Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. mars 2025 12:33 Síðastliðinn föstudag, 7. mars var haldinn fundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og þingmanna höfuðborgarsvæðisins ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Til umræðu var m.a. staða barna með fjölþættan vanda. Við vorum nokkrir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem kvöddum okkur hljóðs og lýstum yfir stuðningi okkar við málaflokkinn og ánægju með aðkomu ríkisvaldsins að honum. Enda þótt ekki sé um stóran hóp barna að ræða sem glímir við fjölþættan vanda, þarfnast hann víðtækra úrræða bæði til lengri og skemmri tíma. Það hefur reynst sveitarfélögum erfitt að þjóna þessum hópi svo vel sé. Mörg barnanna þarfnast þriðja stigs þjónustu. Á þriðja stigi er veittur sérhæfðari stuðningur til að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin. Barn með fjölþættan vanda kann að hafa þörf fyrir viðamikið úrræði s.s. vistun utan heimilis tímabundið og því flókið fyrir sveitarfélög að setja á fót úrræði fyrir svo umfangsmikla þjónustu tímabundið og hvað þá að halda úti slíku úrræði í lengri tíma. Það er ákveðinn hluti foreldra sem getur ekki verið með börn sín heima sem glíma við svo flókinn vanda þrátt fyrir ríkan vilja. Vísað er í tiltölulega nýlega í skýrslu stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Í henni eru að finna tillögur um úrræðin, fyrirkomulag þjónustunnar og tillögur um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Í dag er til talsvert af skammtímaúrræðum sem börn með fjölþættan vanda hafa farið í gegnum en þar sem vandinn er viðvarandi er kannski viðbúið að slík skammtímaúrræði skili ekki tilætluðum árangri. Því ber að fagna að ríkisstjórnin undirbúi nú breytingar og aðgerðir í þessum málum. Þegar ábyrgð og framkvæmd þjónustunnar verður kominn á einn aðila aukast möguleikarnir á að ná fram skynsamlegri nýtingu á störfum sérfræðinga og fjármuna fyrir svo viðkvæman hóp barna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Börn og uppeldi Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag, 7. mars var haldinn fundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og þingmanna höfuðborgarsvæðisins ásamt kjörnum fulltrúum sveitarstjórna. Til umræðu var m.a. staða barna með fjölþættan vanda. Við vorum nokkrir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem kvöddum okkur hljóðs og lýstum yfir stuðningi okkar við málaflokkinn og ánægju með aðkomu ríkisvaldsins að honum. Enda þótt ekki sé um stóran hóp barna að ræða sem glímir við fjölþættan vanda, þarfnast hann víðtækra úrræða bæði til lengri og skemmri tíma. Það hefur reynst sveitarfélögum erfitt að þjóna þessum hópi svo vel sé. Mörg barnanna þarfnast þriðja stigs þjónustu. Á þriðja stigi er veittur sérhæfðari stuðningur til að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin. Barn með fjölþættan vanda kann að hafa þörf fyrir viðamikið úrræði s.s. vistun utan heimilis tímabundið og því flókið fyrir sveitarfélög að setja á fót úrræði fyrir svo umfangsmikla þjónustu tímabundið og hvað þá að halda úti slíku úrræði í lengri tíma. Það er ákveðinn hluti foreldra sem getur ekki verið með börn sín heima sem glíma við svo flókinn vanda þrátt fyrir ríkan vilja. Vísað er í tiltölulega nýlega í skýrslu stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Í henni eru að finna tillögur um úrræðin, fyrirkomulag þjónustunnar og tillögur um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Í dag er til talsvert af skammtímaúrræðum sem börn með fjölþættan vanda hafa farið í gegnum en þar sem vandinn er viðvarandi er kannski viðbúið að slík skammtímaúrræði skili ekki tilætluðum árangri. Því ber að fagna að ríkisstjórnin undirbúi nú breytingar og aðgerðir í þessum málum. Þegar ábyrgð og framkvæmd þjónustunnar verður kominn á einn aðila aukast möguleikarnir á að ná fram skynsamlegri nýtingu á störfum sérfræðinga og fjármuna fyrir svo viðkvæman hóp barna. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar