Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar 10. mars 2025 12:02 Tónlist er magnað fyrirbæri í lífi okkar langflestra. Engin listgrein á beinni leið inn í tilfinningalíf okkar en stundum gleymist, í okkar allsnægta samtíma, að þar til tiltölulega nýlega fór miðlun tónlistar einungis fram milliliðalaust. Ekki í gegnum, útvarp, af plötum, geisladiskum eða neti, heldur bara beint frá hljóðfæri eða söngrödd inn í vitund hlustandans. Vitanlega eigum við nótnaskriftina, þetta magnaða kerfi til að skapa og varðveita tónlist en nótur á pappír, einar og sér, gera lítið. Þær þarf að túlka og lífga við með aðkomu og listfengi tónlistarmanna. Þann 9. mars 1950 sat lítil sinfóníuhljómsveit á sviðinu í salnum í Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Á svarthvítum ljósmyndum frá tónleikunum má sjá að yfir hljómsveitinni hékk risavaxinn íslenskur fáni. Þarna var nefnilega komin ný þjóðarhljómsveit okkar Íslendinga og stoltið vegna tilkomu hennar var skiljanlega mikið. Öflug og góð starfsemi Á sínum 75 árum hefur hljómsveitin okkar, sameign íslensku þjóðarinnar, vaxið að burðum og þrótti. Í dag heldur hún ríflega eitt hundrað tónleika og viðburði árlega og þá heimsækja um 80 þúsund gestir. Hún fer reglulega í tónleikaferðir, innanlands og utan, og ber hróður íslenskrar tónmenningar víða. Liður í því landnámi eru hljóðritanir sem hljómsveitin hefur gert tugum saman og vakið hafa góða og mikla athygli, margar með íslenskri samtímatónlist. Hryggjarstykkið í starfinu eru hefðbundnir sinfóníutónleikar sem hægt er að kaupa áskrift að, og þar sem fyrirtaks einleikarar og hljómsveitarstjórar koma til samstarfs við hljómsveitina. Auk þeirra heldur sveitin úti öflugu fræðslustarfi, tekur á móti stórum nemendahópum af öllum námstigum, bíður yngstu börnunum upp á Barnastundir og heilu fjölskyldurnar koma í heimsókn á tónleika í Litla tónsprotanum. Heimsóknir hljóðfæraleikara í stofnanir eru líka mikilvægur þáttur í starfseminni og í raun vill hljómsveitin eiga samstarf við sem flesta um framþróun innlendrar tónmenningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikilvægt að vera með opinn faðm og um það vitna til dæmis Ungsveit hljómsveitarinnar og einleikarakeppnin Ungir einleikarar sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Í gegnum þessi verkefni hafa nýjar kynslóðir tónlistarfólks stigið sín fyrstu ákveðnu skref inn í heim sígildrar tónlistar. Einnig má nefna akademíu fyrir unga vongóða hljómsveitarstjóra framtíðarinnar sem er nýlegur þáttur í starfseminni. Takk Þegar hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika fyrir 75 árum voru hljóðfæraleikarnir á sviðinu rúmlega 40 talsins en í dag eru hljóðfæraleikarar í 88 stöðugildum starfandi við sveitina. Þess má geta að þjóðarhljómsveitir nágrannalandanna hafa yfirleitt á að skipa ríflega hundrað hljóðfæraleikurum. En framtíðin er björt og spennandi, sífellt bætist í þann hóp listamanna sem vilja koma til samstarfs við sveitina og full ástæða er til að fylgjast grannt með starfinu. Ekkert jafnast á við að fara á tónleika með góðri hljómsveit í fyrirtaks tónleikasal eins og Eldborg í Hörpu vissulega er. Fyrst og fremst er það þakklæti sem manni er efst í huga nú þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára. Meðlimum sveitarinnar í gegnum árin ber að þakka sitt þrotlausa uppbyggingarstarf í tónlistarlífi sem sífellt verður blómlegra hvert sem litið er. Að leggja á sig nám og starfsferil í sígildri tónlist er meira en að segja það, til þess þarf gríðarlegan aga og eljusemi. Áfram mun þér, lesandi góður, standa heimur tónlistarinnar opinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Leyfðu þér að hrífast með og takk fyrir samfylgdina í 75 ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sinfóníuhljómsveit Íslands Menning Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tónlist er magnað fyrirbæri í lífi okkar langflestra. Engin listgrein á beinni leið inn í tilfinningalíf okkar en stundum gleymist, í okkar allsnægta samtíma, að þar til tiltölulega nýlega fór miðlun tónlistar einungis fram milliliðalaust. Ekki í gegnum, útvarp, af plötum, geisladiskum eða neti, heldur bara beint frá hljóðfæri eða söngrödd inn í vitund hlustandans. Vitanlega eigum við nótnaskriftina, þetta magnaða kerfi til að skapa og varðveita tónlist en nótur á pappír, einar og sér, gera lítið. Þær þarf að túlka og lífga við með aðkomu og listfengi tónlistarmanna. Þann 9. mars 1950 sat lítil sinfóníuhljómsveit á sviðinu í salnum í Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Á svarthvítum ljósmyndum frá tónleikunum má sjá að yfir hljómsveitinni hékk risavaxinn íslenskur fáni. Þarna var nefnilega komin ný þjóðarhljómsveit okkar Íslendinga og stoltið vegna tilkomu hennar var skiljanlega mikið. Öflug og góð starfsemi Á sínum 75 árum hefur hljómsveitin okkar, sameign íslensku þjóðarinnar, vaxið að burðum og þrótti. Í dag heldur hún ríflega eitt hundrað tónleika og viðburði árlega og þá heimsækja um 80 þúsund gestir. Hún fer reglulega í tónleikaferðir, innanlands og utan, og ber hróður íslenskrar tónmenningar víða. Liður í því landnámi eru hljóðritanir sem hljómsveitin hefur gert tugum saman og vakið hafa góða og mikla athygli, margar með íslenskri samtímatónlist. Hryggjarstykkið í starfinu eru hefðbundnir sinfóníutónleikar sem hægt er að kaupa áskrift að, og þar sem fyrirtaks einleikarar og hljómsveitarstjórar koma til samstarfs við hljómsveitina. Auk þeirra heldur sveitin úti öflugu fræðslustarfi, tekur á móti stórum nemendahópum af öllum námstigum, bíður yngstu börnunum upp á Barnastundir og heilu fjölskyldurnar koma í heimsókn á tónleika í Litla tónsprotanum. Heimsóknir hljóðfæraleikara í stofnanir eru líka mikilvægur þáttur í starfseminni og í raun vill hljómsveitin eiga samstarf við sem flesta um framþróun innlendrar tónmenningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikilvægt að vera með opinn faðm og um það vitna til dæmis Ungsveit hljómsveitarinnar og einleikarakeppnin Ungir einleikarar sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Í gegnum þessi verkefni hafa nýjar kynslóðir tónlistarfólks stigið sín fyrstu ákveðnu skref inn í heim sígildrar tónlistar. Einnig má nefna akademíu fyrir unga vongóða hljómsveitarstjóra framtíðarinnar sem er nýlegur þáttur í starfseminni. Takk Þegar hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika fyrir 75 árum voru hljóðfæraleikarnir á sviðinu rúmlega 40 talsins en í dag eru hljóðfæraleikarar í 88 stöðugildum starfandi við sveitina. Þess má geta að þjóðarhljómsveitir nágrannalandanna hafa yfirleitt á að skipa ríflega hundrað hljóðfæraleikurum. En framtíðin er björt og spennandi, sífellt bætist í þann hóp listamanna sem vilja koma til samstarfs við sveitina og full ástæða er til að fylgjast grannt með starfinu. Ekkert jafnast á við að fara á tónleika með góðri hljómsveit í fyrirtaks tónleikasal eins og Eldborg í Hörpu vissulega er. Fyrst og fremst er það þakklæti sem manni er efst í huga nú þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára. Meðlimum sveitarinnar í gegnum árin ber að þakka sitt þrotlausa uppbyggingarstarf í tónlistarlífi sem sífellt verður blómlegra hvert sem litið er. Að leggja á sig nám og starfsferil í sígildri tónlist er meira en að segja það, til þess þarf gríðarlegan aga og eljusemi. Áfram mun þér, lesandi góður, standa heimur tónlistarinnar opinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Leyfðu þér að hrífast með og takk fyrir samfylgdina í 75 ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar