Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar 11. mars 2025 07:33 Heimurinn er að ganga í gegnum viðamiklar og víðsjáverðar samfélagsbreytingar. Þannig stendur nútímasamfélagið frammi fyrir stórtækum og aðkallandi ógnum og áskorunum sem mikil óvissa ríkir um hvernig muni þróast á komandi árum. Áskoranir tengdar hlýnun jarðar sökum loftslagsbreytinga; uppgangi andvísinda, andlýðræðis, og skautunar, sem leitt hefur til aukinnar firringar, ólgu og stríðsátaka; ógnarhraðri þróun tæknihyggju og gervigreindar sem hefur alla burði til að umbylta hefðbundnum samfélagsháttum; og upplausn nærsamfélagsins með tilheyrandi mannlegri angist og einmanaleika – svo sitthvað sé nefnt. Þessar miklu samfélagsbreytingar setja stöðu og hlutverk háskóla í uppnám, og sums staðar má sjá að að þeim er sótt. Ný heimsmynd er að teiknast upp þar sem háskólar munu annað hvort gegna leiðandi hlutverki í mótun og uppgangi samfélagsins eða færast nær jöðrunum, þar sem þeir munu eiga í tilvistarvanda. Háskólar standa því á mikilvægum tímamótum þar sem framtíð þeirra, og farsæld samfélaga komandi kynslóða, mun markast af því hvernig háskólarnir bregðast við þeim áskorunum sem þessi samfélagsþróun felur í sér. Háskóli Íslands er ekki undanskilinn þessum víðsjárverða veruleika. Hvaða sess mun Háskóli Íslands hafa í þessari nýju heimsmynd sem er að teiknast upp, og enginn veit með vissu hvernig muni líta út á endanum? Á sama tíma býr Háskóli Íslands við langvarandi undirfjármögnun sem reynir verulega á þolrif skólans og takmarkar hlutverk hans og áhrif fyrir samfélagið. Háskólinn er þannig í krefjandi stöðu þar sem þarfir samfélagins fyrir öflugan þjóðar- og rannsóknarháskóla hafa sjaldan verið meiri á sama tíma og fjárhagslegar forsendur skólans eru óviðunandi í öllum samanburði. Hlutverk næsta rektors Háskóla Íslands er því á margan hátt ekki öfundsvert. Mikilvægasta verkefni nýs rektors verður að reyna að styrkja stöðu háskólans í samfélaginu og auka fjárveitingar til skólans, og vísinda almennt. Þannig þarf tilvonandi rektor að vinna hörðum höndum að því að efla krafta skólans í því markmiði að sýna ráðafólki og almenningi í verki fram á mikilvægi háskólans og vísinda fyrir velferð og framþróun samfélagsins. Þessar rektorskosningar snúast um hvaða einstaklingi háskólafólk treystir best til þess að standa fremstur meðal jafningja í brú skólans á þeirri vegferð. Það má halda því fram að rektorskjörið sem framundan er í Háskóla Íslands sé það mikilvægasta í manna minnum. Af hverju Magnús Karl? Að öllu framansögðu virtu þá er ég sannfærður um að háskólinn gæti ekki fengið hæfari einstakling í starf rektors en Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Þetta segi ég ekki síst vegna þess að ég þekki vel til Magnúsar þar sem hann er mágur minn. En það er þó ekki ástæða þess að ég styð Magnús Karl í framboði til rektors, eða skrifa þessa grein honum til stuðnings. Heldur er ástæðan sú að ég er sannfærður um að hann er rétti einstaklingurinn í starfið. Fyrir það fyrsta þá er Magnús Karl afbragðs vísindamaður, sem hefur öðlast virðingu kollega sinna hér á landi sem og erlendis. Hann er holdgervingur vísindalegrar hugsunar og vinnubragða, sem mynda grundvallarforsendur góðra háskóla sem hann hefur einnig smitað til nemenda á öllum stigum skólans í áraraðir. Auk vísinda- og stjórnunarstarfa sem hann hefur sinnt innan skólans og íslensks vísindasamfélags um áratugaskeið þá hefur hann um langa hríð látið sig málefni Háskóla Íslands og vísinda varða í ræðu sem riti. Þar hefur Magnús Karl verið öflugur talsmaður vísinda og talað sérstaklega fyrir auknu fjármagni til háskóla- og vísindasamfélagsins. Það er engu logið um að Magnús Karl brennur fyrir háskólann og vísindin og hefur gert það lengi. Magnús Karl er líka húmanisti og jafnréttissinni í víðri merkingu þeirra orða. Hann hefur til að mynda verið öflugur málsvari og stuðningsmaður ýmissa hópa fólks sem hafa átt undir högg að sækja í samfélaginu. Það hefur hann sýnt í einkalífi sínu, sem og á opinberum vettvangi. Hann hefur auk þess talað fyrir meiri jöfnuði meðal fræðasviða skólans þar sem sama fjármagn á að renna til ólíkra deilda fyrir sömu vinnu – sem er ekki endilega raunin í dag þar sem ákveðinna fordóma og skilningsleysis gætir til að mynda gagnvart félags- og hugvísindum sem sitja neðst í „lagskiptingarkerfi“ skólans. Ég veit að Magnús Karl hefur meiri skilning á þeim fjölbreyttu aðferðum og nálgunum sem beitt er utan raun- og náttúruvísinda en margir kollega hans. Það er því sannfæring mín að meiri virðing og sanngirni fyrir því fjölbreytta starfi sem sinnt er innan háskólans muni nást undir stjórn Magnúsar Karls en raunin hefur verið til þessa. Það sem einkennir Magnús Karl enn fremur er að hann er einstaklega vandvirkur og yfirvegaður í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Þannig setur hann sig vel inn í þau verkefni sem hann stendur frammi fyrir hverju sinni – og gildir einu hvort það tengist fræðastörfum eða áhugamálum hans eins og langhlaupum, siglingum eða ljósmyndun. Vinnubrögð hans, sem einkennast meðal annars af natni, þolinmæði og forvitni, gera honum kleift að öðlast heildstæðan skilning á fjölbreyttum viðfangsefnum og leysa þau vel af hendi. Það geta allir sem hann þekkja vitnað til um. Magnús Karl er frábær kostur Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Því þarf háskólafólk að vanda valið á næsta leiðtoga skólans. Að öllum öðrum ólöstuðum þá treysti ég Magnúsi Karli Magnússyni manna best til að leiða Háskóla Íslands á móts við þær stóru áskoranir sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan og til að festa háskólann í sessi sem lykilstofnun menntunar, rannsókna, þekkingar og framfara fyrir komandi kynslóðir. Magnús Karl hefur allt í senn yfirgripsmikla þekkingu, reynslu, og ástríðu fyrir vísindum, háskólamálum og samfélagsmálum – og er því öflugur og trúverðugur málsvari skólans. Hann býr yfir þeim mannkostum að geta sinnt hlutverki rektors af æðruleysi, mennsku, og réttsýni - án alls hroka og yfirlætis. Og hann tekst á við viðfangsefni og áskoranir af einstakri natni og yfirvegun – eins og sönnum vísindamanni og stjórnanda sæmir. Ég er ekki að mæla með Magnúsi Karli í starf rektors Háskóla Íslands vegna þess að hann er mágur minn, heldur vegna þess að ég veit hvaða mann hann hefur að geyma og fyrir hvað hann brennur – og hefur gert um langa hríð. Magnús Karl er einfaldlega frábær kostur, og sérstaklega dýrmætur fyrir Háskóla Íslands og vísindin á víðsjárverðum tímum sem þessum. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn er að ganga í gegnum viðamiklar og víðsjáverðar samfélagsbreytingar. Þannig stendur nútímasamfélagið frammi fyrir stórtækum og aðkallandi ógnum og áskorunum sem mikil óvissa ríkir um hvernig muni þróast á komandi árum. Áskoranir tengdar hlýnun jarðar sökum loftslagsbreytinga; uppgangi andvísinda, andlýðræðis, og skautunar, sem leitt hefur til aukinnar firringar, ólgu og stríðsátaka; ógnarhraðri þróun tæknihyggju og gervigreindar sem hefur alla burði til að umbylta hefðbundnum samfélagsháttum; og upplausn nærsamfélagsins með tilheyrandi mannlegri angist og einmanaleika – svo sitthvað sé nefnt. Þessar miklu samfélagsbreytingar setja stöðu og hlutverk háskóla í uppnám, og sums staðar má sjá að að þeim er sótt. Ný heimsmynd er að teiknast upp þar sem háskólar munu annað hvort gegna leiðandi hlutverki í mótun og uppgangi samfélagsins eða færast nær jöðrunum, þar sem þeir munu eiga í tilvistarvanda. Háskólar standa því á mikilvægum tímamótum þar sem framtíð þeirra, og farsæld samfélaga komandi kynslóða, mun markast af því hvernig háskólarnir bregðast við þeim áskorunum sem þessi samfélagsþróun felur í sér. Háskóli Íslands er ekki undanskilinn þessum víðsjárverða veruleika. Hvaða sess mun Háskóli Íslands hafa í þessari nýju heimsmynd sem er að teiknast upp, og enginn veit með vissu hvernig muni líta út á endanum? Á sama tíma býr Háskóli Íslands við langvarandi undirfjármögnun sem reynir verulega á þolrif skólans og takmarkar hlutverk hans og áhrif fyrir samfélagið. Háskólinn er þannig í krefjandi stöðu þar sem þarfir samfélagins fyrir öflugan þjóðar- og rannsóknarháskóla hafa sjaldan verið meiri á sama tíma og fjárhagslegar forsendur skólans eru óviðunandi í öllum samanburði. Hlutverk næsta rektors Háskóla Íslands er því á margan hátt ekki öfundsvert. Mikilvægasta verkefni nýs rektors verður að reyna að styrkja stöðu háskólans í samfélaginu og auka fjárveitingar til skólans, og vísinda almennt. Þannig þarf tilvonandi rektor að vinna hörðum höndum að því að efla krafta skólans í því markmiði að sýna ráðafólki og almenningi í verki fram á mikilvægi háskólans og vísinda fyrir velferð og framþróun samfélagsins. Þessar rektorskosningar snúast um hvaða einstaklingi háskólafólk treystir best til þess að standa fremstur meðal jafningja í brú skólans á þeirri vegferð. Það má halda því fram að rektorskjörið sem framundan er í Háskóla Íslands sé það mikilvægasta í manna minnum. Af hverju Magnús Karl? Að öllu framansögðu virtu þá er ég sannfærður um að háskólinn gæti ekki fengið hæfari einstakling í starf rektors en Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Þetta segi ég ekki síst vegna þess að ég þekki vel til Magnúsar þar sem hann er mágur minn. En það er þó ekki ástæða þess að ég styð Magnús Karl í framboði til rektors, eða skrifa þessa grein honum til stuðnings. Heldur er ástæðan sú að ég er sannfærður um að hann er rétti einstaklingurinn í starfið. Fyrir það fyrsta þá er Magnús Karl afbragðs vísindamaður, sem hefur öðlast virðingu kollega sinna hér á landi sem og erlendis. Hann er holdgervingur vísindalegrar hugsunar og vinnubragða, sem mynda grundvallarforsendur góðra háskóla sem hann hefur einnig smitað til nemenda á öllum stigum skólans í áraraðir. Auk vísinda- og stjórnunarstarfa sem hann hefur sinnt innan skólans og íslensks vísindasamfélags um áratugaskeið þá hefur hann um langa hríð látið sig málefni Háskóla Íslands og vísinda varða í ræðu sem riti. Þar hefur Magnús Karl verið öflugur talsmaður vísinda og talað sérstaklega fyrir auknu fjármagni til háskóla- og vísindasamfélagsins. Það er engu logið um að Magnús Karl brennur fyrir háskólann og vísindin og hefur gert það lengi. Magnús Karl er líka húmanisti og jafnréttissinni í víðri merkingu þeirra orða. Hann hefur til að mynda verið öflugur málsvari og stuðningsmaður ýmissa hópa fólks sem hafa átt undir högg að sækja í samfélaginu. Það hefur hann sýnt í einkalífi sínu, sem og á opinberum vettvangi. Hann hefur auk þess talað fyrir meiri jöfnuði meðal fræðasviða skólans þar sem sama fjármagn á að renna til ólíkra deilda fyrir sömu vinnu – sem er ekki endilega raunin í dag þar sem ákveðinna fordóma og skilningsleysis gætir til að mynda gagnvart félags- og hugvísindum sem sitja neðst í „lagskiptingarkerfi“ skólans. Ég veit að Magnús Karl hefur meiri skilning á þeim fjölbreyttu aðferðum og nálgunum sem beitt er utan raun- og náttúruvísinda en margir kollega hans. Það er því sannfæring mín að meiri virðing og sanngirni fyrir því fjölbreytta starfi sem sinnt er innan háskólans muni nást undir stjórn Magnúsar Karls en raunin hefur verið til þessa. Það sem einkennir Magnús Karl enn fremur er að hann er einstaklega vandvirkur og yfirvegaður í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Þannig setur hann sig vel inn í þau verkefni sem hann stendur frammi fyrir hverju sinni – og gildir einu hvort það tengist fræðastörfum eða áhugamálum hans eins og langhlaupum, siglingum eða ljósmyndun. Vinnubrögð hans, sem einkennast meðal annars af natni, þolinmæði og forvitni, gera honum kleift að öðlast heildstæðan skilning á fjölbreyttum viðfangsefnum og leysa þau vel af hendi. Það geta allir sem hann þekkja vitnað til um. Magnús Karl er frábær kostur Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Því þarf háskólafólk að vanda valið á næsta leiðtoga skólans. Að öllum öðrum ólöstuðum þá treysti ég Magnúsi Karli Magnússyni manna best til að leiða Háskóla Íslands á móts við þær stóru áskoranir sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan og til að festa háskólann í sessi sem lykilstofnun menntunar, rannsókna, þekkingar og framfara fyrir komandi kynslóðir. Magnús Karl hefur allt í senn yfirgripsmikla þekkingu, reynslu, og ástríðu fyrir vísindum, háskólamálum og samfélagsmálum – og er því öflugur og trúverðugur málsvari skólans. Hann býr yfir þeim mannkostum að geta sinnt hlutverki rektors af æðruleysi, mennsku, og réttsýni - án alls hroka og yfirlætis. Og hann tekst á við viðfangsefni og áskoranir af einstakri natni og yfirvegun – eins og sönnum vísindamanni og stjórnanda sæmir. Ég er ekki að mæla með Magnúsi Karli í starf rektors Háskóla Íslands vegna þess að hann er mágur minn, heldur vegna þess að ég veit hvaða mann hann hefur að geyma og fyrir hvað hann brennur – og hefur gert um langa hríð. Magnús Karl er einfaldlega frábær kostur, og sérstaklega dýrmætur fyrir Háskóla Íslands og vísindin á víðsjárverðum tímum sem þessum. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun