Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2025 14:08 Hildur spurði Daða hvernig tillögum um að fella burtu áminningarákvæði opinberra starfsmanna. vísir/vilhelm Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum: Hvað verður um tillöguna um að fella brott áminningar til opinberra starfsmanna? Hildur sagðist óttast að hin mikla hagræðingarvegferð ríkisstjórnarinnar byrji og endi með birtingu þessara tillagna, en lítið verði um að hrinda þeim i framkvæmd. Má ekki bara samþykkja frumvarp Diljár? „Þar hef ég sérstaklega í huga þær tillögur er snúa að úrbótum á vinnumarkaði til að mynda um að ákvæði um áminningar opinberra starfsmanna verði fellt á brott sem er bæði stórt og mikilvægt sanngirnismál gagnvart almenna vinnumarkaðinum fyrir utan augljósa hagræðingu,“ sagði Hildur. Og spurði þá Daða hvort hann telji þá tillögu skynsamlega og hvort hann hyggist beita sér fyrir því að frumvarp þess efnis verði lagt fram? „Og þá hvort það sé ekki skynsamlegra að samþykkja einfaldlega frumvarp háttvirts þingmanns Diljár Mistar Einarsdóttur sem þegar hefur verið lagt fram?“ Daði sagðist geta róað þingheim með því að nú væri verið að vinna að fjármálagerð sem verði kynnt síðar í mánuðinum þeim í þinginu til ánægju og ríkinu til hagsbóta. Varðandi réttindi og skyldur opinberra starfsmanna þá kannist þingmenn örugglega við að allnokkrar tillögur hafi verið gerðar til breytinga þar á án þess að það skilaði árangri. En þetta muni allt verða kynnt þegar tillögurnar liggi fyrir. Samráð hafi lítið sem ekkert að segja Hildur sagði að vitað væri hvað verkalýðshreyfingunni finnst um tillöguna og hugur þeirra sem tillögur beinast að liggi fyrir: „Þau kölluðu þessa tillögu stríðsyfirlýsingu.“ Hildur vildi því vita hvort nokkur von væri til að tillögurnar litu dagsins ljós án samráðs við þessa hópa? Daði sagði umhugsunarefni hvers vegna ekki hafi tekist að koma breytingum að í tíð fyrri ríkisstjórnar en þar væri annarra að svara. „Það verður auðvitað að vinna vinnumarkaðslöggjöfina í sátt,“ sagði Daði. Hann ítrekaði að ríkisstjórnin væri að vinna tillögurnar og að þær muni koma inn á þingið. Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Hildur sagðist óttast að hin mikla hagræðingarvegferð ríkisstjórnarinnar byrji og endi með birtingu þessara tillagna, en lítið verði um að hrinda þeim i framkvæmd. Má ekki bara samþykkja frumvarp Diljár? „Þar hef ég sérstaklega í huga þær tillögur er snúa að úrbótum á vinnumarkaði til að mynda um að ákvæði um áminningar opinberra starfsmanna verði fellt á brott sem er bæði stórt og mikilvægt sanngirnismál gagnvart almenna vinnumarkaðinum fyrir utan augljósa hagræðingu,“ sagði Hildur. Og spurði þá Daða hvort hann telji þá tillögu skynsamlega og hvort hann hyggist beita sér fyrir því að frumvarp þess efnis verði lagt fram? „Og þá hvort það sé ekki skynsamlegra að samþykkja einfaldlega frumvarp háttvirts þingmanns Diljár Mistar Einarsdóttur sem þegar hefur verið lagt fram?“ Daði sagðist geta róað þingheim með því að nú væri verið að vinna að fjármálagerð sem verði kynnt síðar í mánuðinum þeim í þinginu til ánægju og ríkinu til hagsbóta. Varðandi réttindi og skyldur opinberra starfsmanna þá kannist þingmenn örugglega við að allnokkrar tillögur hafi verið gerðar til breytinga þar á án þess að það skilaði árangri. En þetta muni allt verða kynnt þegar tillögurnar liggi fyrir. Samráð hafi lítið sem ekkert að segja Hildur sagði að vitað væri hvað verkalýðshreyfingunni finnst um tillöguna og hugur þeirra sem tillögur beinast að liggi fyrir: „Þau kölluðu þessa tillögu stríðsyfirlýsingu.“ Hildur vildi því vita hvort nokkur von væri til að tillögurnar litu dagsins ljós án samráðs við þessa hópa? Daði sagði umhugsunarefni hvers vegna ekki hafi tekist að koma breytingum að í tíð fyrri ríkisstjórnar en þar væri annarra að svara. „Það verður auðvitað að vinna vinnumarkaðslöggjöfina í sátt,“ sagði Daði. Hann ítrekaði að ríkisstjórnin væri að vinna tillögurnar og að þær muni koma inn á þingið.
Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira