Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2025 15:45 Ingibjörg og svo þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírötum. Ingibjörg er afar ósátt við bókun meirihlutans í Reykjavík, svo ekki sé meira sagt. vísir/vilhelm Þingmaðurinn Ingibjörg Isaksen nær vart upp í nef sér vegna bókunar meirihlutans í Reykjavík þar sem þeir segja að felling trjáa í Öskjuhlíð sé ekki í þágu borgarbúa. Meirihlutinn vill að ríkið borgi brúasann. „Ég er orðlaus yfir bókun meirihlutans í Reykjavík varðandi trjáfellingar í Öskjuhlíð. Flugvöllurinn er líflína fólksins á landsbyggðinni og á alltaf að njóta vafans,“ segir Ingibjörg í nýrri Facebookfærslu. Gagnrýna málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu harðlega Í fundargerð borgarráðs Reykjavíkur frá 12. mars varðandi þetta mál er trjáfelling í Öskjuhlíð samþykkt og vísað áfram til staðfestingar borgarráðs. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja hins vegar að sá reikningur sem til falli verði greiddur af ríkinu því trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa: „Við föllumst á áætlun um fellingu trjáa í Öskjuhlíð vegna flugöryggis sem kynnt var á fundinum. Við gagnrýnum um leið málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu. Óskýrleiki hefur því miður einkennt ferlið sem hefur gert borginni erfitt fyrir,“ segir í bókunni. Er dæmi nefnt, að minnisblað ISAVIA frá í september 2024 hafi ekki borist borginni fyrr en í janúar 2025. Trjáfellingin í þágu allra landsmanna! „Við teljum fulla ástæðu til að árétta að skógurinn í Öskjuhlíðinni er mikilvægt upplifunar- og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vi munum gæta þeirra hagsmuna áfram en ekki síður flugöryggis. Verkferlar sem varða öryggi flugvallarins þurfa að vera skýrir hvað varðar alla aðila málsins. Við teljum enfremur að eðlilegast sé að ríkið standi straum af kostnaði trjáfellingarinnar,“ segir í bókunninni. Sem endar á orðunum: „Hún er ekki í þágu borgarbúa.“ Þetta telur Ingibjörg fyrir neðan allar hellur: „Það má vel vera að meirihlutinn líti svo á að trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa - ég lít svo á að hún sé í þágu allra landsmanna enda borgarbúar hluti landsmanna! Held að meirihluti borgarstjórnar ætti að gera sér grein fyrir hlutverki höfuðborgar landsins.“ Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 24. febrúar 2025 11:46 Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
„Ég er orðlaus yfir bókun meirihlutans í Reykjavík varðandi trjáfellingar í Öskjuhlíð. Flugvöllurinn er líflína fólksins á landsbyggðinni og á alltaf að njóta vafans,“ segir Ingibjörg í nýrri Facebookfærslu. Gagnrýna málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu harðlega Í fundargerð borgarráðs Reykjavíkur frá 12. mars varðandi þetta mál er trjáfelling í Öskjuhlíð samþykkt og vísað áfram til staðfestingar borgarráðs. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja hins vegar að sá reikningur sem til falli verði greiddur af ríkinu því trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa: „Við föllumst á áætlun um fellingu trjáa í Öskjuhlíð vegna flugöryggis sem kynnt var á fundinum. Við gagnrýnum um leið málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu. Óskýrleiki hefur því miður einkennt ferlið sem hefur gert borginni erfitt fyrir,“ segir í bókunni. Er dæmi nefnt, að minnisblað ISAVIA frá í september 2024 hafi ekki borist borginni fyrr en í janúar 2025. Trjáfellingin í þágu allra landsmanna! „Við teljum fulla ástæðu til að árétta að skógurinn í Öskjuhlíðinni er mikilvægt upplifunar- og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vi munum gæta þeirra hagsmuna áfram en ekki síður flugöryggis. Verkferlar sem varða öryggi flugvallarins þurfa að vera skýrir hvað varðar alla aðila málsins. Við teljum enfremur að eðlilegast sé að ríkið standi straum af kostnaði trjáfellingarinnar,“ segir í bókunninni. Sem endar á orðunum: „Hún er ekki í þágu borgarbúa.“ Þetta telur Ingibjörg fyrir neðan allar hellur: „Það má vel vera að meirihlutinn líti svo á að trjáfellingin sé ekki í þágu borgarbúa - ég lít svo á að hún sé í þágu allra landsmanna enda borgarbúar hluti landsmanna! Held að meirihluti borgarstjórnar ætti að gera sér grein fyrir hlutverki höfuðborgar landsins.“
Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 24. febrúar 2025 11:46 Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00
Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 24. febrúar 2025 11:46
Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36