Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar 10. mars 2025 14:00 Það getur verið ruglingslegt fyrir nútímamanneskju að lesa gamla texta. Í tengslum við starf mitt sem prestur þarf ég gjarnan að lesa gamla texta. Nú síðast “Fræðarann” eftir Klemens frá Alexandríu, kristið trúarrit frá um 190 eftir Krist. Í því, eins og reyndar mörgum fornum heimspekiritum, er talað um mikilvægi þess að verða laus við “ástríðurnar og þá sjúkdóma sem þeim fylgja.” Sama orðið? Okkur finnst það skiljanlega undarlegt að það sé talað og skrifað á þennan hátt, um mikilvægi þess fyrir okkar andlega að verða frjáls frá ástríðum. Okkur er orðið tamt að líta ástríður sem jákvæðan þátt tilveru okkar. Fólk talar í dag um að hafa ástríðu fyrir hinu eða þessu. Fólk vill gjarnan finna ástríðu sína. Við þekkjum þetta einnig í enskunni, að þar talar fólk um að hafa “passion” fyrir einhverju. Enska orðið á rót sína í forngríska orðinu “pathos.” “Pathos” birtist einnig víðar í enskunni, t.d. í orðinu “pathology” sem merkir “sjúkdómafræði”En hvernig má það vera að sama forngríska orðið sé að baki hugtökunum “ástríða“ og “sjúkdómafræði”? Þrár úr lagi gengnar Fornir grískir heimspekingar og andans menn höfðu miklar áhyggjur af ástríðunum. Þeir lögðu annan skilning í þetta orð en höfum tekið að gera á síðustu árum. Ástríðurnar voru fyrir þeim þrár sem voru úr lagi gengnar, óheilbrigðar. Þær voru stjórnlausar, eða beindust í rangar áttir. Það var ójafnvægi á þeim. Þeir voru ekki á móti heilnæmri þrá heldur þrá sem var úr lagi gengin (pathos), og virkaði ekki eins og hún átti að virka. Upprunaleg merking En af hverju höfum við þá hingað til þýtt forngríska orðið “pathos” með “ástríðu” á íslensku? Af hverju er ekki annað orð notað? Það kemur ljós að ástæðan er sú að upprunamerking orðsins "ástríða" er miklu líkari þeirri sem forngrikkir höfðu. Ástríða er ekki orð sem er samsett úr “ást” og “ríða” eða "ást" og "stríða" Líkt og Eiríkur Rögnvaldsson og Pétur Pétursson þulur hafa báðir bent á þá er nafnorðið „ástríða“ myndað af því að það “stríðir á” einhvern. Það er “á-stríða” og “vísar til þess sem stríðir á hugann” Sjúkdómur sálarinnar Á-stríður eru þrár sem úr lagi gengnar og herja á hugann, eins konar sjúkdómur sálarinnar. Það var það sem Klemens frá Alexandríu og margir hinna fornu heimspekinga vildu taka til meðferðar. Hin sjúklega þrá, gerir það að verkum að manneskjan er ekki eins og hún á að sér að vera og þráir ekki það sem er henni fyrir bestu. Meðferðin Enn í dag er þetta eitt af verkefnum kristinnar kirkju. Kirkja Krists er eins og spítali, m.a. fyrir þau sem finna að á-stríðurnar eru úr lagi gengnar og þrár þeirra eru á villugötum. Jesús sagði enda: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. (Mark 2.17) Ágústínus kirkjufaðir var einn þeirra sem glímdi lengi við ástríður sínar. Þegar hann loks fann frið sinn, tilgang og andlega svölun í þrá sinni til Guðs, áttaði hann sig á því hver vandi hans hafði verið. Þrár hans höfðu beinst í rangar áttir. Vandi hans var að hann hafði reynt að láta alla skapaða hluti taka stað Guðs í lífi sínu, og veita sér eilífa fyllingu, hina dýpstu fyllingu. En ekkert af því sem við neytum, þráum eða eignumst er eilíft og getur því ekki veitt hina dýpstu fyllingu. Ágústínus komst að því að hina dýpstu fyllingu er aðeins hægt að finna í uppsprettu allra hluta: í Guði. Í sínu þekkta og persónulega riti „Játningar“ ávarpar Ágústínus Guð og skrifar: „Þú hefur skapað oss handa þér og hjarta vort er órótt, uns það hvílist í þér.“ Þess má geta að báðar bækurnar „Játningar“ eftir Ágústínus og „Fræðarinn“ eftir Klemens frá Alexandríu hafa verið þýddar á íslensku og útgefnar í Lærdómsritaröðinni. Ummæli Jesú í guðspjöllunum er síðan að sjálfsögðu að finna í Nýja testamentinu þínu. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það getur verið ruglingslegt fyrir nútímamanneskju að lesa gamla texta. Í tengslum við starf mitt sem prestur þarf ég gjarnan að lesa gamla texta. Nú síðast “Fræðarann” eftir Klemens frá Alexandríu, kristið trúarrit frá um 190 eftir Krist. Í því, eins og reyndar mörgum fornum heimspekiritum, er talað um mikilvægi þess að verða laus við “ástríðurnar og þá sjúkdóma sem þeim fylgja.” Sama orðið? Okkur finnst það skiljanlega undarlegt að það sé talað og skrifað á þennan hátt, um mikilvægi þess fyrir okkar andlega að verða frjáls frá ástríðum. Okkur er orðið tamt að líta ástríður sem jákvæðan þátt tilveru okkar. Fólk talar í dag um að hafa ástríðu fyrir hinu eða þessu. Fólk vill gjarnan finna ástríðu sína. Við þekkjum þetta einnig í enskunni, að þar talar fólk um að hafa “passion” fyrir einhverju. Enska orðið á rót sína í forngríska orðinu “pathos.” “Pathos” birtist einnig víðar í enskunni, t.d. í orðinu “pathology” sem merkir “sjúkdómafræði”En hvernig má það vera að sama forngríska orðið sé að baki hugtökunum “ástríða“ og “sjúkdómafræði”? Þrár úr lagi gengnar Fornir grískir heimspekingar og andans menn höfðu miklar áhyggjur af ástríðunum. Þeir lögðu annan skilning í þetta orð en höfum tekið að gera á síðustu árum. Ástríðurnar voru fyrir þeim þrár sem voru úr lagi gengnar, óheilbrigðar. Þær voru stjórnlausar, eða beindust í rangar áttir. Það var ójafnvægi á þeim. Þeir voru ekki á móti heilnæmri þrá heldur þrá sem var úr lagi gengin (pathos), og virkaði ekki eins og hún átti að virka. Upprunaleg merking En af hverju höfum við þá hingað til þýtt forngríska orðið “pathos” með “ástríðu” á íslensku? Af hverju er ekki annað orð notað? Það kemur ljós að ástæðan er sú að upprunamerking orðsins "ástríða" er miklu líkari þeirri sem forngrikkir höfðu. Ástríða er ekki orð sem er samsett úr “ást” og “ríða” eða "ást" og "stríða" Líkt og Eiríkur Rögnvaldsson og Pétur Pétursson þulur hafa báðir bent á þá er nafnorðið „ástríða“ myndað af því að það “stríðir á” einhvern. Það er “á-stríða” og “vísar til þess sem stríðir á hugann” Sjúkdómur sálarinnar Á-stríður eru þrár sem úr lagi gengnar og herja á hugann, eins konar sjúkdómur sálarinnar. Það var það sem Klemens frá Alexandríu og margir hinna fornu heimspekinga vildu taka til meðferðar. Hin sjúklega þrá, gerir það að verkum að manneskjan er ekki eins og hún á að sér að vera og þráir ekki það sem er henni fyrir bestu. Meðferðin Enn í dag er þetta eitt af verkefnum kristinnar kirkju. Kirkja Krists er eins og spítali, m.a. fyrir þau sem finna að á-stríðurnar eru úr lagi gengnar og þrár þeirra eru á villugötum. Jesús sagði enda: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. (Mark 2.17) Ágústínus kirkjufaðir var einn þeirra sem glímdi lengi við ástríður sínar. Þegar hann loks fann frið sinn, tilgang og andlega svölun í þrá sinni til Guðs, áttaði hann sig á því hver vandi hans hafði verið. Þrár hans höfðu beinst í rangar áttir. Vandi hans var að hann hafði reynt að láta alla skapaða hluti taka stað Guðs í lífi sínu, og veita sér eilífa fyllingu, hina dýpstu fyllingu. En ekkert af því sem við neytum, þráum eða eignumst er eilíft og getur því ekki veitt hina dýpstu fyllingu. Ágústínus komst að því að hina dýpstu fyllingu er aðeins hægt að finna í uppsprettu allra hluta: í Guði. Í sínu þekkta og persónulega riti „Játningar“ ávarpar Ágústínus Guð og skrifar: „Þú hefur skapað oss handa þér og hjarta vort er órótt, uns það hvílist í þér.“ Þess má geta að báðar bækurnar „Játningar“ eftir Ágústínus og „Fræðarinn“ eftir Klemens frá Alexandríu hafa verið þýddar á íslensku og útgefnar í Lærdómsritaröðinni. Ummæli Jesú í guðspjöllunum er síðan að sjálfsögðu að finna í Nýja testamentinu þínu. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun