Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. mars 2025 21:00 Þórarinn segir Veraldarvini tilbúna í verkefnið. Samsett Ekki liggur fyrir hvort sögufrægt útlit hússins við Sunnutorg verði óbreytt eftir fyrirhugaðar framkvæmdir. Framkvæmdastjóri Veraldarvina segir það heiður að taka við verkefninu á Sunnutorgi þar sem fyrirhugað er að opna kaffihús og fræðslumiðstöð um umhverfismál. Sunnutorg hefur staðið tómt hér við Langholtsveg í um árabil. Reykjavíkurborg auglýsti eftir aðilum til að byggja upp húsnæðið árið 2023 en engin tilboð bárust. Það voru að lokum Veraldarvinir sem komu húsnæðinu til bjargar. Reykjavíkurborg gerir húsaleigu og uppbyggingarsamning við félagsamtökin til fimmtán ára og munu samtökin fjármagna framkvæmdirnar að fullu og gera húsnæðið upp sem verður eign borgarinnar að leigutíma loknum. Þórarinn Ívarsson, framkvæmdastjóri Veraldarvina, segir það heiður að fá að taka við húsnæðinu og að framkvæmdirnar muni glæða götuna lífi. „Síðan viljum við reka hérna lítið kaffihús sem verður svona fræðslumiðstöð fyrir umhverfismál. Ég tel að það sé þörf á því að hafa hús hérna í Reykjavík þar sem fólk getur komið og fengið upplýsingar um sjálfbærni og annað þvíumlíkt. Sjá einnig: Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Hann segir ærið verk fyrir höndum. Það þurfi að rísa húsið nær alveg niður og endurbyggja það. Veraldarvinir séu klárir í það verkefni. Lífrænn markaður og samkomuhús Jafnframt verði svæðinu í kringum húsnæðið umbreytt í lífrænan markað og samkomustað fyrir fólk í hverfinu. Ekki sé búið að taka ákvörðun hvort haldið verði í einkennandi útlit hússins. „Við sjáum til hvernig það fer. Húsið var allt öðruvísi hér áður fyrr. Kannski setjum við það í það horf, ég veit það ekki. Við þurfum bara að taka ákvörðun um það, hvað fólkið í götunni vill gera.“ Átt þú einhverja persónulega tengingu við húsið? „Já, ég á það, ég bjó hérna í Gnoðavogi þegar ég var sex, sjö ára gamall. Þá tók ég strætó í Laugalækjaskóla og skipti um vagn hérna fyrir utan þetta hús. Það eru góðar minningar tengdar því.“ Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Reyna aftur að fá rekstraraðila í Sunnutorg Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir samstarfsaðila og leigutaka sem er með hugmynd að rekstri og nýtingu Sunnutorgs, eins helsta kennileitis Laugardalsins. 11. október 2023 09:53 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Sunnutorg hefur staðið tómt hér við Langholtsveg í um árabil. Reykjavíkurborg auglýsti eftir aðilum til að byggja upp húsnæðið árið 2023 en engin tilboð bárust. Það voru að lokum Veraldarvinir sem komu húsnæðinu til bjargar. Reykjavíkurborg gerir húsaleigu og uppbyggingarsamning við félagsamtökin til fimmtán ára og munu samtökin fjármagna framkvæmdirnar að fullu og gera húsnæðið upp sem verður eign borgarinnar að leigutíma loknum. Þórarinn Ívarsson, framkvæmdastjóri Veraldarvina, segir það heiður að fá að taka við húsnæðinu og að framkvæmdirnar muni glæða götuna lífi. „Síðan viljum við reka hérna lítið kaffihús sem verður svona fræðslumiðstöð fyrir umhverfismál. Ég tel að það sé þörf á því að hafa hús hérna í Reykjavík þar sem fólk getur komið og fengið upplýsingar um sjálfbærni og annað þvíumlíkt. Sjá einnig: Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Hann segir ærið verk fyrir höndum. Það þurfi að rísa húsið nær alveg niður og endurbyggja það. Veraldarvinir séu klárir í það verkefni. Lífrænn markaður og samkomuhús Jafnframt verði svæðinu í kringum húsnæðið umbreytt í lífrænan markað og samkomustað fyrir fólk í hverfinu. Ekki sé búið að taka ákvörðun hvort haldið verði í einkennandi útlit hússins. „Við sjáum til hvernig það fer. Húsið var allt öðruvísi hér áður fyrr. Kannski setjum við það í það horf, ég veit það ekki. Við þurfum bara að taka ákvörðun um það, hvað fólkið í götunni vill gera.“ Átt þú einhverja persónulega tengingu við húsið? „Já, ég á það, ég bjó hérna í Gnoðavogi þegar ég var sex, sjö ára gamall. Þá tók ég strætó í Laugalækjaskóla og skipti um vagn hérna fyrir utan þetta hús. Það eru góðar minningar tengdar því.“
Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Reyna aftur að fá rekstraraðila í Sunnutorg Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir samstarfsaðila og leigutaka sem er með hugmynd að rekstri og nýtingu Sunnutorgs, eins helsta kennileitis Laugardalsins. 11. október 2023 09:53 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Reyna aftur að fá rekstraraðila í Sunnutorg Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir samstarfsaðila og leigutaka sem er með hugmynd að rekstri og nýtingu Sunnutorgs, eins helsta kennileitis Laugardalsins. 11. október 2023 09:53
Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15
Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50