Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 16. mars 2025 07:02 Háskóli Íslands er stærri en hann hefur nokkru sinni verið. Á þessari öld hefur námsleiðum farið sífjölgandi og fjöldi nemenda hefur tvöfaldast. Á meðan hefur kennurum hins vegar aðeins fjölgað um þriðjung. En þó álagið í kennslu hafi stóraukist birta kennarar tvöfalt meira nú en þeir gerðu. Starfsfólk háskólans er þannig orðið mun afkastameira en áður og á sama tíma hefur álagið á háskólakennara aukist fram úr hófi. Helsta ástæða þessa er vanfjármögnun háskólans sem hefur hindrað nauðsynlega fjölgun akademísks starfsfólks við skólann en einnig hafa rannsóknir á starfsumhverfi í Háskóla Íslands, sem og kannanir á líðan nemenda, sýnt að þar þarf að gera betur. Inngrip til þess að bæta líðan hafa hingað til beinst að einstaklingum þótt vitað sé að stofnanainngrip séu markvissari og skilvirkari. Kjarninn í Háskóla Íslands er fólkið sem þar starfar. Það er með öllu óviðunandi að þriðjungur akademísks starfsfólks sé á mörkum kulnunar. Stórtækra breytinga er þörf ef skólinn á áfram að vera sú öfluga menntastofnun sem hann hefur verið til þessa. Sem rektor mun ég berjast fyrir aukinni fjármögnun Háskóla Íslands og beita mér fyrir því að: Stórátak verð gert í fjölgun fastráðinna akademískra starfsmanna til að dreifa megi kennsluálagi og gera akademísku starfsfólki kleift betur sinnt sinni kjarnastarfsemi; rannsóknum og kennslu. Taka út starfsumhverfi kennara og nemenda í háskólanum með það að markmiði að vinna að úrbótum. Rýna þarf fyrirliggjandi gögn, svo sem gæðaskýrslur og rannsóknir á starfsaðstæðum, og afla þeirra sem upp á skortir. Auk þess þarf að læra af því sem best gerist og gengur í erlendum háskólum. Vinna þarf að úrbótum bæði í grundvelli skólans í heild, á sviðum og í deildum, í virkri samvinnu við starfsfólk. Skilvirkni í stoðþjónustu verði bætt í samráði við starfsfólk. Draga þarf úr óþarfa skriffinnsku og efla rafrænar lausnir. Háskóli Íslands er mikilvægasta stofnun íslensks þjóðfélags og gríðarlega öflug sé litið til smæðar þjóðarinnar. En skólinn getur orðið enn öflugri með vel hugsuðum og útfærðum breytingum. Til þess býð ég mig fram sem rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er stærri en hann hefur nokkru sinni verið. Á þessari öld hefur námsleiðum farið sífjölgandi og fjöldi nemenda hefur tvöfaldast. Á meðan hefur kennurum hins vegar aðeins fjölgað um þriðjung. En þó álagið í kennslu hafi stóraukist birta kennarar tvöfalt meira nú en þeir gerðu. Starfsfólk háskólans er þannig orðið mun afkastameira en áður og á sama tíma hefur álagið á háskólakennara aukist fram úr hófi. Helsta ástæða þessa er vanfjármögnun háskólans sem hefur hindrað nauðsynlega fjölgun akademísks starfsfólks við skólann en einnig hafa rannsóknir á starfsumhverfi í Háskóla Íslands, sem og kannanir á líðan nemenda, sýnt að þar þarf að gera betur. Inngrip til þess að bæta líðan hafa hingað til beinst að einstaklingum þótt vitað sé að stofnanainngrip séu markvissari og skilvirkari. Kjarninn í Háskóla Íslands er fólkið sem þar starfar. Það er með öllu óviðunandi að þriðjungur akademísks starfsfólks sé á mörkum kulnunar. Stórtækra breytinga er þörf ef skólinn á áfram að vera sú öfluga menntastofnun sem hann hefur verið til þessa. Sem rektor mun ég berjast fyrir aukinni fjármögnun Háskóla Íslands og beita mér fyrir því að: Stórátak verð gert í fjölgun fastráðinna akademískra starfsmanna til að dreifa megi kennsluálagi og gera akademísku starfsfólki kleift betur sinnt sinni kjarnastarfsemi; rannsóknum og kennslu. Taka út starfsumhverfi kennara og nemenda í háskólanum með það að markmiði að vinna að úrbótum. Rýna þarf fyrirliggjandi gögn, svo sem gæðaskýrslur og rannsóknir á starfsaðstæðum, og afla þeirra sem upp á skortir. Auk þess þarf að læra af því sem best gerist og gengur í erlendum háskólum. Vinna þarf að úrbótum bæði í grundvelli skólans í heild, á sviðum og í deildum, í virkri samvinnu við starfsfólk. Skilvirkni í stoðþjónustu verði bætt í samráði við starfsfólk. Draga þarf úr óþarfa skriffinnsku og efla rafrænar lausnir. Háskóli Íslands er mikilvægasta stofnun íslensks þjóðfélags og gríðarlega öflug sé litið til smæðar þjóðarinnar. En skólinn getur orðið enn öflugri með vel hugsuðum og útfærðum breytingum. Til þess býð ég mig fram sem rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun