Í tilkynningu segir að Hálfdán muni áfram sitja í framkvæmdastjórn og leiða framleiðslu og vöruþróun félagsins í Bolungarvík.
„Arna hóf framleiðslu á mjólkurvörum í Bolungarvík árið 2013 og allt frá því hafa vörur Örnu notið síaukinna vinsælda og verið leiðandi í vöruþróun á hollum og ferskum vörum fyrir íslenskan markað.
Gunnar kemur með víðtæka reynslu úr rekstri leiðandi fyrirtækja á matvælamarkaði. Hann starfaði í 16 ár í Ölgerðinni, fyrst sem framkvæmdastjóri markaðssviðs en síðar sem aðstoðarforstjóri. Gunnar sinnti þar fjölbreyttum verkefnum, m.a. uppbyggingu eigin vörumerkja félagsins. Þar á undan starfaði hann sem markaðs- og sölustjóri Nóa Síríusar. Gunnar er með B.Sc. gráðu í matvælafræði og M.Sc. gráðu í hagfræði,“ segir í tilkynningunni.
Arna ehf. er matvælafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á hágæða mjólkurvörum. Fyrirtækið er með framleiðslu í Bolungarvík og starfsstöð á Tunguhálsi í Reykjavík og hjá því starfa um 40 manns.