Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 21:32 Einn þeirra þriggja sem fór fyrir dómara og var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Fyrsta tilkynning barst lögreglu á mánudagskvöld þegar maður á sjötugsaldri hvarf af heimili sínu í Þorlákshöfn og grunur lék á að um frelsissviptingu væri að ræða. Maðurinn fannst á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun illa leikinn. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komu á sjúkrahús. Áverkar á manninum bentu til þess að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti hópurinn að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengi í skrokk á honum í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram. Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins kúguðu einstaklingarnir milljónir út úr fórnarlambinu. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að alls hafi átta einstaklingar verið handteknir en fimm þeirra hafi nú verið sleppt. Fimm voru handteknir um hádegisbil í gær og þrjú seinna um daginn. Nokkrir einstaklingar sem voru handteknir tengjast tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einn af þessum átta var handtekinn í gær eftir eftirför lögreglu í Kópavogi en hann var á bíl sem talinn er varða málið. Kona sem var einnig í bílnum flúði vettvang en hún fannst í austurbæ Reykjavíkur seinna um kvöldið. Ríkisútvarpið greindi frá því að lögreglan leiti enn einnar manneskju. Yfirheyrslur stóðu fram á nótt og að þeim loknum voru þrír látnir lausir auk tveggja annarra seinna í dag líkt og áður kom fram. Í dag voru þrír einstaklingar færðir fyrir dómara Héraðsdóms Suðurlands og voru þeir allir dæmdir í gæsluvarðhald til 19. mars. Einn þeirra þriggja er Stefán Blackburn, margdæmdur ofbeldismaður, og annar nítján ára karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins ásamt lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og embættis héraðssaksóknara. Fylgst var með gangi mála í vaktinni. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Kópavogur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Fyrsta tilkynning barst lögreglu á mánudagskvöld þegar maður á sjötugsaldri hvarf af heimili sínu í Þorlákshöfn og grunur lék á að um frelsissviptingu væri að ræða. Maðurinn fannst á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun illa leikinn. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komu á sjúkrahús. Áverkar á manninum bentu til þess að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti hópurinn að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengi í skrokk á honum í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram. Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins kúguðu einstaklingarnir milljónir út úr fórnarlambinu. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að alls hafi átta einstaklingar verið handteknir en fimm þeirra hafi nú verið sleppt. Fimm voru handteknir um hádegisbil í gær og þrjú seinna um daginn. Nokkrir einstaklingar sem voru handteknir tengjast tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einn af þessum átta var handtekinn í gær eftir eftirför lögreglu í Kópavogi en hann var á bíl sem talinn er varða málið. Kona sem var einnig í bílnum flúði vettvang en hún fannst í austurbæ Reykjavíkur seinna um kvöldið. Ríkisútvarpið greindi frá því að lögreglan leiti enn einnar manneskju. Yfirheyrslur stóðu fram á nótt og að þeim loknum voru þrír látnir lausir auk tveggja annarra seinna í dag líkt og áður kom fram. Í dag voru þrír einstaklingar færðir fyrir dómara Héraðsdóms Suðurlands og voru þeir allir dæmdir í gæsluvarðhald til 19. mars. Einn þeirra þriggja er Stefán Blackburn, margdæmdur ofbeldismaður, og annar nítján ára karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins ásamt lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og embættis héraðssaksóknara. Fylgst var með gangi mála í vaktinni.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Kópavogur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira