Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2025 11:34 Púllarar rændu sigrinum og hlupu á brott með forystu til Liverpool-borgar fyrir seinni leikinn. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. Það er eitthvað hrífandi við fullkomnlega útpælt, skipulagt, vel útfært rán. Þar af leiðandi hefur Hollywood myndað heilt genre í kringum fyrirbærið. Ocean‘s myndirnar, Italian Job, Snatch, Baby Driver og að manni finnst sirka 90 prósent bíómynda Jasons Statham. Stuldurinn sem átti sér stað í Parísarborg í gær var hins vegar alls ekki á þann máta. Þar var búðarglugginn í hátískuverslun borgarinnar brotinn, þýfið hirt og hlaupið með það á brott. Bradley Barcola með lýsandi tilburði fyrir ítrekuð vonbrigði PSG-manna í gærkvöld.Getty/Rico Brouwer Það er skilgreiningin á smash and grab-ráni, sem er ef til vill hægt að þýða sem stútað og stolið (slöpp þýðing en það stuðlar). Enginn glamúr eða töffarapælingar. Rúðunni er smallað og keyrt á brott. Það verður seint gerð bíómynd um slíkan stuld. Bretar nota hugtakið smash and grab gjarnan í fótboltalegu samhengi yfir ákveðna tegund sigra. Sigur Liverpool á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gær uppfyllti öll skilyrðin. Útilið. Það segir sig sjálft að þú brýst ekki inn og rænir eigið heimili. Sigrar sem þessir vinnast á útivelli. Mark skorað seint. Ekki nauðsynlegt skilyrði, getur verið einöngruð sókn sem er í andstæðu við gang leiksins, en mark Liverpool féll undir bæði. 1-0 sigrar. Leikurinn þarf helst að enda 1-0. Hann mætti fara 2-0 en þá þarf seinna markið að grípa fyrirsagnir. Markið sem stráir salti í sárin. Markið má ekki vera hvernig sem er. Það þarf helst að vera eftir skyndisókn. Föst leikatriði sleppa til, en eru aðgengilegri kostur. Því fallegra sem markið er, þeim mun fjær ferðu frá skilgreiningu sigurs á grundvelli þess að stúta og stela.* Margur myndi segja að sigurmark Harvey Elliott undir lok leiks í gær hafi verið fullkomnlega óverðskuldað og að sigurinn sé ósanngjarn. Og það er líklega alveg hárrétt. Harvey Elliott braut hjörtu PSG-manna í gær með sigurmarki í lokin.Getty/Rico Brouwer Stuðningsmenn Liverpool hefðu líklega einhverjir þegið þægilegri sigur, betri frammistöðu, minna stress. Við Íslendingar þekkjum þetta frá gullaldartíð karlalandsliðsins. Líklega tjékka allflestir stórir sigrar liðsins á árunum 2014-2018 í boxin að ofan. Og það er bara svo miklu skemmtilegra að vinna leiki eftir 90 mínútur af stressi með neglurnar nagaðar ofan í kjúkur. Ósanngjarnt og óverðskuldað skiptir engu máli. Í svona augnabliki felst fegurðin við íþróttina. Liverpool og PSG mætast aftur næsta þriðjudag, 11. mars, og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. *Lauslega þýdd skilgreining fótboltaklisjumeistarans Adams Hurrey, úr bókinni Extra Time Beckons, Penalties Loom: How to Use (and Abuse) The Language of Football (2024). Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Utan vallar Fótbolti Tengdar fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. 6. mars 2025 08:02 Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20 Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53 Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Það er eitthvað hrífandi við fullkomnlega útpælt, skipulagt, vel útfært rán. Þar af leiðandi hefur Hollywood myndað heilt genre í kringum fyrirbærið. Ocean‘s myndirnar, Italian Job, Snatch, Baby Driver og að manni finnst sirka 90 prósent bíómynda Jasons Statham. Stuldurinn sem átti sér stað í Parísarborg í gær var hins vegar alls ekki á þann máta. Þar var búðarglugginn í hátískuverslun borgarinnar brotinn, þýfið hirt og hlaupið með það á brott. Bradley Barcola með lýsandi tilburði fyrir ítrekuð vonbrigði PSG-manna í gærkvöld.Getty/Rico Brouwer Það er skilgreiningin á smash and grab-ráni, sem er ef til vill hægt að þýða sem stútað og stolið (slöpp þýðing en það stuðlar). Enginn glamúr eða töffarapælingar. Rúðunni er smallað og keyrt á brott. Það verður seint gerð bíómynd um slíkan stuld. Bretar nota hugtakið smash and grab gjarnan í fótboltalegu samhengi yfir ákveðna tegund sigra. Sigur Liverpool á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gær uppfyllti öll skilyrðin. Útilið. Það segir sig sjálft að þú brýst ekki inn og rænir eigið heimili. Sigrar sem þessir vinnast á útivelli. Mark skorað seint. Ekki nauðsynlegt skilyrði, getur verið einöngruð sókn sem er í andstæðu við gang leiksins, en mark Liverpool féll undir bæði. 1-0 sigrar. Leikurinn þarf helst að enda 1-0. Hann mætti fara 2-0 en þá þarf seinna markið að grípa fyrirsagnir. Markið sem stráir salti í sárin. Markið má ekki vera hvernig sem er. Það þarf helst að vera eftir skyndisókn. Föst leikatriði sleppa til, en eru aðgengilegri kostur. Því fallegra sem markið er, þeim mun fjær ferðu frá skilgreiningu sigurs á grundvelli þess að stúta og stela.* Margur myndi segja að sigurmark Harvey Elliott undir lok leiks í gær hafi verið fullkomnlega óverðskuldað og að sigurinn sé ósanngjarn. Og það er líklega alveg hárrétt. Harvey Elliott braut hjörtu PSG-manna í gær með sigurmarki í lokin.Getty/Rico Brouwer Stuðningsmenn Liverpool hefðu líklega einhverjir þegið þægilegri sigur, betri frammistöðu, minna stress. Við Íslendingar þekkjum þetta frá gullaldartíð karlalandsliðsins. Líklega tjékka allflestir stórir sigrar liðsins á árunum 2014-2018 í boxin að ofan. Og það er bara svo miklu skemmtilegra að vinna leiki eftir 90 mínútur af stressi með neglurnar nagaðar ofan í kjúkur. Ósanngjarnt og óverðskuldað skiptir engu máli. Í svona augnabliki felst fegurðin við íþróttina. Liverpool og PSG mætast aftur næsta þriðjudag, 11. mars, og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. *Lauslega þýdd skilgreining fótboltaklisjumeistarans Adams Hurrey, úr bókinni Extra Time Beckons, Penalties Loom: How to Use (and Abuse) The Language of Football (2024).
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Utan vallar Fótbolti Tengdar fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. 6. mars 2025 08:02 Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20 Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53 Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Við vorum mikið betri en Liverpool“ Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. 6. mars 2025 08:02
Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33
Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20
Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53