhuga nemenda á námsefninu og fór nýjar og spennandi leiðir í kennslunni. Henni tókst einstaklega vel að hrífa okkur nemendurnar með sér, hvetja okkur til gagnrýnnar hugsunar og frumkvæðis með einlægum áhuga á náminu og opnu samtali við okkur nemendurna. Eitt eftirminnilegasta augnablikið úr kennslunni var stór samningatækniæfing sem hún hélt fyrir okkur á laugardegi (já, allir voru til í það), þar sem við settum okkur í spor deiluaðila og lærðum að leysa flókin ágreining milli ríkja, spennandi æfing sem var allt í senn, fræðandi, praktísk og þjappaði nemendahópnum saman. Silja Bára hefur líka alltaf verið sérstaklega dugleg við að benda nemendum sínum á hagnýt tækifæri, hvort sem er í starfi eða frekara námi og rannsóknum. Það er einmitt þessi hæfileiki að sameina skapandi kennsluhætti, finna nýjar lausnir í kennslu og tengja grunnrannsóknir við hagnýtar lausnir fyrir samfélagið sem skiptir máli að rektor Háskóla Íslands leggi áherslu á í nútímasamfélagi örra breytinga og gervigreindar. Við höfum einnig kynnst Silju Báru vel í gegnum samstarf okkar hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem hún hefur verði bæði rannsóknastjóri Höfða friðarseturs og varastjórnarformaður. Silja Bára er einstaklega góður samstarfsfélagi sem kann að greina kjarnann frá hisminu og leggja mat á hvernig best sé að leysa áskoranir. Hún er hugmyndarík og lausnamiðuð og með mikinn drifkraft og á gott með að fá fólk með sér í lið sem hefur reynst okkur ómetanlegt í okkar samstarfi við að efla rannsóknir og fræðslu um alþjóðamál á Íslandi. Silja Bára hefur skilning á því að öflugt rannsóknastarf er forsenda þekkingaruppbyggingar til framtíðar. Á þeim viðsjárverðu tímum sem nú blasa við okkur í alþjóðasamfélaginu er meiri þörf en nokkru sinni á öflugum og vönduðum rannsóknum og fræðslu þar sem lögð er áhersla á að geta greint þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leggja grunn að hagnýtum lausnum. Sem smáríki er enn mikilvægara fyrir Ísland en aðrar þjóðir að vera í nánu samstarfi við nágrannaríki sín og sækja fram þegar kemur að alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Þar hefur Silja Bára verið öflugur bandamaður og unnið með okkur að mörgum mikilvægum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og þverfræðilegri fræðslu og þannig styrkt íslenskar rannsóknir og kennslu. Háskóli Íslands þarf á leiðtoga að halda sem leggur áherslu á skapandi lausnir í kennslu, þverfræðilegt og alþjóðlegt rannsóknasamstarf og sterka tengingu við samfélagið. Við treystum Silju Báru Ómarsdóttur til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Auður Birna Stefánsdóttir er sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Pia Hansson er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Það er styrkur fyrir Háskóla Íslands að hafa úr öflugum hópi frambjóðenda að velja við rektorskjör sem hefst á morgun. Okkar val er skýrt. Við styðjum Silju Báru í rektorinn. Við kynntumst Silju Báru fyrst þegar við hófum meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þetta var í fyrsta skipti sem námið var kennt við skólann og Silja Bára lagði sig alla fram við að vekja áhuga nemenda á námsefninu og fór nýjar og spennandi leiðir í kennslunni. Henni tókst einstaklega vel að hrífa okkur nemendurnar með sér, hvetja okkur til gagnrýnnar hugsunar og frumkvæðis með einlægum áhuga á náminu og opnu samtali við okkur nemendurna. Eitt eftirminnilegasta augnablikið úr kennslunni var stór samningatækniæfing sem hún hélt fyrir okkur á laugardegi (já, allir voru til í það), þar sem við settum okkur í spor deiluaðila og lærðum að leysa flókin ágreining milli ríkja, spennandi æfing sem var allt í senn, fræðandi, praktísk og þjappaði nemendahópnum saman. Silja Bára hefur líka alltaf verið sérstaklega dugleg við að benda nemendum sínum á hagnýt tækifæri, hvort sem er í starfi eða frekara námi og rannsóknum. Það er einmitt þessi hæfileiki að sameina skapandi kennsluhætti, finna nýjar lausnir í kennslu og tengja grunnrannsóknir við hagnýtar lausnir fyrir samfélagið sem skiptir máli að rektor Háskóla Íslands leggi áherslu á í nútímasamfélagi örra breytinga og gervigreindar. Við höfum einnig kynnst Silju Báru vel í gegnum samstarf okkar hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem hún hefur verði bæði rannsóknastjóri Höfða friðarseturs og varastjórnarformaður. Silja Bára er einstaklega góður samstarfsfélagi sem kann að greina kjarnann frá hisminu og leggja mat á hvernig best sé að leysa áskoranir. Hún er hugmyndarík og lausnamiðuð og með mikinn drifkraft og á gott með að fá fólk með sér í lið sem hefur reynst okkur ómetanlegt í okkar samstarfi við að efla rannsóknir og fræðslu um alþjóðamál á Íslandi. Silja Bára hefur skilning á því að öflugt rannsóknastarf er forsenda þekkingaruppbyggingar til framtíðar. Á þeim viðsjárverðu tímum sem nú blasa við okkur í alþjóðasamfélaginu er meiri þörf en nokkru sinni á öflugum og vönduðum rannsóknum og fræðslu þar sem lögð er áhersla á að geta greint þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leggja grunn að hagnýtum lausnum. Sem smáríki er enn mikilvægara fyrir Ísland en aðrar þjóðir að vera í nánu samstarfi við nágrannaríki sín og sækja fram þegar kemur að alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Þar hefur Silja Bára verið öflugur bandamaður og unnið með okkur að mörgum mikilvægum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og þverfræðilegri fræðslu og þannig styrkt íslenskar rannsóknir og kennslu. Háskóli Íslands þarf á leiðtoga að halda sem leggur áherslu á skapandi lausnir í kennslu, þverfræðilegt og alþjóðlegt rannsóknasamstarf og sterka tengingu við samfélagið. Við treystum Silju Báru Ómarsdóttur til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Auður Birna Stefánsdóttir er sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Pia Hansson er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar