Leikskólakerfið ráði ekki við allt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2025 12:35 Ólafur Brynjar Bjarkason er skrifstofustjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Úthlutun leikskólaplássa fyrir haustið er hafin. Skrifstofustjóri hjá borginni segir miður að foreldrar þurfi stundum að þiggja pláss utan síns hverfis. Leikskólakerfið ráði ekki við ýmsar breytingar í samfélaginu. Eftir síðustu helgi hætti Reykjavíkurborg að taka við umsóknum um leikskólapláss og vinnur nú að því að úthluta plássum fyrir haustið. Úthlutunarferlið mun taka nokkrar vikur og munu fyrstu foreldrar fá tilkynningu um úthlutun á næstu dögum. Fyrst og fremst er verið að úthluta plássum sem börn fædd 2019 voru með en þau eru á leið í grunnskóla. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir árganginn hafa verið stóran, um 1500 börn, og því mörg pláss að losna. Þá er framkvæmdum að ljúka á nokkrum leikskólum sem gæti skilað fleiri plássum. „Þetta lítur alveg ágætlega út þannig en það eru mjög margir óvissuþættir, það er margt sem spilar inn í: mönnun spilar töluvert hlutverk í þessu, húsnæðismál og ýmislegt annað,“ segir Ólafur Brynjar. Kerfið ráði illa við fjölgun Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í gær færslu þar sem hún var svartsýn á að fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla í sínu hverfi. Ólafur segir það því miður gerast inn á milli að fólk þurfi að sækja leikskólapláss annað. „Í sumum hverfum eru fleiri húsnæðisvandamál heldur en í öðrum og það eru fleiri barnafjölskyldur í sumum hverfum þannig aðsóknin í leikskólana verður meiri. Þannig það er mjög mikilvægt að reyna að finna aðeins hvernig landið liggur í þessu áður en innritun fer af stað,“ segir Ólafur. Hann segir leikskólakerfið í heild sinni vera að mæta krefjandi erfiðleikum. Leikskólakennurum fari fækkandi og meðalaldur þeirra hækkandi. „Það eru alls konar þættir sem þarf að fara aðeins að huga að vegna þess að kerfið í dag ræður ekkert rosalega vel við þessa fjölgun og stækkun plássa og að það sé verið að fara sífellt neðar í aldri til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er mikil áskorun fyrir leikskólakerfið,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Eftir síðustu helgi hætti Reykjavíkurborg að taka við umsóknum um leikskólapláss og vinnur nú að því að úthluta plássum fyrir haustið. Úthlutunarferlið mun taka nokkrar vikur og munu fyrstu foreldrar fá tilkynningu um úthlutun á næstu dögum. Fyrst og fremst er verið að úthluta plássum sem börn fædd 2019 voru með en þau eru á leið í grunnskóla. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir árganginn hafa verið stóran, um 1500 börn, og því mörg pláss að losna. Þá er framkvæmdum að ljúka á nokkrum leikskólum sem gæti skilað fleiri plássum. „Þetta lítur alveg ágætlega út þannig en það eru mjög margir óvissuþættir, það er margt sem spilar inn í: mönnun spilar töluvert hlutverk í þessu, húsnæðismál og ýmislegt annað,“ segir Ólafur Brynjar. Kerfið ráði illa við fjölgun Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í gær færslu þar sem hún var svartsýn á að fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla í sínu hverfi. Ólafur segir það því miður gerast inn á milli að fólk þurfi að sækja leikskólapláss annað. „Í sumum hverfum eru fleiri húsnæðisvandamál heldur en í öðrum og það eru fleiri barnafjölskyldur í sumum hverfum þannig aðsóknin í leikskólana verður meiri. Þannig það er mjög mikilvægt að reyna að finna aðeins hvernig landið liggur í þessu áður en innritun fer af stað,“ segir Ólafur. Hann segir leikskólakerfið í heild sinni vera að mæta krefjandi erfiðleikum. Leikskólakennurum fari fækkandi og meðalaldur þeirra hækkandi. „Það eru alls konar þættir sem þarf að fara aðeins að huga að vegna þess að kerfið í dag ræður ekkert rosalega vel við þessa fjölgun og stækkun plássa og að það sé verið að fara sífellt neðar í aldri til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er mikil áskorun fyrir leikskólakerfið,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira