Innlent

Stór­aukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast vel skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir.Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kona var í dag úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglu á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu. Fjórir eru í haldi og sá fimmti verður leiddur fyrir dómara í kvöld. Við sjáum myndir frá héraðsdómi Suðurlands og förum yfir stöðu málsins.

Þá verður rætt við menntamálaráðherra um áhyggjur af ítrekuðum ofbeldismálum í Breiðholti. Hún segir að gera þurfi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Málaflokkurinn hafi verið vanræktur í allt of langan tíma.

Auk þess kíkjum við í húsdýragarðinn þar sem þekktur dýraþjálfari hefur verið við störf, förum í búðina með næringarfræðingi þar sem við kaupum í matinn samkvæmt nýjum ráðleggingum landlæknis og verðum í beinni frá tónleikum aldamótagoðanna Gunna Óla, Hreims og Magna.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×