Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2025 14:07 Hvammsvirkjun skiptir öllu máli fyrir Skeiða og Gnúpverjahrepp þegar kemur að vegasamgöngum í sveitarfélaginu með byggingu Búðafossvegar og byggingar brúar yfir Þjórsá svo eitthvað sé nefnt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvammsvirkjun skiptir öllu máli fyrir Skeiða og Gnúpverjahrepp þegar kemur að vegasamgöngum í sveitarfélaginu með byggingu Búðafossvegar og byggingar brúar yfir Þjórsá svo eitthvað sé nefnt. Hvammsvirkjunar hefur verið mikið í umræðunni en hér erum við að tala um vatnsaflsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Gert er ráð fyrir að Þjórsá verði stífluð um 6 km norðan við Árnes og sunnan Þjórsárdals í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fyrirhugað lón virkjunarinnar verður Hagalón. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps, segir Hvammsvirkjun skipta miklu máli þegar fyrirhugaðar vegaframkvæmdir í sveitarfélaginu fara af stað með byggingu Búðafossvegar og byggingar brúar yfir Þjórsá. „Að sama skapi kemur nýtt nýtt tengivirki inn á svæðið við hliðina á Hvammsvirkjun, sem verður þá líklega einn öruggasti afhendingapunktur á háspennu rafmagni. Þar liggja okkar tækifæri til að skapa skilyrði til þess að atvinna byggist upp,” segir Haraldur Þór. Þannig að þið viljið Hvammsvirkjun? „Ég hef alltaf sagt það að ég er mjög hlynntur uppbyggingu á orkumannvirkjum. Aftur á mótum hefur mín umræða síðustu ár fyrst og fremst snúið að þeirri ósanngjörnu umgjörð, sem er utan um þetta. Við berum, sem samfélag mjög takmarkaðan ávinning af öllum þessum virkjunum. Við þurfum að fá sanngjarnan hlut og sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög fá, það er stóra hagsmunamálið á milli ríkis og sveitarfélaga,” segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Haraldur Þór segir það algjört lykilatriði að ný ríkisstjórn klári málið hvað varðar tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til framtíðar þegar um virkjanir er að ræða og málið verði þannig leyst í eitt skipti fyrir öll. „Og hvað varðar Hvammsvirkjun sökum þessarar laga umgjarðar þá fáum við engar tekjur, núll krónur af Hvammsvirkjun þrátt fyrir að áhrifasvæðið sé í okkar sveitarfélagi en þá er stöðvarhúsið í Rangárþingi ytra, hinum megin við ána og þeir fá tekjur af þeim fasteignagjöldum,” segir Haraldur. Og þetta að lokum frá oddvitanum. „Nú þurfa menn að bretta upp ermar á þessu ári. Leggja línuna, ná samstarfinu og samvinnunni og þá hef ég engar áhyggjur af framtíðinni.” Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Vegagerð Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Hvammsvirkjunar hefur verið mikið í umræðunni en hér erum við að tala um vatnsaflsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Gert er ráð fyrir að Þjórsá verði stífluð um 6 km norðan við Árnes og sunnan Þjórsárdals í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fyrirhugað lón virkjunarinnar verður Hagalón. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps, segir Hvammsvirkjun skipta miklu máli þegar fyrirhugaðar vegaframkvæmdir í sveitarfélaginu fara af stað með byggingu Búðafossvegar og byggingar brúar yfir Þjórsá. „Að sama skapi kemur nýtt nýtt tengivirki inn á svæðið við hliðina á Hvammsvirkjun, sem verður þá líklega einn öruggasti afhendingapunktur á háspennu rafmagni. Þar liggja okkar tækifæri til að skapa skilyrði til þess að atvinna byggist upp,” segir Haraldur Þór. Þannig að þið viljið Hvammsvirkjun? „Ég hef alltaf sagt það að ég er mjög hlynntur uppbyggingu á orkumannvirkjum. Aftur á mótum hefur mín umræða síðustu ár fyrst og fremst snúið að þeirri ósanngjörnu umgjörð, sem er utan um þetta. Við berum, sem samfélag mjög takmarkaðan ávinning af öllum þessum virkjunum. Við þurfum að fá sanngjarnan hlut og sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög fá, það er stóra hagsmunamálið á milli ríkis og sveitarfélaga,” segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Haraldur Þór segir það algjört lykilatriði að ný ríkisstjórn klári málið hvað varðar tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til framtíðar þegar um virkjanir er að ræða og málið verði þannig leyst í eitt skipti fyrir öll. „Og hvað varðar Hvammsvirkjun sökum þessarar laga umgjarðar þá fáum við engar tekjur, núll krónur af Hvammsvirkjun þrátt fyrir að áhrifasvæðið sé í okkar sveitarfélagi en þá er stöðvarhúsið í Rangárþingi ytra, hinum megin við ána og þeir fá tekjur af þeim fasteignagjöldum,” segir Haraldur. Og þetta að lokum frá oddvitanum. „Nú þurfa menn að bretta upp ermar á þessu ári. Leggja línuna, ná samstarfinu og samvinnunni og þá hef ég engar áhyggjur af framtíðinni.”
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Vegagerð Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir