Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2025 14:07 Hvammsvirkjun skiptir öllu máli fyrir Skeiða og Gnúpverjahrepp þegar kemur að vegasamgöngum í sveitarfélaginu með byggingu Búðafossvegar og byggingar brúar yfir Þjórsá svo eitthvað sé nefnt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvammsvirkjun skiptir öllu máli fyrir Skeiða og Gnúpverjahrepp þegar kemur að vegasamgöngum í sveitarfélaginu með byggingu Búðafossvegar og byggingar brúar yfir Þjórsá svo eitthvað sé nefnt. Hvammsvirkjunar hefur verið mikið í umræðunni en hér erum við að tala um vatnsaflsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Gert er ráð fyrir að Þjórsá verði stífluð um 6 km norðan við Árnes og sunnan Þjórsárdals í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fyrirhugað lón virkjunarinnar verður Hagalón. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps, segir Hvammsvirkjun skipta miklu máli þegar fyrirhugaðar vegaframkvæmdir í sveitarfélaginu fara af stað með byggingu Búðafossvegar og byggingar brúar yfir Þjórsá. „Að sama skapi kemur nýtt nýtt tengivirki inn á svæðið við hliðina á Hvammsvirkjun, sem verður þá líklega einn öruggasti afhendingapunktur á háspennu rafmagni. Þar liggja okkar tækifæri til að skapa skilyrði til þess að atvinna byggist upp,” segir Haraldur Þór. Þannig að þið viljið Hvammsvirkjun? „Ég hef alltaf sagt það að ég er mjög hlynntur uppbyggingu á orkumannvirkjum. Aftur á mótum hefur mín umræða síðustu ár fyrst og fremst snúið að þeirri ósanngjörnu umgjörð, sem er utan um þetta. Við berum, sem samfélag mjög takmarkaðan ávinning af öllum þessum virkjunum. Við þurfum að fá sanngjarnan hlut og sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög fá, það er stóra hagsmunamálið á milli ríkis og sveitarfélaga,” segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Haraldur Þór segir það algjört lykilatriði að ný ríkisstjórn klári málið hvað varðar tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til framtíðar þegar um virkjanir er að ræða og málið verði þannig leyst í eitt skipti fyrir öll. „Og hvað varðar Hvammsvirkjun sökum þessarar laga umgjarðar þá fáum við engar tekjur, núll krónur af Hvammsvirkjun þrátt fyrir að áhrifasvæðið sé í okkar sveitarfélagi en þá er stöðvarhúsið í Rangárþingi ytra, hinum megin við ána og þeir fá tekjur af þeim fasteignagjöldum,” segir Haraldur. Og þetta að lokum frá oddvitanum. „Nú þurfa menn að bretta upp ermar á þessu ári. Leggja línuna, ná samstarfinu og samvinnunni og þá hef ég engar áhyggjur af framtíðinni.” Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Vegagerð Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Hvammsvirkjunar hefur verið mikið í umræðunni en hér erum við að tala um vatnsaflsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Gert er ráð fyrir að Þjórsá verði stífluð um 6 km norðan við Árnes og sunnan Þjórsárdals í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fyrirhugað lón virkjunarinnar verður Hagalón. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps, segir Hvammsvirkjun skipta miklu máli þegar fyrirhugaðar vegaframkvæmdir í sveitarfélaginu fara af stað með byggingu Búðafossvegar og byggingar brúar yfir Þjórsá. „Að sama skapi kemur nýtt nýtt tengivirki inn á svæðið við hliðina á Hvammsvirkjun, sem verður þá líklega einn öruggasti afhendingapunktur á háspennu rafmagni. Þar liggja okkar tækifæri til að skapa skilyrði til þess að atvinna byggist upp,” segir Haraldur Þór. Þannig að þið viljið Hvammsvirkjun? „Ég hef alltaf sagt það að ég er mjög hlynntur uppbyggingu á orkumannvirkjum. Aftur á mótum hefur mín umræða síðustu ár fyrst og fremst snúið að þeirri ósanngjörnu umgjörð, sem er utan um þetta. Við berum, sem samfélag mjög takmarkaðan ávinning af öllum þessum virkjunum. Við þurfum að fá sanngjarnan hlut og sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög fá, það er stóra hagsmunamálið á milli ríkis og sveitarfélaga,” segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Haraldur Þór segir það algjört lykilatriði að ný ríkisstjórn klári málið hvað varðar tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til framtíðar þegar um virkjanir er að ræða og málið verði þannig leyst í eitt skipti fyrir öll. „Og hvað varðar Hvammsvirkjun sökum þessarar laga umgjarðar þá fáum við engar tekjur, núll krónur af Hvammsvirkjun þrátt fyrir að áhrifasvæðið sé í okkar sveitarfélagi en þá er stöðvarhúsið í Rangárþingi ytra, hinum megin við ána og þeir fá tekjur af þeim fasteignagjöldum,” segir Haraldur. Og þetta að lokum frá oddvitanum. „Nú þurfa menn að bretta upp ermar á þessu ári. Leggja línuna, ná samstarfinu og samvinnunni og þá hef ég engar áhyggjur af framtíðinni.”
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Vegagerð Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira