Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2025 12:12 Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður hefur kært þær Semu Erlu Serdar og Maríu Lilju Þrastardóttur til lögreglu vegna söfnunar Solaris. Ríkissaksóknari hefur öðru sinni skipað lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að hefja rannsókn á Maríu Lilju Þrastardóttur og Semu Erlu Serdar vegna fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Lögmaður Maríu Lilju segir óskandi að ríkissaksóknari eyddi svo miklu púðri í öll mál. Sema Erla segir spillta valdaklíku vilja sjá þeim refsað vegna andstöðu við björgunaraðgerðir þeirra. Hjálparsamtökin Solaris efndu í byrjun febrúar 2024 til fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Yfirlýst markmið í byrjun var fimmtíu milljónir króna og í byrjun mars var tilkynnt að markmiðinu hefði verið náð. Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður kærði Semu Erlu og Maríu Lilju, forystukonur söfnunarinnar, til lögreglu í apríl í fyrra. Í kærunni voru þær sakaðar um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu felldi málið niður nokkrum dögum síðar. Einar kærði þá niðurstöðu til ríkissaksóknara sem felldi ákvörðun lögreglu úr gildi því ekki hefði verið tekin skýrsla af Maríu Lilju við rannsókn á málinu. Að lokinni frekari rannsókn lögreglu, þar á meðal skýrslutöku yfir Maríu Lilju, ákvað lögregla aftur að fella málið niður. Einar kærði þá ákvörðun aftur til ríkissaksóknara sem skilaði niðurstöðu sinni í gær. Gunnar Ingi Jóhannsson, sem gætt hefur hagsmuna Maríu Lilju í málinu, segir niðurstöðu ríkissaksóknara upp á tíu blaðsíður. Fundið sé að því að lögregla hafi ekki farið að öllu leyti eftir lögum um opinberar fjársafnanir frá árinu 1977 sem kveði meðal annars um að sýslumönnum sé tilkynnt um fjársafnanir. „Það eru opinberar fjársafnanir á hverjum einasta degi,“ segir Gunnar Ingi. Þar má sem dæmi nefna fjársafnafnir þar sem safnað er fyrir fjölskyldum sem lenda í áföllum og rata í fréttir fjölmiðla. Gunnar Ingi segir lögin að miklu leyti úrrelt en hvað sem því líði sé afstaða ríkissaksóknara að það þurfi að rannsaka betur hvort brotið hafi verið gegn þeim lögum. „Samkvæmt því verður lögregla nú að vaða í fjársafnanir, sé ekki búið að tilkynna sýslumanni um söfnunina.“ Þá séu ábendingar frá ríkissaksóknara um að skoða betur skjöl í tengslum við meðferð fjármuna erlendis. Gunnar Ingi segir staðfest uppgjör endurskoðanda liggja fyrir, raunar af sama endurskoðendafyrirtæki og Einar, stefnandi í málinu, hafi starfað yfir. Hann segir Maríu Lilju fyrst og fremst hissa yfir niðurstöðunni. „Því það er búið að leggja fram öll gögn og liggur fyrir uppgjör um þessa söfnun. Það sem ríkissaskóknari telur mikilvægt að skoða er hvort gætt hafi verið að öllum formsatriðum sem þessi lög frá 1977 kveða á um, se, eru orðin verulega úrelt.“ Sema Erla er harðorð vegna málsins á samfélagsmiðlum. Kæran sé ekkert annað en tilraun valdamikilla aðila í íslensku samfélagi til þess að ná sér niður á pólitískum andstæðingum sínum. Niðurstaða lögreglu á niðurfellingu öðru sinni í desember hafi verið ítarleg og með rökstuðningi. „Kærandinn Einar S. Hálfdánarson, fyrrverandi hæstaréttarlögmaður og faðir þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sætti sig ekki við þá niðurstöðu og áfrýjaði málinu AFTUR til ríkissaksóknara rétt fyrir jólin í fyrra. Þess má geta að þetta mál snertir hann ekki að nokkru leyti persónulega, hann á ekki neinna hagsmuna að gæta, hann hefur ekkert með þetta að gera, en getur samt kært okkur og haldið okkur í gíslingu í meira en ár.“ Engin ný sönnunargögn séu í málinu og engin hreyfing orðið á því í langan tíma. „Þetta er brjálæðisleg niðurstaða hjá ríkissaksóknara.“ Fasisminn taki á sig margar myndir. „Þessi spillta valdaklíka þráir að sjá okkur refsað fyrir það sem þeim persónulega líkar ekki að við gerðum, sem er btw að koma fólki undan þjóðarmorði í Palestínu.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Hjálparsamtökin Solaris efndu í byrjun febrúar 2024 til fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Yfirlýst markmið í byrjun var fimmtíu milljónir króna og í byrjun mars var tilkynnt að markmiðinu hefði verið náð. Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður kærði Semu Erlu og Maríu Lilju, forystukonur söfnunarinnar, til lögreglu í apríl í fyrra. Í kærunni voru þær sakaðar um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu felldi málið niður nokkrum dögum síðar. Einar kærði þá niðurstöðu til ríkissaksóknara sem felldi ákvörðun lögreglu úr gildi því ekki hefði verið tekin skýrsla af Maríu Lilju við rannsókn á málinu. Að lokinni frekari rannsókn lögreglu, þar á meðal skýrslutöku yfir Maríu Lilju, ákvað lögregla aftur að fella málið niður. Einar kærði þá ákvörðun aftur til ríkissaksóknara sem skilaði niðurstöðu sinni í gær. Gunnar Ingi Jóhannsson, sem gætt hefur hagsmuna Maríu Lilju í málinu, segir niðurstöðu ríkissaksóknara upp á tíu blaðsíður. Fundið sé að því að lögregla hafi ekki farið að öllu leyti eftir lögum um opinberar fjársafnanir frá árinu 1977 sem kveði meðal annars um að sýslumönnum sé tilkynnt um fjársafnanir. „Það eru opinberar fjársafnanir á hverjum einasta degi,“ segir Gunnar Ingi. Þar má sem dæmi nefna fjársafnafnir þar sem safnað er fyrir fjölskyldum sem lenda í áföllum og rata í fréttir fjölmiðla. Gunnar Ingi segir lögin að miklu leyti úrrelt en hvað sem því líði sé afstaða ríkissaksóknara að það þurfi að rannsaka betur hvort brotið hafi verið gegn þeim lögum. „Samkvæmt því verður lögregla nú að vaða í fjársafnanir, sé ekki búið að tilkynna sýslumanni um söfnunina.“ Þá séu ábendingar frá ríkissaksóknara um að skoða betur skjöl í tengslum við meðferð fjármuna erlendis. Gunnar Ingi segir staðfest uppgjör endurskoðanda liggja fyrir, raunar af sama endurskoðendafyrirtæki og Einar, stefnandi í málinu, hafi starfað yfir. Hann segir Maríu Lilju fyrst og fremst hissa yfir niðurstöðunni. „Því það er búið að leggja fram öll gögn og liggur fyrir uppgjör um þessa söfnun. Það sem ríkissaskóknari telur mikilvægt að skoða er hvort gætt hafi verið að öllum formsatriðum sem þessi lög frá 1977 kveða á um, se, eru orðin verulega úrelt.“ Sema Erla er harðorð vegna málsins á samfélagsmiðlum. Kæran sé ekkert annað en tilraun valdamikilla aðila í íslensku samfélagi til þess að ná sér niður á pólitískum andstæðingum sínum. Niðurstaða lögreglu á niðurfellingu öðru sinni í desember hafi verið ítarleg og með rökstuðningi. „Kærandinn Einar S. Hálfdánarson, fyrrverandi hæstaréttarlögmaður og faðir þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sætti sig ekki við þá niðurstöðu og áfrýjaði málinu AFTUR til ríkissaksóknara rétt fyrir jólin í fyrra. Þess má geta að þetta mál snertir hann ekki að nokkru leyti persónulega, hann á ekki neinna hagsmuna að gæta, hann hefur ekkert með þetta að gera, en getur samt kært okkur og haldið okkur í gíslingu í meira en ár.“ Engin ný sönnunargögn séu í málinu og engin hreyfing orðið á því í langan tíma. „Þetta er brjálæðisleg niðurstaða hjá ríkissaksóknara.“ Fasisminn taki á sig margar myndir. „Þessi spillta valdaklíka þráir að sjá okkur refsað fyrir það sem þeim persónulega líkar ekki að við gerðum, sem er btw að koma fólki undan þjóðarmorði í Palestínu.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira