Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Árni Sæberg skrifar 4. mars 2025 10:10 Hér má sjá tölvugerða mynd af fyrirhuguðu lóni. Laugarás lagoon Í sumar verður nýtt baðlón opnað í uppsveitum Árnsessýslu undir nafninu Laugarás lagoon. Lónið verður við brúna sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Ásamt baðlóninu verður veitingastaður opnaður, sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að baðstaðurinn sé hannaður þannig að hann falli inn í landslagið og veiti gestum einstaka upplifun með baðlóni á tveimur hæðum og einstöku útisvæði. Nákvæm dagsetning opnunar verði tilkynnt með vorinu. Skóflustunga var tekin að baðlóninu í mars í fyrra og þá var vinnuheiti verkefnisins Árböðin. Fréttamaður okkar á Suðurlandi, Magnús Hlynur, var á svæðinu. Lokar Slippnum og opnar Ylju Mikilvægur þáttur í töfrum Laugarás Lagoon verði veitingastaðurinn Ylja sem Gísli Matthías Auðunsson muni fara fyrir. „Gísli Matt er einn af virtustu matreiðslumönnum landsins og hafa veitingastaðir hans, Slippurinn í Vestmannaeyjum og Skál í miðborg Reykjavíkur, borið hróður hans um allt land og út fyrir landsteinana. Á Ylju munu gestir njóta matreiðslu sem nýtir ferskt sjávarfang, afurðir frá bændum á Suðurlandi, þá ekki síst hið ljúffenga grænmeti sem svæðið er þekkt fyrir.“ Gísli Matthías tilkynnti í lok síðasta árs að komandi sumarvertíð á Slippnum yrði sú hinsta. Hann hefur rekið staðinn ásamt fjölskyldu sinni frá árinu 2012 við feykilega góðan orðstýr. Finna fyrir mikilli eftirvæntingu „Við hlökkum gríðarlega til að opna baðstaðinn fyrir gestum í sumar og bjóða fólk velkomið í fallega þorpið í Laugarási. Frá baðlóninu geta gestir notið staðarins í einstakri nálægð við náttúruna og sótt sér ferska matarupplifun úr nærsveitum á veitingastaðnum Ylju,“ er haft eftir Bryndísi Björnsdóttur. framkvæmdastjóra Laugaráss lagoon. Aðstandendur lónsins finni þegar fyrir mikilli eftirvæntingu fyrir baðstaðnum hér heima og erlendis sem sé virkilega ánægjulegt. „Við erum rétt að hefja kynningu á baðstaðnum og þeim töfrum sem hann hefur upp á að bjóða.“ Sundlaugar og baðlón Bláskógabyggð Veitingastaðir Ferðaþjónusta Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að baðstaðurinn sé hannaður þannig að hann falli inn í landslagið og veiti gestum einstaka upplifun með baðlóni á tveimur hæðum og einstöku útisvæði. Nákvæm dagsetning opnunar verði tilkynnt með vorinu. Skóflustunga var tekin að baðlóninu í mars í fyrra og þá var vinnuheiti verkefnisins Árböðin. Fréttamaður okkar á Suðurlandi, Magnús Hlynur, var á svæðinu. Lokar Slippnum og opnar Ylju Mikilvægur þáttur í töfrum Laugarás Lagoon verði veitingastaðurinn Ylja sem Gísli Matthías Auðunsson muni fara fyrir. „Gísli Matt er einn af virtustu matreiðslumönnum landsins og hafa veitingastaðir hans, Slippurinn í Vestmannaeyjum og Skál í miðborg Reykjavíkur, borið hróður hans um allt land og út fyrir landsteinana. Á Ylju munu gestir njóta matreiðslu sem nýtir ferskt sjávarfang, afurðir frá bændum á Suðurlandi, þá ekki síst hið ljúffenga grænmeti sem svæðið er þekkt fyrir.“ Gísli Matthías tilkynnti í lok síðasta árs að komandi sumarvertíð á Slippnum yrði sú hinsta. Hann hefur rekið staðinn ásamt fjölskyldu sinni frá árinu 2012 við feykilega góðan orðstýr. Finna fyrir mikilli eftirvæntingu „Við hlökkum gríðarlega til að opna baðstaðinn fyrir gestum í sumar og bjóða fólk velkomið í fallega þorpið í Laugarási. Frá baðlóninu geta gestir notið staðarins í einstakri nálægð við náttúruna og sótt sér ferska matarupplifun úr nærsveitum á veitingastaðnum Ylju,“ er haft eftir Bryndísi Björnsdóttur. framkvæmdastjóra Laugaráss lagoon. Aðstandendur lónsins finni þegar fyrir mikilli eftirvæntingu fyrir baðstaðnum hér heima og erlendis sem sé virkilega ánægjulegt. „Við erum rétt að hefja kynningu á baðstaðnum og þeim töfrum sem hann hefur upp á að bjóða.“
Sundlaugar og baðlón Bláskógabyggð Veitingastaðir Ferðaþjónusta Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira