Viðskipti innlent

Til­nefningar til Ís­lensku vefverðalaunanna í beinni

Boði Logason skrifar
Sandra Barilli kynnir tilnefningarnar.
Sandra Barilli kynnir tilnefningarnar. SVEF

Sjötíu vefir, eða stafrænar lausnir, eru tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2024. Umboðsmaður Iceguys, sjálf Sandra Barilli, mun kynna tilnefningarnar sem verða í beinu streymi á Vísi.

Verðlaunin verða veitt föstudaginn 21. mars í Grósku en þar verða þau verkefni og einstaklingar sem skarað hafa fram úr á liðnu ári verðlaunuð.

Tilnefningarnar verða í beinu streymi á Stöð 2 Vísi klukkan 14:00 og má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan:

Fimm tilnefningar eru í hverjum flokki, í alls fjórtan flokkum.

  • Fyrirtækjavefur ársins (lítil fyrirtæki)
  • Fyrirtækjavefur ársins (meðalstór fyrirtæki)
  • Fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki)
  • Markaðsvefur ársins
  • Söluvefur ársins
  • Efnis- og fréttaveita
  • Opinber vefur ársins
  • Samfélagsvefur ársins
  • App ársins
  • Gæluverkefni ársins
  • Nemendaverkefni ársins
  • Gervigreind ársins
  • Tækninýting ársins
  • Innri vefur ársins

SVEF eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi hafa það að markmiði að miðla þekkingu, efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við. Félagsmenn SVEF eru um 360 talsins og koma af ýmsum sviðum vefheimanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×