Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson skrifar 7. mars 2025 07:01 Í vikunni birti Viðskiptaráð stutta samantekt um umhverfi fjölmiðla hér á landi. Hún byggir fyrst og síðast á opinberum tölum og í henni er ekki að finna neinar nýjar upplýsingar, þótt fagna megi framtakinu og áhuga ráðsins á mikilvægri atvinnugrein og lýðræðisstoð. Viðskiptaráð leggur til nokkrar leiðir til að takast á við vanda einkarekinna fjölmiðla. Megininntak þeirra lausna er að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Þær tillögur eru mjög í takti við pólitískar áherslur Sjálfstæðis- og Miðflokks sem birtast ítrekað í málflutningi þeirra á Alþingi. Þetta er mikil einföldun á flóknu vandamáli sem hefur fengið að vaxa óáreitt árum saman vegna pólitísks aðgerðarleysis. Það þekki ég vel hafandi starfað í fjölmiðlum í næstum tvo áratugi og stýrt einkareknum fjölmiðlum frá 2013 og fram á síðasta sumar, eða í um tólf ár. Spekileki og peningar úr landi Til að byrja með er gott að fara yfir stöðuna út frá tölulegum staðreyndum. Starfandi í fjölmiðlum hefur fækkað úr 2.363 árið 2008 í 907 í lok árs 2022. Það er fækkun um 62 prósent. Mjög stór hluti þeirra sem hafa eru fólk með mikla reynslu og getu. Það hefur því átt sér stað mikill spekileki. Þetta hefur gerst vegna þess að rekstrarumhverfið hefur kúvenst sökum tækni- og upplýsingabyltingarinnar sem hefur gjörbreytt neytendahegðun og haft mikil neikvæð áhrif á hefðbundin tekjumódel fjölmiðla. Ein birtingarmynd þessa er að sífellt stærri hluti af auglýsingasölukökunni fer til aðila sem borga ekki skatta á Íslandi. Þar er átt við erlend tæknifyrirtæki eins og Google/Youtube og Facebook. Árið 2012 fór fjögur prósent auglýsingatekna hérlendis til erlendra miðla. Árið 2023 tóku þau til sín 49 prósent. Úr samantekt Viðskiptaráðs sem birt var í vikunni. Mýtan um að brotthvarf RÚV sé töfralausn Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg. Þeir sem halda slíku fram hljóta að gera það gegn betri vitund, og af öðrum hvötum en þeim að bæta fjölmiðlaumhverfið. Í fyrsta lagi er alls engin vissa fyrir því að þær tekjur sem RÚV hefur af auglýsingum muni skila sér til annarra fjölmiðla hætti ríkismiðillinn að birta auglýsingar. Hægt er að horfa til dæmis sem stendur okkur nálægt í tíma til að undirbyggja þá röksemdarfærslu. Fréttablaðið fór á hausinn vorið 2023. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi útgáfufélags þess voru tekjur Fréttablaðsins um tveir milljarðar króna á ári, en það aflaði einvörðungu sjálfaflartekna með auglýsingasölu. Á árinu 2023 drógust auglýsingatekjur fjölmiðla á Íslandi í heild saman um tólf prósent. Tekjur Fréttablaðsins skiluðu sér því ekki nema að örlitlu leyti til samkeppnisaðilanna. Þeir sem auglýsa á móti Í öðru lagi þá eru bæði margir auglýsendur og þeir sem framleiða auglýsingar mjög á móti því að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. Slíkt hefur margoft komið fram opinberlega. Fyrir þremur árum lá til að mynda fyrir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um brotthvarf RÚV. Þá skilaði Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) inn umsögn þar sem sagði að það myndi hafa verulegar afleiðingar á sjónvarpsauglýsingar og neytendur myndu verða af mikilvægum upplýsingum um vörur og þjónustu ef RÚV gæti ekki birt auglýsingar. Aðrar sjónvarpsstöðvar hefðu til að mynda ekki það áhorf sem þurfi til að standa undir kostnaði við framleiðslu og birtingar. Í umsögninni sagði orðrétt að það fjármagn sem fari „í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það mun hafa áhrif á auglýsingastofur og aðrar greinar en fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðarfólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhver séu nefnd. Það er því Ijóst að ákvörðun um að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun hafa mikil áhrif á fjölda fyrirtækja og starfa.“ Þegar reynt var að takast á við vandann Í lok árs 2016, þegar sýnilegt varð að það stefndi í óefni í íslensku fjölmiðlaumhverfi þá skipaði þáverandi ráðherra fjölmiðlamála, Illugi Gunnarsson, nefnd sem átti að hafa það hlutverk að skoða leiðir til að bjarga málunum. Hún skilaði af sér á árinu 2017 og lagði fram sjö tillögur um umbætur sem gætu bætt rekstrarskilyrði fjölmiðla. Þær snéru meðal annars að stöðu RÚV á auglýsingamarkaði, að lækka virðisaukaskatt sem leggst á vörur fjölmiðla, að heimila auglýsingar í íslenskum fjölmiðlum sem í dag eru bannaðar, tryggja gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum í fjölmiðlum og endurgreiðslum fyrir textun og talsetningu. Tilgangurinn var að tryggja fjölbreytni og fjölræði í íslensku fjölmiðlaumhverfi með ólíku eignarhaldi. Nú, um átta árum eftir að hann skilaði af sér, þá hefur ein tillaga nefndarinnar orðið að veruleika: styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd sem felur í sér að endurgreiða hluta af framleiðslukostnaði á fréttum og fréttatengdu efni. Ástæða þess að ekki var gert meira er fyrst og síðast andstaðan flokks Illuga við frekari aðgerðum. Það þarf fjölþættar aðgerðir við flóknum vanda Þessi eina leið sem var innleidd hefur þó sannað gildi sitt. Hún stöðvaði blæðinguna að einhverju leyti. Frá árinu 2020 hefur fjöldi blaðamanna og annarra starfsmanna á einkareknum fjölmiðlum haldist í horfinu, og raunar hefur þeim fjölgað lítillega. En staðan heilt yfir er afleit. Um það eru flestir sammála. Og á því ætlar núverandi ráðherra fjölmiðlamála, Logi Einarsson, að taka á. Hann hefur boðað heildarendurskoðun á því hvernig hægt sé að styðja sem best við heilbrigt og blómlegt fjölmiðlaumhverfi sem skilar okkur sem þjóð, upplýstu og faglegu fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki. Þar mun auðvitað og eðlilega vera fjallað um að aðlaga hlutverk RÚV að breyttum tíma, þannig að stærð ríkismiðilsins taki ekki of mikið súrefni frá einkareknum miðlum svo þeir geti ekki vaxið með eðlilegum hætti. Útfærsla þess þarf þó að vera vitræn og úthugsuð, ekki kreddukennd líkt og hugmyndir Viðskiptaráðs og þeirra stjórnmálaflokka sem enduróma sýn þess á hinu pólitíska sviði. Höfundur var blaðamaður og ritstjóri í næstum tvo áratugi en er nú framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Í vikunni birti Viðskiptaráð stutta samantekt um umhverfi fjölmiðla hér á landi. Hún byggir fyrst og síðast á opinberum tölum og í henni er ekki að finna neinar nýjar upplýsingar, þótt fagna megi framtakinu og áhuga ráðsins á mikilvægri atvinnugrein og lýðræðisstoð. Viðskiptaráð leggur til nokkrar leiðir til að takast á við vanda einkarekinna fjölmiðla. Megininntak þeirra lausna er að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Þær tillögur eru mjög í takti við pólitískar áherslur Sjálfstæðis- og Miðflokks sem birtast ítrekað í málflutningi þeirra á Alþingi. Þetta er mikil einföldun á flóknu vandamáli sem hefur fengið að vaxa óáreitt árum saman vegna pólitísks aðgerðarleysis. Það þekki ég vel hafandi starfað í fjölmiðlum í næstum tvo áratugi og stýrt einkareknum fjölmiðlum frá 2013 og fram á síðasta sumar, eða í um tólf ár. Spekileki og peningar úr landi Til að byrja með er gott að fara yfir stöðuna út frá tölulegum staðreyndum. Starfandi í fjölmiðlum hefur fækkað úr 2.363 árið 2008 í 907 í lok árs 2022. Það er fækkun um 62 prósent. Mjög stór hluti þeirra sem hafa eru fólk með mikla reynslu og getu. Það hefur því átt sér stað mikill spekileki. Þetta hefur gerst vegna þess að rekstrarumhverfið hefur kúvenst sökum tækni- og upplýsingabyltingarinnar sem hefur gjörbreytt neytendahegðun og haft mikil neikvæð áhrif á hefðbundin tekjumódel fjölmiðla. Ein birtingarmynd þessa er að sífellt stærri hluti af auglýsingasölukökunni fer til aðila sem borga ekki skatta á Íslandi. Þar er átt við erlend tæknifyrirtæki eins og Google/Youtube og Facebook. Árið 2012 fór fjögur prósent auglýsingatekna hérlendis til erlendra miðla. Árið 2023 tóku þau til sín 49 prósent. Úr samantekt Viðskiptaráðs sem birt var í vikunni. Mýtan um að brotthvarf RÚV sé töfralausn Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg. Þeir sem halda slíku fram hljóta að gera það gegn betri vitund, og af öðrum hvötum en þeim að bæta fjölmiðlaumhverfið. Í fyrsta lagi er alls engin vissa fyrir því að þær tekjur sem RÚV hefur af auglýsingum muni skila sér til annarra fjölmiðla hætti ríkismiðillinn að birta auglýsingar. Hægt er að horfa til dæmis sem stendur okkur nálægt í tíma til að undirbyggja þá röksemdarfærslu. Fréttablaðið fór á hausinn vorið 2023. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi útgáfufélags þess voru tekjur Fréttablaðsins um tveir milljarðar króna á ári, en það aflaði einvörðungu sjálfaflartekna með auglýsingasölu. Á árinu 2023 drógust auglýsingatekjur fjölmiðla á Íslandi í heild saman um tólf prósent. Tekjur Fréttablaðsins skiluðu sér því ekki nema að örlitlu leyti til samkeppnisaðilanna. Þeir sem auglýsa á móti Í öðru lagi þá eru bæði margir auglýsendur og þeir sem framleiða auglýsingar mjög á móti því að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. Slíkt hefur margoft komið fram opinberlega. Fyrir þremur árum lá til að mynda fyrir frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um brotthvarf RÚV. Þá skilaði Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) inn umsögn þar sem sagði að það myndi hafa verulegar afleiðingar á sjónvarpsauglýsingar og neytendur myndu verða af mikilvægum upplýsingum um vörur og þjónustu ef RÚV gæti ekki birt auglýsingar. Aðrar sjónvarpsstöðvar hefðu til að mynda ekki það áhorf sem þurfi til að standa undir kostnaði við framleiðslu og birtingar. Í umsögninni sagði orðrétt að það fjármagn sem fari „í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það mun hafa áhrif á auglýsingastofur og aðrar greinar en fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðarfólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhver séu nefnd. Það er því Ijóst að ákvörðun um að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun hafa mikil áhrif á fjölda fyrirtækja og starfa.“ Þegar reynt var að takast á við vandann Í lok árs 2016, þegar sýnilegt varð að það stefndi í óefni í íslensku fjölmiðlaumhverfi þá skipaði þáverandi ráðherra fjölmiðlamála, Illugi Gunnarsson, nefnd sem átti að hafa það hlutverk að skoða leiðir til að bjarga málunum. Hún skilaði af sér á árinu 2017 og lagði fram sjö tillögur um umbætur sem gætu bætt rekstrarskilyrði fjölmiðla. Þær snéru meðal annars að stöðu RÚV á auglýsingamarkaði, að lækka virðisaukaskatt sem leggst á vörur fjölmiðla, að heimila auglýsingar í íslenskum fjölmiðlum sem í dag eru bannaðar, tryggja gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum í fjölmiðlum og endurgreiðslum fyrir textun og talsetningu. Tilgangurinn var að tryggja fjölbreytni og fjölræði í íslensku fjölmiðlaumhverfi með ólíku eignarhaldi. Nú, um átta árum eftir að hann skilaði af sér, þá hefur ein tillaga nefndarinnar orðið að veruleika: styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd sem felur í sér að endurgreiða hluta af framleiðslukostnaði á fréttum og fréttatengdu efni. Ástæða þess að ekki var gert meira er fyrst og síðast andstaðan flokks Illuga við frekari aðgerðum. Það þarf fjölþættar aðgerðir við flóknum vanda Þessi eina leið sem var innleidd hefur þó sannað gildi sitt. Hún stöðvaði blæðinguna að einhverju leyti. Frá árinu 2020 hefur fjöldi blaðamanna og annarra starfsmanna á einkareknum fjölmiðlum haldist í horfinu, og raunar hefur þeim fjölgað lítillega. En staðan heilt yfir er afleit. Um það eru flestir sammála. Og á því ætlar núverandi ráðherra fjölmiðlamála, Logi Einarsson, að taka á. Hann hefur boðað heildarendurskoðun á því hvernig hægt sé að styðja sem best við heilbrigt og blómlegt fjölmiðlaumhverfi sem skilar okkur sem þjóð, upplýstu og faglegu fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki. Þar mun auðvitað og eðlilega vera fjallað um að aðlaga hlutverk RÚV að breyttum tíma, þannig að stærð ríkismiðilsins taki ekki of mikið súrefni frá einkareknum miðlum svo þeir geti ekki vaxið með eðlilegum hætti. Útfærsla þess þarf þó að vera vitræn og úthugsuð, ekki kreddukennd líkt og hugmyndir Viðskiptaráðs og þeirra stjórnmálaflokka sem enduróma sýn þess á hinu pólitíska sviði. Höfundur var blaðamaður og ritstjóri í næstum tvo áratugi en er nú framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun