Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar 10. mars 2025 14:00 Það getur verið ruglingslegt fyrir nútímamanneskju að lesa gamla texta. Í tengslum við starf mitt sem prestur þarf ég gjarnan að lesa gamla texta. Nú síðast “Fræðarann” eftir Klemens frá Alexandríu, kristið trúarrit frá um 190 eftir Krist. Í því, eins og reyndar mörgum fornum heimspekiritum, er talað um mikilvægi þess að verða laus við “ástríðurnar og þá sjúkdóma sem þeim fylgja.” Sama orðið? Okkur finnst það skiljanlega undarlegt að það sé talað og skrifað á þennan hátt, um mikilvægi þess fyrir okkar andlega að verða frjáls frá ástríðum. Okkur er orðið tamt að líta ástríður sem jákvæðan þátt tilveru okkar. Fólk talar í dag um að hafa ástríðu fyrir hinu eða þessu. Fólk vill gjarnan finna ástríðu sína. Við þekkjum þetta einnig í enskunni, að þar talar fólk um að hafa “passion” fyrir einhverju. Enska orðið á rót sína í forngríska orðinu “pathos.” “Pathos” birtist einnig víðar í enskunni, t.d. í orðinu “pathology” sem merkir “sjúkdómafræði”En hvernig má það vera að sama forngríska orðið sé að baki hugtökunum “ástríða“ og “sjúkdómafræði”? Þrár úr lagi gengnar Fornir grískir heimspekingar og andans menn höfðu miklar áhyggjur af ástríðunum. Þeir lögðu annan skilning í þetta orð en höfum tekið að gera á síðustu árum. Ástríðurnar voru fyrir þeim þrár sem voru úr lagi gengnar, óheilbrigðar. Þær voru stjórnlausar, eða beindust í rangar áttir. Það var ójafnvægi á þeim. Þeir voru ekki á móti heilnæmri þrá heldur þrá sem var úr lagi gengin (pathos), og virkaði ekki eins og hún átti að virka. Upprunaleg merking En af hverju höfum við þá hingað til þýtt forngríska orðið “pathos” með “ástríðu” á íslensku? Af hverju er ekki annað orð notað? Það kemur ljós að ástæðan er sú að upprunamerking orðsins "ástríða" er miklu líkari þeirri sem forngrikkir höfðu. Ástríða er ekki orð sem er samsett úr “ást” og “ríða” eða "ást" og "stríða" Líkt og Eiríkur Rögnvaldsson og Pétur Pétursson þulur hafa báðir bent á þá er nafnorðið „ástríða“ myndað af því að það “stríðir á” einhvern. Það er “á-stríða” og “vísar til þess sem stríðir á hugann” Sjúkdómur sálarinnar Á-stríður eru þrár sem úr lagi gengnar og herja á hugann, eins konar sjúkdómur sálarinnar. Það var það sem Klemens frá Alexandríu og margir hinna fornu heimspekinga vildu taka til meðferðar. Hin sjúklega þrá, gerir það að verkum að manneskjan er ekki eins og hún á að sér að vera og þráir ekki það sem er henni fyrir bestu. Meðferðin Enn í dag er þetta eitt af verkefnum kristinnar kirkju. Kirkja Krists er eins og spítali, m.a. fyrir þau sem finna að á-stríðurnar eru úr lagi gengnar og þrár þeirra eru á villugötum. Jesús sagði enda: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. (Mark 2.17) Ágústínus kirkjufaðir var einn þeirra sem glímdi lengi við ástríður sínar. Þegar hann loks fann frið sinn, tilgang og andlega svölun í þrá sinni til Guðs, áttaði hann sig á því hver vandi hans hafði verið. Þrár hans höfðu beinst í rangar áttir. Vandi hans var að hann hafði reynt að láta alla skapaða hluti taka stað Guðs í lífi sínu, og veita sér eilífa fyllingu, hina dýpstu fyllingu. En ekkert af því sem við neytum, þráum eða eignumst er eilíft og getur því ekki veitt hina dýpstu fyllingu. Ágústínus komst að því að hina dýpstu fyllingu er aðeins hægt að finna í uppsprettu allra hluta: í Guði. Í sínu þekkta og persónulega riti „Játningar“ ávarpar Ágústínus Guð og skrifar: „Þú hefur skapað oss handa þér og hjarta vort er órótt, uns það hvílist í þér.“ Þess má geta að báðar bækurnar „Játningar“ eftir Ágústínus og „Fræðarinn“ eftir Klemens frá Alexandríu hafa verið þýddar á íslensku og útgefnar í Lærdómsritaröðinni. Ummæli Jesú í guðspjöllunum er síðan að sjálfsögðu að finna í Nýja testamentinu þínu. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það getur verið ruglingslegt fyrir nútímamanneskju að lesa gamla texta. Í tengslum við starf mitt sem prestur þarf ég gjarnan að lesa gamla texta. Nú síðast “Fræðarann” eftir Klemens frá Alexandríu, kristið trúarrit frá um 190 eftir Krist. Í því, eins og reyndar mörgum fornum heimspekiritum, er talað um mikilvægi þess að verða laus við “ástríðurnar og þá sjúkdóma sem þeim fylgja.” Sama orðið? Okkur finnst það skiljanlega undarlegt að það sé talað og skrifað á þennan hátt, um mikilvægi þess fyrir okkar andlega að verða frjáls frá ástríðum. Okkur er orðið tamt að líta ástríður sem jákvæðan þátt tilveru okkar. Fólk talar í dag um að hafa ástríðu fyrir hinu eða þessu. Fólk vill gjarnan finna ástríðu sína. Við þekkjum þetta einnig í enskunni, að þar talar fólk um að hafa “passion” fyrir einhverju. Enska orðið á rót sína í forngríska orðinu “pathos.” “Pathos” birtist einnig víðar í enskunni, t.d. í orðinu “pathology” sem merkir “sjúkdómafræði”En hvernig má það vera að sama forngríska orðið sé að baki hugtökunum “ástríða“ og “sjúkdómafræði”? Þrár úr lagi gengnar Fornir grískir heimspekingar og andans menn höfðu miklar áhyggjur af ástríðunum. Þeir lögðu annan skilning í þetta orð en höfum tekið að gera á síðustu árum. Ástríðurnar voru fyrir þeim þrár sem voru úr lagi gengnar, óheilbrigðar. Þær voru stjórnlausar, eða beindust í rangar áttir. Það var ójafnvægi á þeim. Þeir voru ekki á móti heilnæmri þrá heldur þrá sem var úr lagi gengin (pathos), og virkaði ekki eins og hún átti að virka. Upprunaleg merking En af hverju höfum við þá hingað til þýtt forngríska orðið “pathos” með “ástríðu” á íslensku? Af hverju er ekki annað orð notað? Það kemur ljós að ástæðan er sú að upprunamerking orðsins "ástríða" er miklu líkari þeirri sem forngrikkir höfðu. Ástríða er ekki orð sem er samsett úr “ást” og “ríða” eða "ást" og "stríða" Líkt og Eiríkur Rögnvaldsson og Pétur Pétursson þulur hafa báðir bent á þá er nafnorðið „ástríða“ myndað af því að það “stríðir á” einhvern. Það er “á-stríða” og “vísar til þess sem stríðir á hugann” Sjúkdómur sálarinnar Á-stríður eru þrár sem úr lagi gengnar og herja á hugann, eins konar sjúkdómur sálarinnar. Það var það sem Klemens frá Alexandríu og margir hinna fornu heimspekinga vildu taka til meðferðar. Hin sjúklega þrá, gerir það að verkum að manneskjan er ekki eins og hún á að sér að vera og þráir ekki það sem er henni fyrir bestu. Meðferðin Enn í dag er þetta eitt af verkefnum kristinnar kirkju. Kirkja Krists er eins og spítali, m.a. fyrir þau sem finna að á-stríðurnar eru úr lagi gengnar og þrár þeirra eru á villugötum. Jesús sagði enda: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. (Mark 2.17) Ágústínus kirkjufaðir var einn þeirra sem glímdi lengi við ástríður sínar. Þegar hann loks fann frið sinn, tilgang og andlega svölun í þrá sinni til Guðs, áttaði hann sig á því hver vandi hans hafði verið. Þrár hans höfðu beinst í rangar áttir. Vandi hans var að hann hafði reynt að láta alla skapaða hluti taka stað Guðs í lífi sínu, og veita sér eilífa fyllingu, hina dýpstu fyllingu. En ekkert af því sem við neytum, þráum eða eignumst er eilíft og getur því ekki veitt hina dýpstu fyllingu. Ágústínus komst að því að hina dýpstu fyllingu er aðeins hægt að finna í uppsprettu allra hluta: í Guði. Í sínu þekkta og persónulega riti „Játningar“ ávarpar Ágústínus Guð og skrifar: „Þú hefur skapað oss handa þér og hjarta vort er órótt, uns það hvílist í þér.“ Þess má geta að báðar bækurnar „Játningar“ eftir Ágústínus og „Fræðarinn“ eftir Klemens frá Alexandríu hafa verið þýddar á íslensku og útgefnar í Lærdómsritaröðinni. Ummæli Jesú í guðspjöllunum er síðan að sjálfsögðu að finna í Nýja testamentinu þínu. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar